SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 43
31. október 2010 43 Í beinu framhaldi af síðasta pistli um ofurbombuna Mae West, sem var heldur frek til karla, þá er ekki úr vegi að minnast á glæpakvendið Mata Hari, meintan kvenkyns njósnara í byrjun tuttugustu aldarinnar. Mata Hari var eins og Mae West fædd í ljónsmerkinu og uppi á sama tíma. Hún var hollensk en flutti ung til Parísar og vann þar fyrst fyrir sér sem knapi á sirkushestum en hún varð nánast fræg á einni nóttu fyrir einstaklega heillandi erótískan dans með austrænu ívafi. Hún sló áhorfendur töfrum þegar hún í framandi dans- inum fletti sig frjálslega klæðum þar til brjóstahaldið og skartgripirnir voru einir eftir til að skýla hennar hasakroppi. Hún skapaði sér nafn í dansheiminum sem opnaði henni dyr inn í heim fræga og ríka fólksins. Hún gerðist meðal annars hjákona milljónerans Emiles Etiennes Guimets. Sem sannur bóhem og lista- maður hafði Mata Hari aðgang að háttsettum mönnum, off- íserum og pólitíkusum. Og nýtti sér það óspart. Sagan segir að hún hafi átt ótal elskhuga í hinum ýmsu löndum, þeirra á meðal var þýskur prins. Í fyrri heimsstyrjöldinni átti hún að hafa náð hernaðar- leyndarmálum upp úr valdamiklum mönnum með töfra tálkvendisins eina að vopni. Makalaust hvernig ein kona getur svipt karlmenn allri vit- glóru með fegurð og erótískum dansi. Það er greinilega ekki tilviljun að í James Bond-myndunum eru njósnakvendin yfirleitt íðilfagrar meyjar með þokkafullan skrokk, það er allt sem þarf til að fá karlmann til að leysa frá skjóðunni. Árið 1917 var Mata Hari ákærð og fundin sek um njósnir fyrir Þjóðverja og hún var tekin af lífi, aðeins 41 árs. Hún á að hafa blásið kossi til aftökumannanna og sagt: „Takk herrar mínir.“ Önnur saga segir að hún hafi neitað að láta binda fyrir augun á sér og sagt á dauðastundinni: „Jú, ég er lauslætisdrós en ég er enginn landráðamaður.“ Seinna kom í ljós að hún var saklaus send í dauðann, hafði verið leiksoppur annarra njósnara. Löngum hafa konur þurft að blæða fyrir það að vera ómót- stæðilegar. Mikill er máttur tálkvendis Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Oftlega hefur hún eflaust hrist sitt kroppaskart í dansinum. ’ Hún varð nánast fræg á einni nóttu fyrir ein- staklega heillandi erótískan dans. Gatan mín G ötunöfn þurfa að vera falleg. Sjálf ólst ég upp við Fagurhólstún vestur í Grundarfirði en nú bý ég við Ljós- vallagötu í Reykjavík og með sanni má segja að heitið sé í senn fallegt og bjart. Staðsetn- ingin er líka mjög góð. Hér er ég í næsta nágrenni við miðbæinn en samt hæfilega úrleiðis. Kostirnir við þennan stað eru margir. Ég er stelpa vestan af Snæfellsnesi og verð alltaf Grundfirðingur í hjarta mínu, aldrei Reykvíkingur. Get á hinn bóginn vel sætt mig við að vera Ljósvellingur,“ segir Þórhild- ur Guðrún Ólafsdóttir fjölmiðlakona. Ljósvallagata liggur frá Hringbraut að Hólatorgi. Þetta er einstefnugata þar sem húsin, sem flest eru tveggja til þriggja hæða og byggð á árunum 1920 til 1930, eru á vinstri hönd. Til hægri er gamli kirkju- garðurinn við Suðurgötu. „Systir mín kom eignaðist þessa íbúð árið 1996 og þá kom ég auðvitað hingað oft auk þess sem við bjuggum hér saman á tímabili. Seinna fór svo að ég keypti íbúðina af henni og get varla hugsað mér að fara héðan. Ef plássið verður of lítið skal ég fyrr snúa öllu við og skipuleggja upp á nýtt en flytja héðan,“ segir Þórhildur, sem út um gluggann í vinnuherbergi sínu sér yfir opið svæði eða öllu heldur stórt port sem er bakgarður húsa við Brá- valla-, Ásvalla- og Ljósvallagötu. „Ég er mikil kattakona og er með gamla kisu hér heima. Mér finnst annars mjög gaman að sitja við gluggann minn og horfa á kettina hvar þeir læðast um, príla upp og niður veggi og staura og láta sem þeir eigi heiminn sem þó er varla stærri en þetta húsasund. Það vita kannski ekki margir um þenn- an bakgarð sem oft hefur verið kallaður „Sést- vallagata“ enda þótt sú nafngift sé ekki formleg. Þetta er falleg vin og í raunar afar myndrænt um- hverfi eins og margir hafa raunar nýtt sér. Mynd- band með Sigur Rós var á sínum tíma tekið þarna upp og eins myndskeið í nokkrum íslenskum bíó- myndum. Þá hafa myndbrot líka verið tekin upp í gamla kirkjugarðinum hér andspænis húsinu mínu. Ég hef fengið góða tengingu við sögu borg- arinnar með því að rölta um slóðir þessara hljóðu nágranna minna. Sagan er skynja má í kirkjugarð- inum er mjög áhugaverð,“ segir Þórhildur, sem finnst í því umhverfi sem hún býr í mikilvægt að halda í gamla stílinn. Innanhúss hjá sér sé æði margt í anda fyrri ára, til að mynda fornfálegar hurðir og rósettur í loftinu, og slíku sé goðgá að skipta út fyrir eitthvað nýrra. Húsmunir verði líka að vera í stíl við þetta og fyrir vikið sé æði margt í sínum ranni líkt því sem var hjá afa og ömmu. „En kannski er þetta bara eitthvað ómeðvitað hjá mér, gert í þeim tilgangi að halda í taugina við umhverfið sem ég ólst upp í. Í hjarta mínu er ég alltaf landsbyggðarstelpa og verð að halda í þá taug. Og til að fá andrúm skrepp ég oft upp til fjalla á jeppanum mínum, sem er raunar svo stór að hann kemst varla í bílastæðin hér við götuna, sem kannski segir einhverja sögu.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Fallegt, bjart og hljóðir nágrannar Reykjavík Ljó sv all ag at a 2 1 Su ðu rg at a Tja rn ar ga ta Skothúsvegur Sólvallagata Hávallagata Hringbraut Víðimelur Ga rð as træ ti Tún gat a Túngata Brávallagata Tj ör ni n 1.„Þú ert ný hér í hverfinu,“ sögðu bræðurnir Gunnar og Kristján sem reka verslunina Kjötborg á Ásvalla- götunni þegar ég kom þangað fyrst inn. Vildu vita hver ég væri og gátu síðan sagt mér allt um hverfið og fólk sem hér býr. Búðin þeirra er nokkurs konar félagsmiðstöð fólksins sem býr hér í gamla Vest- urbænum og innandyra hjá þeim er hlýlegur andi og skemmtileg stemning sem gaman er að kynnast. 2. Mér finnst gaman að rölta stundum um gamla kirkjugarðinn sem er hér beint á móti húsinu mínu. Þar er margt fróðlegt að sjá og tengi maður nöfnin við það sem maður hefur lesið rifjast upp frásagnir af fólki sem setti mikinn svip á t.d. fyrstu áratugi tuttugustu aldarinnar – þótt stærstur hluti fólksins sem þarna hvílir sé líklega fjöldanum gleymdur. Þá er garðurinn afar vel gróinn og fallegur og er satt að segja perla í miðri borginni. Uppáhaldsstaðir Grundfirðingur í hjarta mínu en get sætt mig við að vera Ljósvellingur, segir Þórhildur Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.