SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 54

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 54
54 31. október 2010 Í tilefni þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi var stofnaður Kristnihá- tíðarsjóður með það að markmiði að efla fræðslu og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífsgildi hennar og framtíðarsýn. Hlutverk sjóðsins var einnig að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar. Með tilkomu sjóðsins urðu mikil þáttaskil í fornleifarannsóknum á Íslandi. Þá hófust rannsóknir á Þingvöllum, á Hólum og í Skálholti. Einnig voru minjar frá klausturtíma á Skriðuklaustri og Kirkju- bæjarklaustri rannsakaðar um leið og hulunni var svipt af áhugaverðum minjum í Reykholti, á Gásum, Kolkuósi og í Keldudal. Í Þjóðminjasafni Íslands stendur nú yfir sýningin Endurfundir þar sem greint er frá helstu niðurstöðum fornleifarannsóknanna sem gerðar voru á þessum helstu sögustöðum þjóðarinnar á árunum 2001-2005. Sýningin er unnin í samvinnu við rannsóknaraðilana. Með rannsóknunum hefur verið varpað nýju ljósi á menningu fyrstu alda Íslandsbyggðar, sögu kirkjunnar og biskupsstólanna, klausturhald, þinghald, verslun og einn- ig greftrunarsiði í heiðni og kristni. Um var að ræða marg- ar viðamestu fornleifarannsóknir á Íslandi til þessa. Úr- vinnsla þeirra og frekari rannsóknir munu á næstu árum leiða í ljós enn fleiri áhugaverðar niðurstöður, en nú þegar hefur fengist ákveðin mynd af sögu staðanna. Á Hólum í Hjaltadal var höfuðstaður Norðurlands um aldir, bisk- upsstóll og fræðasetur. Hólarannsóknin hefur leitt í ljós hve staðurinn geymir miklar upplýsingar um sögu kirkju og þjóðar. Í tengslum við fornleifarannsóknirnar við Kolkuós, sem var höfn Hólastóls til forna, hafa fundist leifar búða, og annarra mannvirkja frá 10. öld og fram á 14. öld. Rannsóknir í Keldudal í Skagafirði hafa veitt einstaka innsýn í greftrunarsiði til forna, uppruna landnámsmanna, almennt heilsufar, lífskjör og lifnaðarhætti. Elstu minj- arnar þar eru leifar skála frá 10. öld og kuml, sem varpa ljósi á heiðinn greftrunarsið fyrir kristnitöku. Á Gásum hafa verið rannsakaðar rústir verslunarstaðar frá miðöld- um, en Gásir voru helsti verslunarstaður Norðurlands á 12.-14. öld. Við fornleifarannsóknina þar voru meðal ann- ars grafnar upp leifar af niðurgröfnum búðum og rústir stórrar trékirkju frá 14. öld. Rannsóknir á Kirkjubæj- arklaustri og Skriðuklaustri hafa varpað ljósi á starfsemi og form miðaldraklaustra á Íslandi, mannlíf og menningu þess tíma. Á Kirkjubæ var starfandi nunnuklaustur á tíma- bilinu 1186-1554 og munkaklaustur var stofnað á Skriðu árið 1493. Við fornleifarannsóknir á Skriðuklaustri hefur komið í ljós að staðsetning og húsaskipan klaustursins hef- ur verið í sama anda og tíðkaðist við hliðstæðar stofnanir úti í Evrópu. Þar hafa fundist merkar minjar um klaust- urhald, þar á meðal minjar um líknar- og heilsugæslu- starfsemi í tengslum við klaustrið. Niðurstöður fornleifa- rannsóknar sem fór fram á gamla kirkjustæðinu í Reykholti benda til þess að kirkja hafi staðið þar allt frá því stuttu eftir kristnitökuna árið 1000 og fram eftir öldum. Rannsóknin skýrir lengstu þróunarsögu einnar kirkju- byggingar á Íslandi og bætir miklu við þekkingu okkar á íslenskri kirkjubyggingarsögu. Rannsóknir í Skálholti hafa varpað ljósi á margbrotna sögu staðarhúsanna í Skálholti og þar með sögu staðarins. Í tengslum við sýninguna var gefin út samnefnd bók þar sem eru birtar greinar um þá staði sem fjallað er um á sýn- ingunni auk greinar um forvörslu á þeim gripum sem fundist hafa. Á sýningunni eru merkir gripir og beinaleif- ar, sem komið hafa í ljós við fornleifarannsóknirnar. Á leið inn á sýninguna er gengið yfir máða dyrahellu úr rústum nunnuklaustursins í Kirkjubæ, þar sem jafnvel má greina fótspor nunnanna. Í rústum Kirkjubæjar fundust athygl- isverðir altarissteinar frá klausturtímanum. Þar fundust einnig áhöld til matargerðar og hannyrða, svo sem fínlegir handprjónar, snældusnúðar og snælduhalar. Í rústum klaustursins á Skriðuklaustri fundust munir sem end- urspegla daglegt líf, menningu og trúariðkun klaustursins. Má þar nefna styttu af heilagri Barböru, sem ætlað var að veita vörn gegn farsóttum. Þar hafa einnig fundist minjar um lyf- og handlækningar, svo sem skurðhnífar, nálar og lyfjaglös. Í rústum prentstofunnar á Hólum fannst fjöldi prentstafa úr blýi, sem gæti verið til marks um að þar hafi verið vagga prentlistar á Íslandi. Þar fannst meðal annars stafurinn B, sem hugsanlega hefur verið úr sátrinu, sem þrykkti fyrstu biblíuna á Íslandi árið 1584, Guðbrandsbi- blíu. Í Skálholti fundust fjölmargir merkir munir, og einn sá athyglisverðasti er fingurhringur, með mynd af handa- bandi. Hugsanlega er um nokkurs konar trúlofunarhring að ræða frá miðöldum. Merkir munir hafa fundist í Reyk- holti og má þar nefna kamb frá 12.-13. öld, og einstaka hringnælu frá sama tíma. Þar fannst einnig fagur gull- hringur frá því um 1500. Á Gásum voru grafnir fram munir sem tengjast verslun, svo sem met, silfurpeningar og brot af innfluttum vörum, leirkerum, bökunarhellum, brenni- steini og brýnum. Á sýningunni Endurfundum er gestum boðið að skyggn- ast inn um glugga fornleifafræðinnar og kynnast nýjum heimildum um íslenskan menningararf. Sýningin er ætluð allri fjölskyldunni, og standa vonir til að þegar henni lýkur um næstu áramót verði hún sett upp heima í héraði, á hin- um merku sögustöðum sem um ræðir. Eðli málsins sam- kvæmt er mörgum spurningum enn ósvarað og mikil úr- vinnsla framundan. Áhugavert verður að fylgjast með hinni nýju þekkingu sem frekari rannsóknir munu leiða í ljós. Með fornleifarannsóknunum hefur verið varpað nýju ljósi á sögu og margbreytni menningararfs þjóðarinnar. Með þeim hefur orðið gróska í fornleifarannsóknum og þjóðminjavörslu á Íslandi. Sýn okkar á sögu þjóðarinnar er skýrari fyrir bragðið. Sá árangur er mikilsverður. Endurfundir við liðinn tíma Börn skoða prentstafi í Þjóðminjasafninu, sem fundust við upp- gröft prentstofunnar á Hólum í Hjaltadal. Ljósmynd/Þjóðminjasafnið Þankar um þjóðminjar Margrét Hallgrímsdóttir margret@thjodminjasafn.is ’ Á sýningunni Endurfundum er gestum boðið að skyggnast inn um glugga fornleifafræðinnar og kynnast nýjum heimildum um íslenskan menningararf Lesbók Á síðustu bókavertíð var mikið um hrunbækur, allt frá því að vera fræðileg úttekt á hruninu (og oft varnarrit í bland) í það að nota hrunið sem bakgrunn í bækur, krydd eða skraut. Minna er um slíkt þetta árið, þótt hrunið og erfiðleikarnir sem því fylgja stingi sér niður hér og þar, til að mynda í prýðilegri frumraun Hugrúnar Hrundar Kristjánsdóttur, Stolnum rödd- um. Einnig eru víst væntanleg að minnsta kosti tvö varnarrit stjórnmálamanna. Þegar maður leitar að samhengi í þeim bókum sem þegar eru komnar út kemur fljótlega í ljós að rithöfundar sækja í sagnaarfinn fyrir þessi jól, ýmist í Eddu- kvæði eða Íslendingasögur. Dæmi um það síðarnefnda er Þórunn Erlu-Valdimars- dóttir, en bók hennar Mörg eru ljónsins eyru er byggð á Laxdælu að miklu leyti þótt Þórunn leyfi sér sitthvað í fram- vindu sögunnar. Líkt og Laxdæla er bókin frásögn af ástum og ör- lögum sem römmuð er inn af voðaverkum – örlagasaga en ekki glæpa- reyfari. Gerður Kristný sækir aftur á móti í Eddukvæði, í Skírnismál, í ljóðabók sinni Blóðhófni. Hún hefur tekið söguna af jötunmeynni Gerði Gymisdóttur og brotið af henni og meitlað allan óþarfa þannig að eftir stendur tær hugsun. Frá- bær bók. Friðrik Erlingsson sækir líka í norræna goðafræði, en með allt öðrum hætti. Bókin Þór: Leyndarmál guðanna er dæmigerð unglingabók með hasar og spennu, dálítið Disney-leg, enda skilst mér að ritun hennar tengist teiknimyndaröð sem Caoz er með í smíðum (Þór í heljargreipum kom út fyrir tveimur árum). Friðrik fer frjálslega með sagnaarfinn og gerir úr mjög spennandi bók og vel skrifaða. Saga eftirlifenda: Höður og Baldur eftir Emil Hjörvar Petersen sækir líka í gamlar sagnir eins og nafnið ber með sér. Emil Hjörvar leyfir sér líka að fara frjálslega með; segja má að hann hafi kippt goð- unum inn í nútímann í fullorðinsævintýri sem skotið er vísindaskáldskap – sjá til að mynda þar sem Höður heldur til Hvera- gerðis að sækja sér æskuepli Iðunnar. Skemmtileg tilraun. Í skemmtilegu Forngripasafni Sigrúnar Eldjárn, sem er einn þríleikurinn til, leitar höfundur líka fanga aftur í aldir, til fyrstu alda Íslandsbyggðar, en ekki er þó allt komið í ljós hvað varðar sagnaarfinn; bók- in gefur sitthvað í skyn og skilur eftir sig spurningar sem við fáum væntanlega svar við í næstu bindum. Aftur aftur í aldir Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is ’ Þegar leitað er að sam- hengi í þeim bókum sem þegar eru komnar út kemur fljótlega í ljós að rithöf- undar sækja í sagnaarfinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.