SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 39
feng, ljúffeng svo að hún bráðnar uppi í ykkur! Og ofan á hana set ég kremið – súkkulaðikrem – hún verður svo falleg […] (Dásamlegur dauði, Bókhlaðan, 1986). Jane Asher, sem rekur kökugerðarfyrirtæki í Bretlandi, tók sig til og bjó til uppskrift að kökunni og notaði kaflann í bók Agöthu sem innblástur – og kakan vakti sannarlega lukku. Eitraðar plöntur og leikhús í gamalli kirkju Allir vilja taka þátt í því að minnast Agöthu Christie, þar á meðal forsvarsmenn gamla klaustursins á staðnum, Torre-klausturs. Þar var boðið til garðveislu og gestum sagt frá því að klaustrið hefði í raun engin bein tengsl við Agöthu. Til þess að bæta úr því var ákveðið að gróð- ursetja í klausturgarðinum fjölmargar eitraðar plöntur sem koma fyrir í sögum Agöthu. Það er ekki ólíklegt að hrollur hafi farið um viðstadda þegar haldinn var fyr- irlestur að loknu kaffiboðinu um jurtirnar og þau hrika- legu eituráhrif sem þær geta haft. Eins og kunnugt er þá var Agatha Christie ekki bara vinsæll rithöfundur heldur líka afkastamikið leikskáld og er Músagildran til að mynda enn sýnd í London, tæpum sextíu árum eftir frumsýningu. Áhugamenn um leikrit Agöthu fengu sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð á hátíðinni í Torquay því þar voru sýnd tvö verk eftir hana. Atvinnuleikfélag, sem stjórnarformaður knatt- spyrnuliðsins Everton rekur og ferðast um England á hverju ári með verk eftir Agöthu, sýndi Witness for the Prosecution (Vitni saksóknarans; flutt í Ríkisútvarpinu 1979 og 1990 í þýðingu Ingu Laxness, leikstjóri var Klemenz Jónsson). Þá sýndi áhugaleikfélagið í Torquay lítt þekkt en skemmtilegt spennuleikrit eftir Agöthu sem kallast Spider’s Web, en leikfélagið hefur aðstöðu í gamalli kirkju í bænum og er umgjörðin því afskaplega óvenjuleg og heillandi. Það er með ólíkindum að rithöfundur sem sendi frá sér sína fyrstu bók fyrir 90 árum sé enn þann dag í dag einn þekktasti höfundur spennusagna í heimi og má það sennilega einna helst þakka hæfileika hennar til þess að blekkja lesendur og koma þeim á óvart með snilld- arlegri fléttu í bókarlok. Lesendur víða um heim virðast enn kunna að meta þessa eiginleika Agöthu. Fjölmiðlar sem og gestir komu víða að til þess að taka þátt í hátíðinni í Torquay – og dóttursonur Agöthu missti raunar af hluta hátíðarinnar þar sem hann þurfti að fljúga til Istanbúl til þess að taka þátt í dagskrá vegna Agöthu Christie, en þar í landi hafði Pera Palace- hótelið, þar sem Agatha Christie gisti á sínum tíma, ný- lega verið opnað aftur eftir endurbætur. Sjónvarpsstöð í Bretlandi sýndi Agöthu Christie-myndir frá morgni til kvölds helgina eftir afmælið og svo má geta þess að á af- mælisdeginum sjálfum tileinkaði leitarvefurinn Google forsíðu sína Agöthu Christie – og það gera þeir nú ekki fyrir hvern sem er. 31. október 2010 39 Brjóstmynd af Agöthu Christie í Torquay, afhjúpuð árið 1990. Morgunblaðið ræddi stuttlega við Mathew Prichard, dótturson Agöthu Christie, í Devon í tilefni af Agöthu Christie-hátíðinni. Agatha eignaðist eina dóttur, Rosalind Hicks, sem lést árið 2004 og er Mathew einkasonur hennar. Hann er nú stjórn- arformaður hlutafélagsins Agatha Christie Ltd. Mathew kveðst sennilega verja hálfri vikunni – jafnvel meira – í málefni Agöthu Christie. Hann rekur jafnframt góðgerðastofnun og var um árabil formaður þjóðminjasafnsins í Wales og starfaði fyrir listastofnunina í Wales. Hann segir að störf vegna Agöthu Christie hafi opnað ýmsar dyr og að hann hafi eignast marga vini. Ætli Agatha Christie hafi einhvern tímann heimsótt Ísland eða rætt um að gera það? „Ég held ekki, er svarið við því,“ segir Mathew, en kveðst þó ekki geta fullyrt það. „Það eina sem ég man eftir, þótt það telj- ist ekki með, enda er það ekki Ísland, er þegar ég ferðaðist til Vestur-Indía með henni. Á þessum árum ferðuðumst við með flugvél sem kallaðist „The Stratocruiser“ og við fórum frá London til Shannon á Írlandi, til Gander á Nýfundnalandi, til Bermúda og niður til Barbados. Ég held að þetta hafi senni- lega verið það næsta sem hún komst Íslandi,“ segir hann og hlær innilega. En hvaða þýðingu hefur Torquay í augum Mathews og hvaða þýðingu hafði bærinn fyrir ömmu hans? „Að vissu leyti var hún einna hamingjusömust á sínum yngri árum, áður en móðir hennar lést og hún var alltaf mjög ham- ingjusöm og afslöppuð þegar ég var hjá henni í Greenway við Dart-fljótið. Okkur þótti öllum frábært að vera hérna.“ Mathew þykir það leitt að Ashfield, húsið þar sem Agatha Christie fæddist, skuli hafa verið rifið. „Ímyndaðu þér ef stað- urinn þar sem hún fæddist væri líka til og hvílík andstæða hann væri við Greenway. En ég óttast að of seint sé að gráta það núna.“ Fram hefur komið að í minnisbókum Agöthu sé að finna ónotaðar hugmyndir frá drottningu sakamálasagnanna. Það væri því fróðlegt að vita hvort Mathew hafi einhvern tím- ann velt því fyrir sér að láta skrifa bækur byggðar á þeim. „Það kæmi mér á óvart ef slíkt yrði ekki að veruleika einhvern tímann, en nú erum við komin með nýjan útgefanda [tilkynnt var um það í sept- ember að HarperCollins yrði einkaútgefandi Agöthu á enskri tungu um víða veröld] sem er að einbeita sér að raunverulegu bókunum svo það er ólíklegt að þetta gerist í mjög náinni framtíð.“ Mathew kveðst þó aðspurður vera dálítið mótfall- inn slíku. Hann segist hafa unnið að málefnum sem snúa að James Bond og þar hafi verið gefnar út ótal fram- haldssögur. „Það sem fælir mig frá þessu er að þegar menn byrja á slíku þá dregur það athygli fólks frá alvöru bókunum og það þykir mér dálítið leitt.“ Mathew kveðst enn lesa bækur ömmu sinnar. „Ég les sennilega bók eftir hana í vélinni á morgun,“ segir hann, en leið hans lá þá til Istanbúl þar sem voru hátíða- höld vegna afmælis Agöthu. En eru einhverjir glæpasagnahöfundar framtíð- arinnar í fjölskyldunni? Mathew nefnir að eitt barnabarna hans, elsta dóttir sonar hans James, vinni hver einustu móðurmálsverðlaun. „Hún skrifar sögur og ég held að ímyndunaraflið sé til staðar en hún er allt of ung til þess að vita hvort hún ætli sér að skrifa bækur.“ Ver hálfri vikunni í málefni ömmu sinnar Mathew Prichard dóttursonur Agöthu Christie. Höfundur hefur þýtt fjórtán skáldsögur Agöthu Christie á ís- lensku og skrifað tvær spennusögur, Falska nótu og Snjóblindu, en sú síðarnefnda kom út hjá Veröld nú í október. tók uppáklæddur bryti á móti gestum – og hafði raunar á orði að utan dyra væri Agöthu-veður. Gamli tíminn var í hávegum hafður þennan daginn en hótelið sjálft er hannað í art deco-stíl – og til þess að fullkomna stemn- inguna reyndist ekki vera neitt farsímasamband inni á hótelinu. Allir sluppu þó lifandi af eyjunni að þessu sinni. Sumardvalarstaður Agöthu Ekki er hægt að ferðast um slóðir Agöthu nema heim- sækja Greenway-setrið, sem liggur við Dart-fljót og er skammt frá Torquay, en þar var sumardvalarstaður Agöthu um árabil. Hún keypti húsið og stóra lóð í kring árið 1938. Einkadóttir Agöthu, Rosalind, eignaðist Greenway svo árið 1959. Fjölskyldan ákvað að gefa samtökunum The National Trust eignina árið 2000 og árið 2007 gaf dóttursonur Agöthu samtökunum stóran hluta af innanstokksmunum hússins. Boðið er upp á ferðir til Greenway með ferju eða gamalli rútu frá fimmta áratugnum, sem kom gestum alla leið á staðinn og til baka þrátt fyrir að hún virtist vera að gefa upp öndina í hverri brekku. Húsið er nú opið almenningi, eftir umfangsmiklar endurbætur, og þegar gengið er þar um býst maður allt eins við því að rekast á Agöthu sjálfa í bókaherberginu með te og góða bók eða við píanóið í stofunni, svo vel hefur tekist að viðhalda anda hússins. Garðurinn er ekki síður glæsilegur, en þar komast lesendur næst því að stíga hreinlega inn í skáldsögur Agöthu, beint af blað- síðunum. Þegar gengið er inn í garðinn frá húsinu koma gestir að fallbyssugarði eftir dálítinn spöl, en þar var lista- maðurinn Amyas Crale myrtur í bók Agöthu, Five Little Pigs (1943; ísl. Minning um morð, 2009) og skammt frá má svo sjá bátahúsið þar sem líkið af Marlene Tucker fannst í annarri vinsælli glæpasögu Agöthu, Dead Man’s Folly (1956; ísl. Innsigli dauðans, 1991). Dásamlegur dauði Húsið í Torquay þar sem Agatha Christie fæddist fyrir 120 árum, þann 15. september 1890, hefur því miður verið rifið en þrátt fyrir það eru fjölmargir staðir í bæn- um sem tengjast skáldkonunni og verkum hennar og er raunar hægt að fara í skipulagðar gönguferðir um slóðir Agöthu undir leiðsögn Joan Nott, sem hefur séð um slíkar ferðir frá því á níunda áratugnum. Við ströndina má til að mynda sjá tónleikahús þar sem Agatha fór á stefnumót með Archie Christie áður en hann bað síðan um hönd hennar, en tónleikahúsið kemur raunar einnig fyrir í bók Agöthu, The ABC Murders (1936; ísl. ABC- leyndarmálið, 1958). Í bænum eru tvö sögufræg hótel, annars vegar Im- perial-hótelið sem er notað sem sögusvið í bókum Agöthu, meðal annars Peril at End House (1932; ísl. Leyndardómur Byggðarenda, 1943) og Grand Hotel þar sem Agatha og Archie eyddu brúðkaupsnóttinni. Síðar- nefnda hótelið var jafnframt vettvangur 120 ára afmæl- isveislu Agöthu þetta árið. Gestir fengu að njóta glæsi- legrar flugeldasýningar í tilefni dagsins en óhætt er að segja að mesta athygli hafi vakið þegar engin önnur en fröken Marple birtist óvænt í veislunni (öðru nafni Julia McKenzie, sem hefur farið með hlutverk Marple í sjón- varpsmyndum undanfarin ár). Að lokum var svo boðið upp á afmælistertu sem var að sjálfsögðu fengin úr bók eftir Agöthu Christie, nánar tiltekið bókinni A Murder is Announced (1950). Tertan kallast Dásamlegur dauði, en það er einmitt sama heiti og fyrrnefnd bók fékk í íslenskri þýðingu Unnar Ragn- arsdóttur. Í fimmtánda kafla bókarinnar segir m.a. í þýðingu Unnar: „Já. Hún er ljúffeng. Í hana á ég ekkert! Útilokað að baka svona tertu. Í hana þarf ég súkkulaði og mikið smjör, sykur og rúsínur. […] Hún verður ljúf- Fyrirlestur um eitraðar plöntur úr sögum Agöthu Christie í klausturgarðinum í Torre klaustri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.