SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 8
8 31. október 2010 Hægt er að grípa til margvíslegra mótvægisaðgerða vegna losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, eins og kemur fram í ítarlegri skýrslu sérfræðinefndar á vegum umhverfisráðuneytisins sem út kom í fyrra. M.a. er mikilvægi skóg- og landgræðslu sem og endurheimt votlendis undirstrikað í skýrslunni, en fram kemur að hægt væri að auka bindingu koltvíoxíðs um 2.400 þúsund tonn, eða um rúmlega 50% af áætluðu út- streymi ársins 2020, með slíkum aðgerðum. Í skýrslunni er bent á mögulegar mótvægisaðgerðir í öllum atvinnu- geirum. Meðal aðgerða má nefna bindingu koltvíoxíðs frá jarðvarma- virkjunum í berg (basalt), að styrkja hjólreiðar og almenningssam- göngur, fjölga sparneytnum bifreiðum sem og þeim sem ekki ganga fyrir jarðefnaeldsneyti (s.s. rafmagnsbílum og metanbílum) að bæta fram- leiðslustýringu í áliðnaði, að auka notkun viðarkurls í stað kola og koks í járnblendiiðnaði, bæta orkunýtingu búnaðar í sjávarútvegi, að draga úr myndun úrgangs og fanga hauggas og breyta meðferð búfjáráburðar í landbúnaði svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmargar aðgerðir mögulegar Í slendingar eru mestu loftslagssóðar á Norð- urlöndum, ef marka má frétt sem vakti nokkra athygli í vikunni. Fréttin er byggð á upplýsingum í nýútkominni norrænni hag- töluárbók ársins 2010, en þar má sjá að Íslendingar eru eina Norðurlandaþjóðin sem hefur aukið losun gróðurhúsalofttegunda miðað við höfðatölu frá árinu 1990. Sú aukning er ekki lítil, rúm 14%, en á sama tíma hafa aðrir Norðurlandabúar dregið úr losun sinni, mismikið þó. Mest hafa Svíar dregið úr losun, eða um tæp 18%, Danir hafa dregið úr losun um tæp 12%, Finnar um 7% og Norðmenn um 3,5%. Þessar upplýsingar komu mörgum á óvart, enda höfum við frekar vanist því að heyra vistvænu orkunni okkar hampað og góðu umhverfisstarfi. Hvað veldur þá þessum mikla mun á okkur sem þjóð og hinum Norðurlöndunum? Í athugasemdakerfum fréttamiðlanna mátti sjá ýmsar kenningar almennings um orsakirnar, s.s. títt millilandaflug, eldgos og álver. Þegar rýnt er í opinberar tölur kemur þó ýmislegt í ljós, t.a.m. að ekki sé hægt að skella skuldinni á millilandaflugið, því útblástur gróðurhúsalofttegunda af völdum flugs og siglinga milli landa telur ekki með í opin- beru kolefnisbókhaldi. Hið sama gildir um eldgos, líkt og þau sem urðu á Fimmvörðuhálsi og í Eyja- fjallajökli í vor og því hafa þessi atriði ekki áhrif á ofangreinda útreikninga. Samgöngur, jarðvarmavirkjanir og úrgangur Hins vegar hitta menn naglann á höfuðið þegar þeir nefna álverin, því losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju hefur aukist yfir 140% frá 1990 til 2008, samkvæmt upplýsingum frá umhverfisráðuneyt- inu, en á þeim tíma var farið í stóriðjuverkefni á borð við ný álver á Grundartanga og Reyðarfirði og stækkun álversins í Straumsvík og Járnblendiverk- smiðjunnar. Hér eru á ferð heildartölur, en ekki tölur miðaðar við höfðatölu. Engu að síður gefa þær ágæta hugmynd um hvar orsakarinnar er að leita. Þar með er sagan ekki öll sögð, því þegar litið er á losun gróðurhúsalofttegunda utan stóriðju sést að hún hefur aukist um 14% frá 1990 til 2008. Ef frá- dráttur vegna bindingar kolefnis með skógrækt og landgræðslu er talin með er nettólosun hins vegar nær óbreytt frá 1990 til 2008. Helstu ástæður aukningarinnar eru samgöngur innanlands, en útblástur vegna þeirra hefur aukist um 365 þúsund tonn koltvíoxíðígilda. Sömuleiðis hefur útblástur vegna orkuframleiðslu (aðallega jarðvarmavirkjana) aukist um 105 þúsund tonn og vegna úrgangs um 41 þúsund tonn. Á sama tíma hefur útblástur vegna sjávarútvegs hins vegar dreg- ist saman um 200 þúsund tonn. Sé losunarspá Umhverfisstofnunar til næstu ára- tuga skoðuð sést að gert er ráð fyrir tvenns konar sviðsmyndum, annars vegar þar sem heildarlos- unin muni aukast frá árinu 2008 um 22% fram til ársins 2020 og um 15% fram til ársins 2050. Hin sviðsmyndin er öllu bjartsýnni og gerir ráð fyrir samdrætti í heildarlosun, um tæp 5% fram til ársins 2020 og um 17,5% til ársins 2050. Hvorug spáin gerir ráð fyrir sérstökum aðgerðum til að draga úr losun, en samkvæmt drögum að að- gerðaráætlun, sem umhverfisráðuneytið birti í fyrra, er gert ráð fyrir átta meginaðgerðum sem eiga að leiða til 19-32% minni losunar árið 2020 en spár Umhverfisstofnunar gera ráð fyrir. Minni útblástur gróðurhúsalofttegunda bætir loftið á alla vegu. Morgunblaðið/Heiddi Skussarnir á Norðurlöndum Ísland eykur útblástur í stað þess að draga úr honum Vikuspegill Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Útstreymi gróðurhúsalofttegunda 2008 Samgöngur 20% Sjávar- útvegur 12% Iðnaður og efnanotkun 47% Land- búnaður 12% Úrgangur 4% Rafmagn og hiti 5% Heimild: Hagstofa Íslands Polarolje Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Minn læknir mælir með Polarolíunni, en þinn ? Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð Nú líka í hylkjum Nýtt! A U G L Ý S I N G Pólarolía góð fyrir líkamann Í nýlegri doktorsrannsókn Lin- nAnne Bjelland Brun-borg kom í ljós að selolía sem var gefin í gegnum sondu beint niður í skeifu-görn linar liðverki og dregur úr liðbólgum og hefur að auki jákvæð áhrif á þarmabólgu. Fæða áVesturlöndum inniheldurhlutfallslega mikið magn af omega 6 fitusýrum í samanburði við omega 3fitusýrur. Þetta getur orsakað ójafnvægi í líkamanum, sem að einhverju leyti getur útskýrt af hverju margt fólk þjáist af offitu og ýmsum lífsstílstengdum sjúkdó- mum eins og hjarta- og æðasjúk- dómum, sykursýki og krabbameini. Besta leiðin til greiða úr þessu ójafn- vægi er að auka neyslu á sjávarfangi sem almennt er auðugt af langkeðju omegafitusýru og samtímisað minnka neyslu ámatvörum sem eru ríkar af omegafitusýrum. Þarmabólga og liðverkir Rannsókn Brunborgsáselkjöti bendir tilað þaðsé bæði holl og öruggfæða.Selspikið er mjög ríkt aflangkeðju omega fitusýrumsem hefur áhrif á staðbundinhormónsem meðalannarseru mikilvæg fyrir bólgu-viðbrögð líkamans.Virknisel- olíunnar á bólguviðbrögðvar prófuð í klínískri tilrauná sjúklingum með liðverkiog IBD. IBD-sjúklingarhafa oft minnkandi starfs-getu og lífsgæði vegnasjúkdómsins og möguleikará lækningueru litlir. Lyfsem dragaúr liðverkjumgeta gertþarmabólgu- naverri. Brunborgsýndi meðtil- raunum að selolía semvar gefin í gegnum sondulinar liðbólgur og liðverkiog hefur að auki jákvæðáhrif á þarmabólgu.Aðneyta nægilegs sjávarfangsmeð omega fitusýru geturhaft fyrirbyggjandi áhrifþegar um þróun sjúkdómaeins og IBD og annarrabólgusjúkdóma, hjarta- ogæðasjúkdóma er að ræða.Selolía fæst í öllum helstuapótekum og heilsubúðumog ber nafnið Polarolje. Linar verki og minnkar bólgur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.