SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Side 38

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Side 38
38 31. október 2010 Þ egar lesið er um bæinn Torquay í Devon á suð- urströnd Englands í ferðahandbók Lonely Planet eru tveir frægir íbúar nefndir á nafn: Basil Fawlty, aðalpersónan úr sjónvarpsþátt- unum vinsælu Hótel Tindastóll (Fawlty Towers), og drottning sakamálasagnanna, Agatha Christie. Um miðjan september ár hvert fer ekki á milli mála hvort þeirra á hug og hjörtu gesta og íbúa bæjarins. Þá er haldið upp á afmæli Agöthu Christie með pompi og prakt og í ár var sérstakt tilefni til hátíðahalda því liðin voru 120 ár frá fæðingu Agöthu, 90 ár frá því Hercule Poirot steig fyrst fram á sjónarsviðið og 80 ár frá því að fyrsta skáldsagan um fröken Marple kom út. Boðið er upp á fjölmarga viðburði í Torquay og nágrenni í heila viku og vinsældir Agöthu-hátíðarinnar eru slíkar að ómögulegt er að fá miða á vinsælustu atburðina nema bókað sé með góðum fyrirvara. Íslensk bók í Agöthusafnið Meðan á hátíðinni stendur fyllist Torquay af aðdáendum skáldkonunnar hvaðanæva úr heiminum og sumir koma raunar ár eftir ár. Að þessu sinni var fulltrúi frá Morgunblaðinu á staðnum og var fyrsti viðburðurinn í þéttri dagskránni vel sóttur fyrirlestur í nágrannabæn- um Paignton. Þar voru mættir þeir Mathew Prichard, dóttursonur Agöthu Christie, og rithöfundurinn John Curran og ræddu þeir um verk skáldkonunnar og svör- uðu spurningum úr sal. Curran gaf nýverið út bók sem vakið hefur mikla athygli þar sem hann fjallar um efni úr minnisbókum Agöthu sem hafði aldrei áður komið fyrir sjónir almennings – og stendur raunar til að gefa út framhald af þeirri bók á næsta ári. Frá Paignton var haldið á minjasafnið í Torquay, þar sem meðal annars er að finna safn um ævi og störf Agöthu Christie – og þess má geta að safnið hefur nú loks eignast eintak af Agöthu Christie-bók á íslensku. Þar var haldin sérstök dagskrá til heiðurs Agöthu og hafði fyrrnefndur John Curran valið til sýningar eina kvikmynd og til flutnings eitt útvarpsleikrit sem hann kynnti gestum safnsins. Fyrst var boðið upp á sýningu á afar sjaldséðri sjónvarpsmynd sem sýnd hafði verið í beinni útsendingu í bandarísku sjónvarpi á sjötta ára- tugnum og var byggð á bókinni And Then There Were None (1939; ísl. Blámannsey, 1949; Tíu litlir negrastrák- ar, 1992). Mæltist sýningin mjög vel fyrir enda höfðu jafnvel hörðustu aðdáendur ekki séð umrædda mynd áður. Mesta athygli vöktu þó raunar bráðskemmtilegar auglýsingarnar á milli atriða, sem höfðu varðveist með myndinni og voru augljóslega frá styrktaraðila útsend- ingarinnar á sínum tíma, bandarísku apóteki. Í kjölfar myndarinnar var svo flutt gamalt bandarískt útvarpsleikrit sem var áhugaverðast fyrir þær sakir að þar lék Orson Welles sjálfan Hercule Poirot og lét sér það raunar ekki nægja heldur fór einnig með annað stærsta hlutverkið í verkinu, sem byggt var á bókinni The Murder of Roger Ackroyd (1926; ísl. Poirot og læknirinn, 1945, 1971; … og ekkert nema sannleikann, 1984). Eyja úr sögum Agöthu Christie Daginn eftir lá leiðin hins vegar út úr bænum til þess að snæða hádegisverð á afar áhugaverðri eyju, Burgh-eyju, út af suðurströnd Englands, í rúmlega klukkustundar fjarlægð frá Torquay, en eyjan var fyrirmynd Agöthu þegar hún samdi áðurnefnda bók, And Then There Were None. Sú saga er löngu orðin sígild og segir frá því þegar tíu gestir á dularfullri eyju týna tölunni hver á fætur öðrum og ljóst er að í hópi þeirra – eða þá í felum á eyjunni – er morðingi sem svífst einskis. Það reyndist hægara sagt en gert að komast á staðinn, hvorki var boðið upp á beinar rútuferðir né lestarferðir þangað. Að lokum var ekið til Burgh-eyju í fylgd nokkurra helstu sérfræðinga um verk Agöthu Christie – og auk þess var GPS-tæki með í för, sem reyndi þó ítrekað að senda bíl- inn ofan í Avon-fljót, en á því var sú skýring að veg- urinn meðfram fljótinu er ekki alltaf fær, þar ráða sjáv- arföllin, en blessað tækið gerði engan greinarmun á flóði og fjöru. Ekið er um þrönga sveitavegi til þess að komast loks að eyjunni. Það var tilkomumikil sjón þegar eyjan birtist loks, tignarleg upp úr hafinu en ekki síður drungaleg – og þennan daginn var auk þess mistur yfir henni, sem jók enn á þá tilfinningu að gestir væru hreinlega staddir í miðri bók eftir Agöthu Christie – og fóru þá sennilega einhverjir að óttast um líf sitt. Talið er að Agatha hafi fyrst komið á eyjuna árið 1930 og var hún jafnframt notuð sem fyrirmynd í annarri vinsælli bók hennar, Evil under the Sun (1941; ísl. Sólin var vitni, 1983). Á eyj- unni stendur glæsilegt hótel, en þess má geta að ein nótt í Agöthu Christie-herberginu á hótelinu, ásamt morg- unverði og kvöldverði, kostar um 70.000 krónur og er það raunar alls ekki dýrasta herbergið á þessu afskekkta lúxushóteli. Um það bil sextíu manns mættu á hótelið í dumb- ungnum þennan septemberdag til þess að snæða hádeg- isverð í tilefni af afmælisviku Agöthu. Til þess að komast út í eyjuna sjálfa þurfti að ferðast með forláta farartæki sem kallað er „sea tractor“, en þegar ekki er flóð er hins vegar unnt að ganga út í eyjuna. Í anda skáldkonunnar Á slóðum Agöthu Christie Agatha Christie hefði orðið 120 ára þann 15. september síðast- liðinn og af því tilefni var hald- in vegleg hátíð í fæðingarbæ hennar, Torquay. Greinarhöf- undur sótti hátíðina, kynnti sér söguslóðir þessa sívinsæla rit- höfundar og ræddi við eina barnabarn Agöthu, Mathew Prichard. Ragnar Jónasson Bryti tók á móti gestum sem snæddu hádegisverð á Burgh- eyju – með sama hætti tók þjónn á móti gestum sem komu út í eyjuna í frægri skáldsögu Agöthu Christie, And Then There Were None. Afskekkta lúxushótelið á Burgh-eyju. Leyland rúta frá árinu 1947 sem ekur með ferðamenn til og frá Greenway, sveitasetri Agöthu. Greinarhöfundur og fröken Marple í afmælisveislu Agöthu, nánar tiltekið leikkonan Julia McKenzie sem fer nú með hlutverk Marple í sjónvarpsmyndum í Bretlandi. Burgh-eyja. Ferðalög

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.