SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 48

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 48
48 31. október 2010 S umir landar okkar geta verið ná- kvæmir eins og meðal annars kemur fram þegar talið berst að meðferð texta. Það fer í taug- arnar á þeim ef farið er rangt með. „Að fortíð skal hyggja þá framtíð á að byggja,“ stendur í nýlegri færslu á vefn- um. Hér hefur minnið brugðist. Í ljóða- flokknum Aldamót eftir Einar Benedikts- son stendur: „Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja.“ Í kvæðinu Móðir mín sagði Einar Benediktsson: „Ég skildi að orð er á Íslandi til/ um allt sem er hugsað á jörðu.“ Þórarinn Eldjárn hefur bent á að menn fari ekki rétt með þetta og segi „á íslensku“ en ekki (eins og rétt er) „á Íslandi“. Söngvarar hafa lent í því að treysta á þann texta sem tónskáldin settu við nót- urnar að laginu. Þess vegna er það t.d. að hin frægu upphafsorð kvæðisins Úr Ís- lendingadagsræðu eftir Stephan G. Stephansson eru ekki sungin eins og ljóðskáldið gekk frá þeim. Stephan sagði: „Þó þú langförull legðir …“ en söngv- ararnir syngja „Þótt þú langförull legð- ir …“ af því að tónskáldið Sigvaldi Kalda- lóns skrifaði það þannig. Þessi „leiðrétting“ á orðum skáldsins á senni- lega rætur að rekja til málfræðinga sem vildu segja „þótt“ eða „þó að“. En stór- skáldin hafa sennilega næmari málkennd en málfræðingar. Allir þekkja hið undurfagra lag Karls O. Runólfssonar, Í fjarlægð („Þig sem í fjar- lægð fjöllin bak við dvelur“). Í Morg- unblaðinu 4. febrúar 1997 birtist grein eftir Sigríði Schiöth um textann við þetta lag en því miður hafa söngvarar ekki far- ið rétt með hann, af sömu ástæðu og lýst var hér að ofan. Karl O. Runólfsson hefur sennilega fengið textann brenglaðan í hendur, og hann mun ekki hafa vitað hver höfundurinn var og gefið honum nafnið Cesar. En réttur höfundur var Valdimar Hólm Hallstað. Sigríður Schiöth hafði það beint eftir Valdimar að eftirfar- andi ljóðlínur úr textanum væru réttar svona: „Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm er kveðju mína ber?“ Þetta er miklu eðlilegra en það sem yf- irleitt er sungið. Mig langar að geta þess til gamans að ég vakti athygli nemenda minna á grein Sigríðar á sínum tíma. Nokkrum árum síðar hringdi til mín maður sem þá var orðinn lærður söngvari en hafði verið nemandi minn í Kenn- araháskólanum. Hann rámaði í þetta at- vik í kennslustofunni og vildi nú fá text- ann réttan. Þetta sannfærði mig um það að kennarar gætu haft áhrif til góðs! Það má skemmta sjálfum sér og öðrum með því að rifja upp sönglagatexta sem lærðust ekki rétt. Ég man eftir mörgum slíkum. Til dæmis skildi ég aldrei hvað „ræningjaross“ þýddi. Seinna áttaði ég mig á að „ræningjar oss vilja ráðast á“. Einnig ollu mér höfuðverk „Þaratamsyn- irnir“ í Landleguvalsinum, gullfallegu lagi sem Haukur Morthens söng á sjötta áratugnum. Ég fann til smæðar minnar. Seinna komst ég að því að „þar Adams- synirnir og Evudæturnar áttu sín leynd- armál“. Í sama lagi söng Haukur: „Ánægðir til hafs úr höfn/ fórum við gleymnir á meyjanna nöfn.“ Hér hefur textahöfundur áreiðanlega sagt: „héldum við gleymnir á meyjanna nöfn“ – hitt særir hið viðkvæma íslenska brageyra. Ég var að lesa bókina Gísli á Hofi vakir enn, ævisögu Gísla Pálssonar bónda á Hofi í Vatnsdal, skráða af Jóni Torfasyni. Þetta er stórmerk lýsing á lífi og starfi hugsjónamanns á löngum ferli, en eitt af afrekum Gísla á Hofi var að endurreisa skólasetrið á Hólum í Hjaltadal kringum 1980. Og eins og í framhjáhlaupi kynnist maður sóknum, vonbrigðum og sigrum íslenskra bænda á síðustu öld. Lýsingar á foreldrum Gísla, þeim Páli og Sesselju í Sauðanesi í Húnavatnsþingi, skráðar af Guðmundi Jósafatssyni frá Brandsstöðum, eru orðaðar þannig að unun er að lesa: „Páll var tæplega með- almaður á hæð, herðar vel gerðar og jafn- ar, þykkur undir hönd og jafnvaxinn, hvatlegur í hreyfingum og léttur í fasi og máli.“ Um Sesselju, konu Páls og móður Gísla og ellefu systkina hans, segir Guð- mundur frá Brandsstöðum m.a.: „Sess- elja var meðalkona á hæð, íturvaxin og björt yfirlitum. Á unga aldri voru hreyf- ingar allar mjúkar og glæsilegar. Náms- löngun hennar og skilningur voru frá- bær. Lestrarþrá hennar virtist lítt seðjandi og nær óskiljanlegt hversu konu með slíkar annir á höndum auðnaðist að svala þeirri þrá.“ „Heyrirðu ei …“ ’ Það má skemmta sjálfum sér og öðrum með því að rifja upp sönglagatexta sem lærðust ekki rétt. Haukur Morthens söng mörg falleg lög, þar á meðal Landleguvalsinn, en oft urðu textarnir að hlýða laglínunni frekar en brageyranu. Morgunblaðið/Sverrir Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Í gær kom út skáldsaga eftir sænska rithöfundinn Henning Mankell, en bækur eftir hann á íslensku eru á annan tuginn. Hann nýtur ekki bara vinsælda hér á landi, heldur hafa bækur hans selst í tugmilljónum um heim allan. Henning Mankell hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum, þrisvar til fjórum sinn- um segir hann, en síðast var það á rithöfundaþing í september fyrir sjö ár- um, en í þeirri heimsókn lét hann meðal annars falla þau orð að glæpa- sagan væri elsta bók- menntaform í heimi. Kurt Wallander í Ys- tad Mankell er og þekkt- astur fyrir glæpasögur sínar, bækurnar um lög- regluforingjann Kurt Wallander sem gerast í Ystad syðst í Svíþjóð. Fyrsta bókin um Wallander og glæparannsóknir hans kom út 1991, en alls eru bækurnar um hann orðnar níu og sú tíunda væntanleg á næsta ári. Sjö þeirra hafa komið út á íslensku, Morðingi án andlits, Hundarnir í Riga, Hvíta ljónynjan, Brosmildi maðurinn, Á villigötum, Fimmta konan og Skrefi á eft- ir. Einnig hafa komið út barnabækur eftir Mankell, sögur af Jóel: Hundurinn sem hljóp upp til stjörnu, Skuggarnir lengjast í rökkrinu, Drengurinn sem svaf með snjó í rúminu og Ferðin á heimsenda. Bækurnar eru komnar á fjórða tuginn, en Mankell hefur líka skrifað handrit fyrir sjónvarps- þætti, til að mynda standa tökur nú yfir á þáttum um tengdaföður hans, Ingmar Bergmann, og á fimmta tug leikrita. Bókin sem kemur út í vikunni, Dans- kennarinn snýr aftur, Danslärarens åter- komst, er sjálfstæð saga og kom út á sænsku fyrir áratug. Hún er í takt við margt annað sem Mankell hefur skrifað, á yfirborðinu saga um glæpi, en þegar grannt er skoðað er hann líka að velta fyrir sér pólitískum spurningum, eins og hann lýsir því: „Á und- anförnum misserum hafa hægri- og íhalds- menn sótt í sig veðrið víða í Evrópu, en þrátt fyrir það trúa margir því að öfgahægrimenn á við nasista á fjórða áratug síðustu aldar gætu ekki komist til valda að nýju. Það er rétt að vissulega yrði það ekki nákvæm- lega eins og nasistarnir, en að mínu mati gæti það orðið eitthvað jafnslæmt eða verra. Mér fannst því forvitnilegt að velta slíku fyrir mér, að skrifa um sambandið á milli ný- íhaldsmanna og íhalds- manna fyrri tíma sem varð að grunn- hugmynd sögunnar.“ Wallander er einskonar eimreið Sænskar glæpasögur eru á allra vörum nú um stundir í kjölfar velgengni Millenni- um-þríleiks Stiegs Larssons. Segja má að annar hver glæpasagnahöfundur hafi ver- ið markaðssettur svo að þar færi hinn (eða hin) nýi Stieg Larsson. Í því sambandi þótti mér skemmtilegt að sjá það nefnt í bandarísku dagblaði að Henning Mankell væri arftaki Stiegs Larssons, enda hefði ég frekar snúið því á hinn veginn. Mankell hlær þegar ég nefni þetta við hann. „Ég hef líka heyrt þetta, en maður getur ekki annað en hlegið þegar fjölmiðlar eða bloggarar taka upp á þessu,“ segir hann, en bækur hans hafa alls selst í á hálfan þriðja tug milljóna eintaka um heim allan. Við búum í hræðilegum heimi Sænski rithöfundurinn Henning Mankell er með vinsælustu rithöfundum heims og sögu- persónan Kurt Wallander er erkitýpa hins lífsleiða, þunglynda lögregluforingja. Mankell er enn að og segist munu skrifa bækur á meðan honum endist aldur. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.