SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 9

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 9
31. október 2010 9 B andarísk auglýsingaherferð hvetur feður til að taka ríkari þátt í lífi barna sinna en hingað til. Herferðin kemur í kjölfar bandarískra rann- sókna sem sýna að níu af hverjum tíu að- spurðra telja að fjarvera feðra frá börnum sín- um sé verulegt vandamál. Sagt er frá herferðinni í grein í New York Times, en í raun er um að ræða framhald her- ferðar sem ráðist var í árið 2008. Í bæði skipt- in hefur bandaríska auglýsingastofan Camp- bell-Ewald gefið vinnu og hönnun auglýsinganna, sem unnar eru fyrir opinberar fjölskyldustofnanir og samtök. Að þessu sinni er athyglinni beint að feðrum sem eru af as- ískum og rómönskum uppruna eða afkom- endur bandarískra indíána. Fyrri herferð sýndi m.a. blökkumann aðstoða dóttur sína við klappstýruæfingar, auk rómanskra og hvítra feðra. Skilaboð auglýsinganna eru m.a. að „hinar smæstu stundir geta haft stærstu áhrifin í lífi barns“, og feður eru hvattir til að „taka sér tíma til að vera pabbi í dag“. Ný rannsókn staðfestir að feður í Banda- ríkjunum eigi í tilvistarkreppu. Samkvæmt henni telja níu af hverjum tíu bandarískum foreldrum það jaðra við „hættumörk“ hversu fjarverandi feður eru börnum sínum. Þá benda samtök ábyrgra feðra á að börn, sem njóti ekki samvista við feður sína, séu að meðaltali tvisvar til þrisvar sinnum líklegri til að eiga við heilsu- farsleg vandamál að etja, ganga illa í skóla, verða fórnarlömb ofbeldis eða ánetjast glæpum en jafnaldrar þeirra sem búa með báðum for- eldrum sínum. Á hinn bóginn séu börn, sem eigi kærleiksríka feður sem taki þátt í uppeldi þeirra, mun líklegri til að mennta sig, hafa heil- brigða sjálfsmynd og forðast áhættusama hegð- un. Um 24 milljónir bandarískra barna, eða einn þriðji allra þarlendra barna, búa ekki með líf- fræðilegum föður og hjá nærri 20 milljónum þeirra er móðirin einstæð. Nýja herferðin samanstendur af sjónvarps- auglýsingum, auglýsingaskiltum, vefauglýs- ingum og símaauglýsingum. Ein sjónvarps- auglýsingin sýnir föður sem tekur hljómsveitarglamur með syni sínum fram yfir að horfa á fótboltaleik í sjónvarpinu ásamt fé- lögum sínum. Önnur sýnir föður og dóttur með læknagrímur fyrir vitum sem eru að fram- kvæma skurðaðgerð, og dóttirin réttir föður sínum hvert skurðtólið á fætur öðru. Í ljós kem- ur að sjúklingurinn er bangsi þeirrar stuttu. Það er leikarinn Tom Selleck sem les inn á auglýsingarnar en hönnuðir þeirra segja mark- mið auglýsinganna að sýna fram á að feður þurfi ekki að vera hetjur til að sinna pabbahlutverk- inu – aðeins að eyða svolítlum tíma með börn- unum sínum. ben@mbl.is Engan hetjuskap – bara svolítinn tíma Feður eru í auglýsingunum hvattir til að áætla tíma í pabbahlutverkið. Auglýsingaherferð hvetur feður til að taka ríkari þátt í uppeldi barna sinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.