SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 10
10 31. október 2010 E inhver innihaldsrýrasta klisja íslenskra stjórnvalda undanfarna tuttugu mánuði er klisjan um að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Merkingarleysi klisjunnar birtist okkur hvað eftir annað í því að orð og athafnir fara ekki saman, þegar kemur að því að greiða úr vanda hinna skuldsettu heimila í landinu. Við urðum þessa áþreifanlega vör, enn á ný, á miðvikudag- inn var, þegar upplýst var að ríflega 1.100 heimili fengu mat- araðstoð frá Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands í þessari viku. Fjöldi þeirra sem þurfa á mataraðstoð frá Mæðrastyrksnefnd að halda hefur tvöfaldast á síðustu mánuðum, að sögn Ragnhildar Guðmunds- dóttur, formanns Mæðra- styrksnefndar. „Fólk á erf- itt, endarnir ná ekki saman og þá er eina ráðið að fara til hjálparsamtaka. Þörfin er mikil. Gagnrýna má hvort það á að hafa þetta form eða nota eitthvað annað, ég er ekki með neina hugmyndafræði í þeim efnum. En það blasir við okkur að fólkið þarf á þessari aðstoð að halda núna, það skiptir mestu máli í okkar huga,“ sagði Ragnhildur í samtali við Morgunblaðið. Og Ásgerður Jóna Flosa- dóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar í Eskihlíð, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að biðröðin hefði náð niður á Miklubraut. „Þetta voru um 650 fjölskyldur í dag, fyrir viku voru hér 595. Það er alls ekki verið að misnota þessa aðstoð, hingað koma þeir sem sýna tilskilda pappíra, sýna að þeir séu at- vinnulausir, öryrkjar, eldri borgarar eða einstæðir foreldrar. Eftir hrun kemur hingað líka fólk sem er búið að missa allt sitt, venjulegt millistéttarfólk sem áður hefur séð um sig en stendur núna frammi fyrir því að það á ekkert að borða,“ sagði Ásgerð- ur Jóna. Það er sorglegt að vita til þess að svo stór hópur Íslendinga skuli ekki hafa önnur úrræði til þess að fæða sig og sína, en að híma í kulda og trekki í löngum biðröðum, eftir matargjöf frá góðgerðarsamtökum. Er þetta „Hið nýja Ísland“? Er það þetta sem við viljum? Erum við ekki að búa hér til nýja þjóðfélags- skipan, sem felur í sér stéttskipt þjóðfélag, þar sem óréttlætið beinlínis öskrar á okkur? Ég held að enginn geti sett sig í spor þeirra, sem þurfa að ganga með betlistaf í hendi til góðgerðarsamtaka til þess að geta fætt börn sín, sem ekki hefur þurft að gera það sjálfur. Raunin hlýtur að vera gríðarleg og átökin við eigið stolt römm. Fjölmargir þeirra sem þurfa að stíga þessi þungu skref eru at- vinnulausir, hafa misst allt sitt og við þeim blasir ekkert annað en vonleysi. Hvernig á fólk sem svona er komið fyrir að ala í raun önn fyrir börnum sínum og fjölskyldu? Það eru ekki stjórnvöld sem hafa slegið skjaldborg um heim- ilin í landinu. Það hefur enginn slegið skjaldborg um heimilin í landinu, en góðgerðarsamtök eins og Mæðrastyrksnefnd, Fjöl- skylduhjálp Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði kross Ís- lands hafa þó rétt þeim sem mest þurfa á að halda hjálparhönd. Þeirra framlag og framtak er frábært, en er engin lausn í sjálfu sér, heldur einungis tímabundin aðstoð í neyð. Hér þarf var- anlega lausn. Lausn sem ríkisstjórnin verður að finna og fá verkalýðshreyfinguna og atvinnurekendur í lið með sér. Sú lausn verður ekki fundin nema með því að skapa hér ný at- vinnutækifæri, þannig að þær þúsundir atvinnulausra, sem nú eygja enga von, geti á ný orðið virkir þátttakendur í þjóð- félagsuppbyggingunni með atvinnuþátttöku. Er það ekki lýð- um ljóst, að hér batnar ekki ástandið til langframa nema við aukum framleiðni og verðmætasköpun á ný? Klisjan um skjaldborg heimilanna Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ragnhildur Guðmundsdóttir Ásgerður Jóna Flosadóttir ’ Það hefur eng- inn slegið skjaldborg um heimilin í landinu, en góðgerðarsamtök hafa þó rétt þeim sem mest þurfa á að halda hjálparhönd. 07:00 Vakna í nær tómu herbergi, málari væntanlegur til að mála svefnherbergi og bað og íbúðin á hvolfi. Skelli í mig morgunmat og svo er það sturtan til að vakna til lífsins. Við Halli hjálpumst að við að ganga frá svo unnt sé að mála. Næ að skella kossi á dótturina Birtu Líf um leið og ég stekk út úr dyrunum, vetrarfrí hjá henni og feðginin ætla að kaupa málningu og taka á móti málaranum. 8:20 Rétt náði inn í tíma í HÍ, aðferðafræði er upplögð til að vakna á morgnana. Nýt þeirra forréttinda að stunda háskólanám með vinnu minni hjá Félagsstofnun stúdenta, fæ að sveigja og beygja vinnutím- ann til að mæta í tíma. 10:00 Upp tvær hæðir og mætt í vinnuna. Fer yfir þann tölvupóst sem hefur borist, svara fyrirspurnum frá inn- lendum og erlendum nemum sem eru í húsnæðisleit. Fyr- irspurnir frá erlendum nemum vekja oft spurningar um það hvernig húsnæði sé í boði á stúdentagörðum erlendis. Besta fyrirspurn dagsins var: „Does the room have a win- dow?“ 12:15 Sæki mér þessa fínu indversku pönnuköku sem er réttur dagsins í Hámu. Við vinnufélagarnir erum nýkomin heim úr starfsmannaferð til New York og snúast umræð- urnar um það hver gerði hvað, hvað sástu og að sjálfsögðu: „Hvað keyptir þú?“ 12:45 Tek stöðutékk á heimilinu, hringi til að kanna hvort það gangi upp að flytja aftur í hjónaherbergið á morg- un. Baðherbergið klárt og allt á réttri leið með hjónaherbergið. Þarf að sparsla mikið þar, vor- um að rífa niður vegg um helgina, fataherbergið farið og skápar að koma í staðinn. Fer yfir það hvort þeir sem fengið hafa boð um að flytja í íbúð á Stúdentagörðum hafa svarað, játað eða neitað. Geng frá leigu- samningum við þá sem þegið hafa boð en býð íbúð til næsta umsækjanda hafi boði verið neitað. Nýr íbúi er í vandræð- um með tölvutenginguna í íbúðinni, leiðbeini viðkomandi með stillingu á tölvunni og hvernig skrá eigi hana til að að- gengi fáist að neti RHÍ. Í sam- ráði við Alþjóðaskrifstofu há- skólans tökum við frá herbergi fyrir erlendan nema sem er í húsnæðisvandræðum og í vandræðum með dvalarleyfi, vonandi leysist það nú. 16:00 Rólegur tími í vinnunni, komst því yfir flest það sem fyrir lá og stekk af stað í skutlið. Dóttirin að ljúka fimleikaæfingu uppi í Gerplu og nú er komið að því að sækja og skutla í Laugardalinn. 17:15 Mættar í Skautahöll- ina, skvísan í upphitun en ég í spjallið. Fréttum af óvæntum gestum að vestan og komum því við á BK-kjúklingi á leið- inni heim, grípum með mat handa öllum enda hæg heima- tökin þar sem við eigum stað- inn. 19:30 Hreiðrum um okkur í miðri óreiðunni, njótum mat- arins og eigum gott spjall fram eftir kvöldi. 23:30 Hendum okkur á svefnsófann í gestaherberginu, fínt að vita hvað maður er að bjóða gestum upp á. Dagur í lífi Bjarkar Birkisdóttur hjá skrifstofu Stúdentagarða Björk Birkisdóttir leysir úr húsnæðisvandamálum háskólanema og fær oft athyglisverðar spurningar að utan. Morgunblaðið/Ernir Herbergi með glugga? Kona í Hvíta-Rússlandi sést hér með sekk af trönuberjum á bakinu. Trönuber eru tínd í mýri nærri þorpinu Bechi, sem er um 270 km suður af Minsk. Á hverjum degi eru tínd á milli tíu og fimtán kíló af trönuberjum á þessu svæði. Þau eru síðan seld fyrir 13.000 rúblur, sem samsvarar tæplega 500 íslenskum krón- um kílóið. Veröldin Trönuber í mýri Kíló af trönuberjum er selt á sem samsvarar 500 íslenskum krónum. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.