SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 47
31. október 2010 47 LÁRÉTT 1. Tími laus klukkan 3 að nóttu fyrir öruggan. (8) 5. Velkunnugt fljót er svipað. (6) 8. Vigta hamslausir týnda? (11) 10. Skotvopn íþróttafélags eru falin í eldavélum. (8) 12. Magi í þrælakistu. (4) 13. Var mannúð í rauninni níðingsskapur? (10) 15. Steinn Ármann missir enn númer af nytjasvæði. (9) 16. Í bræðinni verður hann skrafhreifinn. (6) 17. Sór Natan að mestu fyrir tónverkið. (7) 19. Brjálaður en einnig ekki alveg skýr út af því sem skiptir einhvern miklu máli. (2,2,3) 20. Lyfta sveig á handlegg. (9) 23. Sjá smá áfengi á bandvef sem veldur atlögunni. (10) 26. Karlmaður barði í framhaldsskóla. (6) 28. Mark fangar sérstakan afla. (10) 31. Lastar öl úr einhvers konar ættkvísl plantna. (10) 32. Fótamennt og bók valda hálfgerðri unun sem er hægt að útiloka. (11) 33. Útbrotaveiki í meltingarvegi. (7) 34. Kaka fer öfugt ofan í hross með vafasamt tákn. (9) LÓÐRÉTT 1. Ekki eins og nár eða ótrúlegur. (9) 2. Og erlent set inn hjá djöfullegum. (9) 3. Hjá Sturlu er ennþá bilun. (7) 4. Partí hjá óvinum ása er án ánægju. (9) 6. Þollurinn er á mörkum þess sem úthaldsgóður stenst. (6) 7. Sagar aftur tá með lofti. (7) 9. Grátbólginn með drykk við rúmbrík. (11) 11. Bardúsaðir við steikta. (8) 14. Gleymi ekki kvöldum hjá vafasömu fólki. (8) 18. Vá, Ari er hvítur og ógreinilegri. (8) 21. Vernda grjót fyrir lirfum. (8) 22. En dala Bandaríkin við viðnám hjá þeim sem lýkur ekki. (10) 24. Turnar sem eru of mikið bregða ljósi á gáfumenn. (7) 25. Hristi bassi ílát án Bjarna? (8) 27. Drepur meðferðaraðila. (5) 28. Skoða ílát. (5) 29. Vafi sem er gefins. (5) 30. Hæ, ömurlegt! (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 31. októ- ber rennur út fimmtudaginn 4. nóvember. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 7. nóvember. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinnings- hafi krossgátunnar 24. október er Hanna S. Anton- íusdóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina Sólstjakar eftir Viktor Arnar Ingólfsson. Mál og menning gefur út. Krossgátuverðlaun Norska sveitin vakti ekki litla athygli þegar hún hóf þátttöku í opna flokknum á Ólympíu- mótinu í Khanty Manyisk. Fyrir því lágu gildar ástæður því að sveitin hafði innan sinna vé- banda stigahæsta skákmann heims, Magnús Carlsen og hinn harðvítuga stórmeistara Jon Ludwig Hammer. Þjálfari og liðsstjóri var heldur ekki af verri endanum, danski stórmeist- arinn Peter Heine Nielsen, sem verið hefur aðalhjálparkokkur heimsmeistarans Anands hin síðari ár. En þegar upp var staðið hafnaði sveit Norðmanna í 51. sæti með 12 stig og var sú frammistaða talsvert undir væntingum. Sumir vildu skella skuldinni á Magnús Carlsen sem fékk 4 ½ v. af átta mögulegum og tapaði 15 elo-stigum. Það er hins vegar gömul saga og ný að til þess að ná árangri í flokka- keppni þurfa einstaklingarnir að ná saman sem lið. Vissulega kann það að hafa verið dálítið erfitt fyrir Magnús að tefla á þessu móti en það voru nú samt svokölluð lúxus-vandamál sem hrjáðu hann. Hann hefur verið að markaðssetja sig sem skák- mann nr. 1 í heiminum og hafði skömmu fyrir mótið hleypt af stokkunum hvorki meira né minna en heilli tískulínu og er þessa dagana andlit tískunnar frá RAW á móti bandarísku leik- konunni Liv Tyler. Magnús tap- aði þrem skákum í Khanty Manyisk og virtist alls ekki bú- inn að ná sér á strik þegar næsta verkefni hófst, fjögurra manna stórmótið í Bilbao á Spáni. Þar tapaði hann strax fyrir Anand og Kramnik en lagaði stöðuna ör- lítið undir lokin og endaði í þriðja sæti. Stríðsgæfan virðist gengin í lið með honum að nýju því að á stórmóti sem stendur yfir þessa dagana í Nanjing í Kína hefur hann tryggt sér sigur. Þar tefla sex skákmenn, þ. á m. heimsmeistarinn Anand sem verður væntanlega efstur á nóv- emberlista FIDE. Þegar aðeins er ein umferð eftir er staðan þessi: 1. Carlsen 6 ½ v. ( af 9) 2. – 3. Bacrot og Anand 5 v. 4. Gashi- mov 4v. 5. Topalov 3 ½ v. 6. Wang Yue 3 v. Margt hefur verið rætt og ritað um samstarf Magnúsar og Kasp- arovs en heldur virðist hafa dregið úr því undanfarið. Kasp- arov var allan sinn feril afar gef- andi skákmaður og dró á eftir sér herskara skákmanna sem töldu að allt það besta kæmi frá honum. Skoski leikurinn er einn ávöxtur samstarfs þeirra. Magn- ús virtist hreinlega ekkert hafa fyrir því að sigra besta Frakkann í fyrstu umferð, Etienne Bacrot: Nanjing – Pearl Spring 2010: Magnús Carlsen – Etienne Bacrot Skoskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Bc5 5. Rb3 Kasparov var vanur að leika 5. Rxc6. 5. .. Bb6 6. Rc3 Rf6 7. De2 O-O 8. Bg5 h6 9. Bh4 a5 10. a4 Rd4 11. Dd3 Rxb3 12. cxb3 He8 13. O- O-O Áætlun hvíts í byrjun tafls sem er furðu einföld hefur gengið upp. Leppunin á f6 veldur svarti miklum erfiðleikum. 13. … d6 14. Dc2 Bd7 15. Bc4 Be6 16. Hhe1 De7 17. e5 dxe5 18. Hxe5 Df8 19. Bxf6 gxf6 20. He2 Dg7 21. Bxe6 Hxe6 22. Hxe6 fxe6 23. Hd3 Kh8 24. Hg3 Dh7 25. Dd2! Hótar 25. Hh3 Kg7 27. Dd7+ o.s.frv. 25. … Bc5 26. Re4 Be7 27. Hh3 Kg7 28. Dd7 Kf7 29. Rg5+! fxg5 30. Hf3+ Kg8 31. Dxe6 Kh8 32. Hf7 Bd6 33. Hxh7+ Kxh7 34. Df7+ Kh8 35. g3! Jafnvel í gjörunnum stöðu þarf að hitta á bestu áætlunina. Framrás f- peðsins gerir út um taflið. 35. … Ha6 36. Kb1 Bb4 37. f4 gxf4 38. gxf4 - og Bacrot gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Magnús Carlsen nær sér á strik í Kína Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.