SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 40
40 31. október 2010 S ú var tíð að á sunnudögum klæddu Akureyringar sig upp á og töluðu dönsku. Áhrifa gömlu herraþjóð- arinnar gætti verulega í bænum lengi og segja má að þau hafi aukist örlítið á nýjan leik; nú er nefnilega smørrebrød að hætti danskra í boði dag hvern á veitingastaðnum 1862 Nordic Bistro. Hallgrímur Friðrik Sigurðarson yfirmatreiðslumaður segir að hvorki nafn staðarins né áherslan í matargerðinni sé tilviljun. Eigend- urnir hafi viljað bjóða upp á léttan mat með norrænu ívafi, og árið 1862 hafi Akureyri öðlast kaup- staðarréttindi. „Við vildum vera öðruvísi en aðrir staðir; vildum bæta einhverju nýju við frábæra flóru veitingahúsa bæjarins,“ segir Hallgrímur í samtali við Morgunblaðið. Fátt er danskara í huga fólks þegar matur er annars vegar en smurbrauðið og Hallgrímur segir það fljótlega hafa komið upp í huga þeirra Vignis Más Þormóðs- sonar eftir að þeir settust niður og fóru að velta fyrir sér nýjum stað. „Mínar fyrstu minningar um smur- brauð eru frá því ég var barn, þegar ég fór með móður minni í bæinn á föstudögum, að kaupa inn fyrir helgina; þá settumst við oft inn á kaffiteríu KEA og hún keypti sér brauðsneið með rækjum.“ Hallgrímur fór í stuttan tíma í læri hjá Jakobi á Jómfrúnni í Reykjavík, til að búa sig sem best undir verkefnið. Hann kom ekki að tómum kofunum á þeim bæ, enda segir hann Jómfrúna besta smurbrauðs- stað landsins. Yfirkokkurinn setti sig líka í stellingar við undirbúninginn með því að lesa öll bindi Sögu Akureyrar spjaldanna á milli oftar en einu sinni. „Við vildum finna skírskotanir í söguna og réttirnir okkar eru til dæmis flestir nefndir eftir þekkt- um mönnum í bænum.“ Aldrei er að vita nema einn og einn fróðleiksmoli úr sögu bæjarins fljóti með til gestanna með góðri brauðsneið við tækifæri, segir Hallgrímur. Spurður um galdurinn á bak við gott smurbrauð segir Hallgrímur hráefnið auðvitað skipta miklu máli. „Við erum í flottustu matarkistu landsins, Eyjafirði,“ segir hann. Hráefnið sé því sérlega gott en miklu máli skipti líka að hugur fylgi máli þegar gæði eru annars vegar. „Það þarf að dúlla við sneiðarnar og við gefum okkur tíma til þess. Við útbúum hverja einustu sneið þegar hún er pöntuð, allt er handgert. Við leggjum mikinn metnað í smurbrauðið. Það þarf ekki að finna upp hjólið en við höfum þó lagað og þróað eigin uppskriftir.“ Sósur gera starfsmenn 1862 allar sjálfir frá grunni, baka eigið brauð á hverjum degi, krydd er að miklu leyti heimarækt- að sem og grænmetið. „Konan mín hefur verið ótrúlega iðin við að bera í okkur frábært hráefni úr garðinum,“ segir Hall- grímur. Uppskeruna sjóða þeir sjálfir niður, súrsa og salta að sið danskra. 1862 Nordic Bistro er opinn frá morgni til kvölds og er í senn smurbrauðsstofa, kaffihús og veitingastaður. Eigendur eru, auk Hallgríms og Vignis Más, fram- reiðslumennirnir Sveinn Sævar Frí- mannsson og Leifur Hjörleifsson. Hallgrímur útbýr nokkra danska klassíkera sem eru í boði á 1862. Þetta kallar hann Möller; á disknum er smurbrauð með rækju, roastbeaf, rauðsprettu, reyktri síld og reyktum laxi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nú er danska töluð daglega Á veitingastaðnum 1862 Nordic Bistro í Hofi á Akureyri er danska smurbrauðið hafið til vegs og virðingar. Það hafi vantað í frábæra flóru veitingahúsa í bænum segir yfirkokkurinn. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Matur R eykt matvæli eru eitt af hinum stóru einkennum norrænnar matargerðar og engin undan- tekning á Íslandi, sennilega er árstími reyksins að renna í garð. Við borð- um mest af reyktum matvælum í mesta skammdeginu. Við vinnslu á reyktum af- urðum eru margar hefðir, sérviska og tikt- úrur, sem virðast sem betur fer ennþá halda lífi. Í nútímaeldhúsum má finna alls konar styttri leiðir í reykingu, eins og heit- reykingabox og -skápa, reyk í duftformi og reyk í fljótandi formi. Ég hef enga trú á því að þessar styttri leiðir eigi eftir að leysa af alvöru taðreykingu og birkireyk- ingu, enda það sem við Íslendingar erum alin upp við og er partur af jólahaldi og öðrum hátíðisdögum. Reyktur fiskur á ennþá sinn sess á mat- arborðinu okkar, en þá helst bleikur fiskur eins og lax og silungur, reyktur makríll er kærkomin viðbót og stundum kemst mað- ur yfir reykta síld, reyktan rauðmaga og reykta grálúðu. Reykt ýsa er ekki sér- íslenskt eða norrænt fyrirbæri, en hún er vel þekkt á Bretlandseyjum og í Frakk- landi. Óhefðbundnir réttir úr reyktri ýsu eru ansi oft á matseðlum veitingastaða sem aðhyllast nýnorræna stefnu, það þykir mér mjög skemmtilegt, enda dæmi um hráefni sem er þjóðlegt og hentar vel fyrir nútíma matreiðslu. Hér á eftir fylgir ein slík sem hentar vel á hausti með blómkáli sem er núna á árstíma. Árstími reyksins Matarþankar Friðrik V.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.