SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Síða 12

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Síða 12
12 31. október 2010 Þriðjudagur Ragna Árnadóttir Mæli með: Nothing to envy - ordinary li- ves in North Korea eftir Barböru De- mick. Mæli ekki með: Eat Pray Love. Nema útvöldum köflum sem innihalda ekki lýsingar á hug- leiðslu viðkomandi. Miðvikudagur Eva María Jóns- dóttir Guði sé lof fyrir Ólaf Stef- ánsson........ Föstudagur Inga Lind Karls- dóttir sneri sig á ökkla á fimleika- æfingu í gær. Hún bryður nú íbúfen og viðurkennir ad finnast pínu svalt að vera með alvöru íþróttameiðsl. Stefán Pálsson tók á móti síðasta skóla- hópnum í Rafheim- um í morgun. Það voru 9. bekkingar úr Kópavogsskóla. Nú hefur verið skellt í lás, en vonandi líður ekki á löngu þar til menn ranka við sér og opna á nýjan leik - á hvaða formi sem sá rekstur kann að verða. Fésbók vikunnar flett T illögur mannréttindaráðs að reglum um samskipti skóla og trúar- og lífsskoð- unarfélaga hafa vakið mikil og hörð viðbrögð í samfélaginu. Það er eðlilegt að setja ramma um samstarf skóla við trúar- og lífsskoð- unarfélög þar sem lögð er áhersla á að slíkt samstarf sé á grundvelli fræðslu en ekki trúboðs. Þær tillögur sem hér eru til umræðu eru um margt óljósar. Þær vekja fleiri spurn- ingar en svör og eru síst til þess fallnar að draga úr óvissu varðandi umrætt samstarf. Tillögurnar virðast auk þess stang- ast á við áhersluatriði í aðalnámskrá grunnskóla og fela í sér afskipti af því hvaða kennsluaðferðum kennarar beita í starfi sínu. Jafnframt beinast þær gegn ýmsum hefðum sem hafa verið órjúfanlegur þáttur í starfi skólanna, t.d. í tengslum við jólaundirbúning. Í til- lögunum er þess sérstaklega getið að ekki sé hróflað við öðrum jólaund- irbúningi leik- og grunnskóla án þess að það sé skýrt nokkuð nánar. Í tillögunum felast einnig fullyrð- ingar sem fá ekki staðist. Því er hald- ið fram í sambandi við ferming- arfræðslu þjóðkirkjunnar að í öllum skólum raskist skólastarf í a.m.k. tvo daga á ári vegna hennar. Þetta á alls ekki við um alla skóla. Það er hins vegar réttur foreldra að sækja um leyfi fyrir börn sín hvort sem það er til þátttöku í íþróttaviðburði, nám- skeiðshaldi, utanlandsferðum, tón- listarnámi eða fermingarfræðslu. Að banna eitt þessara atriða felur í sér mismunun. Faglegt sjálfstæði skólanna ber að virða sem og uppeldisrétt foreldra. Tillögurnar í núverandi mynd eru illa ígrundaðar og ónothæfar. Þær munu ekki skapa sátt um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga. MÓTI Birgitta Thorsteinson grunnskólakennari og formaður Félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum M eð tillögu mannrétt- indaráðs Reykjavík- urborgar er verið að tryggja að skólastarf sé í þágu allra barna óháð trúar- eða lífsskoðunum. Gera þarf skýran greinarmun á trúboði annars vegar og fræðslu um trúarbrögð hins veg- ar. Mannréttindaráð er að leggja til að trúboð, sem er gildishlaðin til- raun til að fá einhvern til fylgis við sig og sjónarmið sín, eigi ekkert er- indi í skólum sem eru fyrir alla. Mikilvægt er að hafa í huga að mannréttindaráð er ekki að banna fræðslu um trúarbrögð, það er ekki verið að banna litlu jólin né þjóð- sönginn, það er ekki verið að banna fólki að segja „guð hjálpi þér“ þegar einhver hnerrar, það er ekki verið að banna þjóðfánann þó í honum megi finna kross, það er ekki verið að úthýsa náungakærleik og vináttu, það er ekki verið að ráðast á kirkju og kristni og það er ekki verið að endurtaka menningarbyltingu í anda Maós eins og sumir hafa haldið fram. Starfsmenn skólanna fengju skýr- ari ramma um hvað teldist viðeig- andi í skólastarfi þegar trúarbrögð eru annars vegar, en slíkt hefur ekki verið fyrir hendi. Með slíkum ramma myndi frekar ríkja sátt um skólastarf, en ósætti það sem trú- boðið hefur stuðlað að er engum til góðs, og allra síst skólastarfi. Sú ákvörðun að skilja að kirkju og skólastarf er sérstaklega kirkjunni til framdráttar þar sem sátt myndi ríkja um starfsemi hennar. Kirkjan ætti því að taka tillögu mannrétt- indaráðs fagnandi og efla enn frekar starf sitt með ungu fólki eftir að skóla er lokið á daginn. Þannig myndi hún styrkja stöðu sína í sam- félaginu og deilurnar sem upp koma á hverju ári yrðu úr sögunni. ’ Með slíkum ramma myndi frekar ríkja sátt um skólastarf, en ósætti það sem trú- boðið hefur stuðlað að er engum til góðs Eiga hugmyndir mannréttinda- ráðs um samskipti skóla við trúfélög að ná fram að ganga? MEÐ Jóhann Björnsson grunnskólakennari ’ Þær vekja fleiri spurningar en svör og eru síst til þess fallnar að draga úr óvissu varðandi umrætt samstarf

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.