SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Qupperneq 44

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Qupperneq 44
44 31. október 2010 Dúettinn Royal Trux, sem nánast skilgreindi hugtakið „drullurokk“ með frábærum plöt- um sínum í upphafi tíunda áratugarins, stendur nú í viðamikill endurútgáfu á efni sínu. Þannig gaf Drag City Cats and Dogs út fyrir stuttu (frá 1993) og er nú von á fimm plötum til viðbótar. Þeim þremur sem komu þar á undan og svo plötunni Thank You (1995). Domino er að fara að gefa út Royal Trux (The First Album) (1988), Twin Infiniti- ves (1990), Royal Trux (Skulls) (1992) og svo Cats and Dogs (1993). Plain Recordings sjá hins vegar um Thank You. Royal Trux endurútgefin Drullurokksdúettinn Royal Trux. Mogwai í góðu stuði. Skosku síðrokkararnir í Mogwai eru ekki af baki dottnir en ný plata er væntanleg frá sveitinni í febrúar á næsta ári. Ber hún sum- part kersknislegan titil, Hardcore Will Never Die, But You Will. Fróðleg sannindi þar á ferð. Platan var tekin upp í sumar og er sjö- unda verk hljómsveitarinnar. Lagatitlarnir eru líkt og plötutitillinn nokkuð skondnir og þannig heitir lokaklagið „You’re Lionel Ric- hie“. Sveitin vakti á sínum tíma mikla athygli fyrir frumburð sinn, Mogwai Young Team (1997) en þeir allra hörðustu sverja og sárt við leggja að hjarta Mogwai sé að finna í safnplötunni Ten Rapid (Collected Recor- dings 1996-1997). Nýtt efni frá Mogwai M anni fallast hálfpartinn hendur, þegar verkefnið er að skrifa um tónlist Sufjans Stevens. Hvernig á að gera slíkri yfirnáttúrlegri andans afurð skil á pappír, svo verðugt sé? Fyrir nokkrum vikum sendi Stevens fyr- irvaralaust frá sér átta laga stuttskífuna All De- lighted People. Hún kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, enda voru þá fimm ár liðin frá síðustu hljóðversplötu, Illinoise. Titillagið var ekki af þessum heimi. Með því hóf listamað- urinn sig upp á annað og æðra svið í tónlist- arsköpun sinni. Í þessu tæplega 12 mínútna epíska meistaraverki kvað við nýjan hljóm. Þennan hljóm má að líkindum að miklu leyti rekja til snillinganna í The National, sem sagan segir að hafi verið að aðstoða Stevens að und- anförnu, þótt ég hafi hvergi fundið áreið- anlegar heimildir þar um. Og núna er komin ný fullburða hljóðvers- plata, The Age of Adz. Þar heldur Stevens upp- teknum hætti, augljóslega undir handleiðslu og áhrifum The National-manna. Hljóðgervlar hafa að nokkru leyti komið í stað þeirra klass- ísku hljóðfæra sem Stevens er þekktastur fyrir og útsetningar eru mun framsæknari en áður. Engu að síður er melódían og fegurðin ennþá á sínum stað – hlustandinn þarf bara að hafa að- eins meira fyrir því að greina hana undir hljóðhrúgunni, sem e.t.v. er nokkuð óreiðuleg og óárennileg fyrir óvana. Þótt Sufjan Stevens hafi með þessari nýju sköpun tvímælalaust skotið keppinautum sín- um ref fyrir rass og hafið sig upp á nýtt plan í tónlistarsköpun er alls óvíst að metnaðurinn og ævintýramennskan borgi sig. The Age of Adz er fráhrindandi – þetta er ekki plata sem fjölskyldufeður setja á fóninn fyrir familíuna í kyrrðinni á sunnudagsmorgnum. Platan kref- ur hlustandann um þolinmæði; jafnvel meiri þolinmæði en margir þeir hafa, sem atvinnu sína hafa af því að hlusta á tónlist og dæma hana. Hætt er við því að margur gagnrýnand- inn láti sér eina – jafnvæl tæplega það – hlustun nægja áður en vanhugsaður dómur er felldur. Það er reyndar gömul saga og ný, en til frambúðar held ég að með þessari plötu hafi Sufjan Stevens skipað sér á sess með allra merkustu tónlistarmönnum sögunnar, og þá einskorða ég mig ekki við hina svokölluðu „popptónlist“, sem hann hefur gjarnan verið talinn reiða fram til þessa. The Age of Adz er enda ekkert popptónlistarverk, heldur metn- aðarfullt listaverk tónlistarmanns, á hvaða mælikvarða sem er. Yfir í nýja vídd Sufjan Stevens leiðist þessi vídd og stekkur inn í aðra með nýju plötunni, The Age of Adz. Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Sufjan Stevens hélt magnaða tónleika í Fríkirkjunni árið 2006. Vonandi sækir hann landið heim á ný áður en langt um líður. Í samtali við exclaim.ca segir Stevens frá dularfullum veik- indum, sem hrjáðu hann fyrir nokkrum mánuðum. „Ég varð mjög veikur í fyrra og þurfti að glíma við alvarleg heilsuvandamál, sem voru mjög ruglingsleg, dularfull og haml- andi. Ég gat ekki unnið að ráði í marga mánuði og þurfti að ein- beita mér að því að ná heilsu. Ég var sem sagt frá upptökum í marga mánuði vegna þessa. Þetta var veira sem réðst á taugakerfið og ég missti stjórn á því hvernig ég brást við að- stæðum og atburðum. Þetta var mjög skrítið,“ segir Stevens við tímaritið. Stevens varð fárveikur. Dularfull veikindi Tónlist Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Rage Against the Machine, sem var jafnframt fyrsta hljómsveitin sem ég sá á tónleikum. Það var 12. júní 1993 í Kaplakrika og ég á ennþá miðann. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Það er fyrsta platan sem ég eignaðist: Dynasty með Kiss. Ég hlustaði á hana öllum stundum þegar ég var þriggja ára og finnst öll lögin skemmtileg enn þann í dag. Það hlýtur að þýða að hún sé meistaraverk. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptirðu hana? Ég man eftir að hafa keypt Revol- ver með Bítlunum í plötubúð rétt hjá Stjörnubíói níu ára gamall. Sennilega hef ég þó keypt nokkr- ar Kiss-plötur í Englandi nokkru fyrr, þ.á m. Destroyer og Love Gun. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Það er Í mynd með Egó sem inniheldur „Fjöllin hafa vakað“, „Mescalin“ og gleymdu meistaraverkin „Manila“ og „Í spegli Helgu“. Grunsamlega góð plata. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Bubbi Morthens, helst þegar hann var í Ut- angarðsmönnum og Egó. Til vara vel ég John Lennon þegar hann var að taka upp „A Day in the Life“. Hvað syngur þú í sturtunni? Bubbalög, Smiths-lög og Bítlalög. Ég er nán- ast búinn að negla Bubba og Morrissey en Bítl- arnir eru ennþá mjög ómótaðir, sérstaklega glími ég við Lennon. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstu- dagskvöldum? Hljómsveitin Sykur, ekki spurning. Ég er líka sökker fyrir 90’s-hip-hopi með textum um hættuleg íbúðarhverfi. En hvað yljar þér svo á sunnudags- morgnum? Seinast þegar ég setti tónlist á fóninn svo snemma dags varð Guns and Roses fyr- ir valinu, einhverra hluta vegna: Lies, Appe- tite for Destruction og Use Your Illusion I og II. Í mínum eyrum Ari Eldjárn Morgunblaðið/Golli „Sökker fyrir 90’s-hip-hopi með textum um hættuleg íbúðarhverfi“

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.