SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 13
31. október 2010 13 E ngin af ungstjörnunum í Fame, frábærri mynd Alans Parkers, náði því að verða stórstjarna í hæstu hæðum en Irene Cara komst næst því. Cara fór með hlutverk dansandi söngfuglsins Coco Hernandez í myndinni en hún getur heldur betur sungið. Söngur kemur mikið við sögu í Fame og fékk titillagið sem Cara söng Óskarsverðlaun og var til- nefnt til Golden Globe- verðlauna. Fame-myndin er frá árinu 1980 en á níunda áratugn- um voru líka framleiddir sjón- varpsþættir undir sama nafni en þá fór Erica Gimpel með hlutverk Coco. Cara var boðið hlutverkið en hún hafnaði því til að geta einbeitt sér að tónlistarferli sín- um. Reis hæst í kringum Flashdance Cara hafði getið sér gott orð fyrir leik og söng á sviði og sjónvarpi áður en hún fékk hlutverkið í Fame. Stjarna hennar reis hins vegar hæst á miðjum níunda ára- tugnum. Hún fékk Óskarinn árið 1983 fyrir lagið „Flashdance … What a Feeling“ sem hún söng í hinni miklu dansmynd Flas- hdance en það lag hreppti einnig Golden Globe-verðlaun. Lagið samdi hún með Giorgio Moroder og Keith Forsey. Sagan segir að hún hafi samið þennan kraft- mikla texta í leigubíl í New York á leiðinni í upptökuverið til að taka upp lagið. Hún viðurkenndi síðar að hún hefði haft efasemdir um að vinna með Moroder til þess að ýta ekki undir samlíkinguna við annan frægan samstarfsmann tón- skáldsins, Donnu Summer. Lagið er orðið sígilt og er spilað á „eig- hties“-þemakvöldum víða um heim. Bakraddasöngkona Lou Reed Hún hefur gefið út þrjár hljóð- versplötur, Anyone Can See árið 1982, What A Feelin’ 1983 og Ca- rasmatic 1987 en sú vinsælasta af þessum þremur var að sjálfsögðu miðplatan. Síðan þá hefur hún unnið sem bakraddasöngkona fyrir meðal annars Lou Reed. Á tíunda ára- tugnum fór hún á tónleika- ferðalög um Evrópu og Asíu og náði að gera nokkur lög vinsæl á evrópskum dansvinsældalistum en lögin náðu ekki vinsældum í Bandaríkjunum. Tók þátt í veruleikaþætti Cara tók þátt í veruleikaþætti NBC árið 2005, Hit Me Baby One More Time og bar sigur úr být- um. Í honum kepptu gamlar stjörnur sín á milli og sungu gamla smelli. Cara söng „What a Feelin’“ og tók ennfremur lag Anastaciu, „I’m Outta Love“. Hún söng lögin með hljómsveit- inni sem hún starfar með núna. Sú heitir Hot Caramel og er að- eins skipuð kvenmönnum. Cara er búsett í Flórída í Bandaríkj- unum þar sem hún vinnur að tónlist með hljómsveit sinni. ingarun@mbl.is Hvað varð um … … Irene Cara Í hlutverki sínu sem Coco Hernandez í Fame. Irene Cara heillaði heiminn upp úr dansskónum á níunda áratugnum. - nýr auglýsingamiðill Nýtt og betra bílablað fylgir með Finnur.is alla fimmtudaga Blaðinu er dreift í 85.000 eintökum á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu Sendu pöntun á finnur@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í blaðinu og á mbl.is LEITAÐU EKKI LANGTYFIR SKAMMT „Austurstæti, ys og læti, fólk á hlaupum í innkaupum.“ Þannig hljómar lagatexti Halla og Ladda, sem svo sannarlega á við þessa mynd. Myndin er úr safni Morgunblaðsins og var tekin árið 1973 en þá var enn algengt að fólk bæri höfuðföt á almannafæri. Morg- unblaðshöllin blasir síðan við fyrir enda strætisins. Þótt það sé ekki sjáanlegt á myndinni má finna í þessari góðu götu, þá og í dag, „fólk sem ríkið þarf að ala“. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Ys og læti Úr myndasafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.