SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 16
16 31. október 2010 L ið Íslands í hópfimleikum vann glæstan sigur á Evrópumótinu sem haldið var í Malmö um síðustu helgi. Sunnudagsmogginn fékk að fylgjast með fyrstu æfingunni á æfingasvæði Gerplu í Kópavoginum eftir að heim var komið frá Sví- þjóð með gullið. Í hópfimleikum er keppt í þremur greinum, gólfæfingum, dýnustökki og trampolínstökki. Miklar æfingar liggja að baki sigrinum en liðið æfir sex sinnum í viku. Kvöldæfingar eru fjórum sinnum í viku og standa frá 19-22. Morgunæfingar eru tvisvar í viku og eru í klukkutíma. Hver kvöldæfing hefst með um 50 mínútna upphitun áður en tekið er til við æfingar á keppnisáhöldum. Á undirbúningstímabili er lögð áhersla á grunn- og styrktaræfingar. Mikilvægt er að tæknin í stökkunum sé full- komin til að ekki sé hægt að draga frá fyrir út- færslu. Stökkin eru brotin niður og æfð í mjúkri gryfju. Fyrir keppni er meiri áhersla á beinar keppnisæfingar og þá æfir liðið lend- ingar á keppnisdýnu. Á morgunæfingunum er síðan verið að efla grunninn, sem alltaf þarf að vera til staðar. Fyrir gólfæfingarnar fékk liðið hjálp frá danshöfundinum Stellu Rósenkranz Hilm- arsdóttur við að semja sigurdansinn en gólfæf- ingarnar þarf að æfa vel og mikil samhæfing nauðsynleg. Flestar í hópnum hafa keppt í áhaldafim- leikum og eru þrír Íslandsmeistarar í liðinu og enn fleiri sem hafa verið í landsliðinu. Núna stendur yfir undirbúningur fyrir ís- lensku mótaröðina sem hefst eftir áramót en Íslandsmeistaramótið verður haldið í apríl. Þar ræðst hvaða lið taka þátt í Norðurlandamótinu sem haldið verður í Noregi eftir ár. Hjá Gerplu er það engin spurning, liðið hefur sett sér það takmark að hampa Norðurlandameistaratitl- inum árið 2011. Fríða Rún stendur á Ásdísi en þær eru að æfa gólfæfingar. Það er gaman að fá gull. Ásdís og Íris Mist eru glaðar og grínast með því að bíta í peninginn. Kristjana Sæunn, Ásdís, Sigrún Dís og Rakel slaka á eftir æfingu og hvíldin er góð enda búnar að vera að í þrjá tíma. Íris Mist leggur af stað í trampólínstökk Hér er Karen Sif í loftinu en Björn Björnsson þjálfari stendur við. Aðrir þjálfara liðsins eru Ása Inga Þorsteinsdóttir, Bjarni Gíslason og Sólveig Jónsdóttir. Meistaraæfing Sunnudagsmogginn fékk að fylgjast með fyrstu æfingu nýkrýndra Evrópumeistara Gerplu í hópfim- leikum eftir að heim var komið frá Svíþjóð. Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Bak við tjöldin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.