SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 29
31. október 2010 29
„Við viljum heiðarlegt samfélag, vera gjafmild, muna söguna og leggja rækt við börn og
náttúru.“ Óhætt er að taka undir þessi orð Vigdísar Finnbogadóttur, en hún á síðasta orðið
í Lesbók Sunnudagsmoggans í dag.
Á þessum umbrotatímum eru Íslendingar lánsamir að eiga forystumann, sem þekkir
söguna og tímana tvenna, og beitir sér fyrir þeim gildum, sem hafa löngum mótað íslenska
þjóðarsál, án þess að blanda sér í daglegt orðaskak stjórnmálanna.
Það er reyndar athyglisvert, að í viðtalinu gagnrýnir hún tíðarandann í samfélaginu og
þá leið sem farin hefur verið, að sundra frekar en sameina.
„En þetta niðurrifstal er dapurlegt. Það dregur úr okkur kraftinn að tala þjóðfélagið
svona niður, í stað þess að segja frá því sem vel gengur. Við höldum áfram að fiska – og svo
stóðum við okkur einstaklega vel í gosinu. En það hryggir mig að við höldum ekki fastar í
hendur hvert annars á svona erfiðum tímum – að við körpum um keisarans skegg.“
Vigdís segir erfitt að við skyldum ekki rísa yfir þær línur sem aðgreina flokkana þegar
svona mikið liggur við. „Að við skyldum ekki geta gert það strax. Við erum föst í sama
farinu.“ Og aðspurð hvort hún sé fylgjandi þjóðstjórn svarar hún: „Ég hefði viljað þjóð-
stjórn. Ég held að það hefði verið farsælla fyrir okkur, á meðan við komumst yfir erfiðasta
hjallann.“
Full ástæða er til að taka undir orð Vigdísar. Á ögurstundu er mikilvægt að þjóðin standi
saman, en til þess þarf framtíðarsýn sem fólk hefur trú á.
Það er áhyggjuefni, að í stað þess að sameina þjóðina, hefur sú leið verið farin að sundra
henni í hverju risamálinu á fætur öðru. Stöðugt er verið að grafa nýjar skotgrafir, um leið
og öðrum er kennt um.
Það vakti því óneitanlega athygli þegar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hvatti
fólk til að sýna stillingu á fjölsóttum hitafundi í Stapanum um atvinnumál á Suðurnesjum
á fimmtudag með þeim orðum að „umkenningarleikur“ skilaði engu.
Það hefur þó verið eitt af því fáa sem ríkisstjórnin hefur sameinast um, að minnsta kosti
án þess að kattasmölun þurfi til.
En kannski þjóðin standi saman þrátt fyrir allt. Ef hún væri bara spurð. Ekki bar á öðru í
þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-samninginn, þar sem þjóðin stóð sameinuð gegn
því að leggja gríðarlegar skuldabyrðar á komandi kynslóðir, sem hún ber enga ábyrgð á.
Og það kom berlega í ljós í viðbrögðunum við eldgosinu.
Ekki skortir gjafmildina, sem Vigdís nefnir, eins og sjá má af viðtalinu við Maríu M.
Magnúsdóttur í blaðinu í dag, en Maríusjóður, sem stofnaður var í Gaza-borg í Palestínu á
dögunum, er nefndur eftir henni. María upplifði hörmungarnar í London í seinna stríði og
veit hvað það er að búa í stríðshrjáðu landi.
María hefur látið fé af hendi rakna til Palestínufélagsins og þegar Sveinn Rúnar Hauks-
son spurði hvort nefna mætti sjóðinn eftir henni, svaraði hún: „Ég sagði honum að það
væru margar Maríur til; María Magdalena og María hin, eins og séra Bjarni sagði, María
mey og fleiri, en hann sagðist sérstaklega vilja nefna sjóðinn eftir mér því honum fannst
svo merkilegt að ég skyldi enn hafa áhuga á slíkum málum, svona gömul kona.“
Það er vonandi að konurnar, sem þekkja söguna og hafa lifað tímana tvenna, haldi
áfram að blanda sér í þjóðmálaumræðuna.
„Við erum föst í sama farinu“
„Ég hef aldrei séð jafn óhugnanlegan
lit á móðurmjólkinni. Hún var skær-
græn.“
Ingibjörg Gunnarsdóttir. Hún drakk eina flösku af
Powerade-drykk fyrir blakleik og gaf barni sínu
brjóst í leikhléi.
„Við vorum bara lélegir á öllum
sviðum.“
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálf-
ari í handbolta, eftir nauman sigur á Lett-
um í Höllinni.
„Feitt vanmat“
Ólafur Stefánsson eftir sigurinn á
Lettum.
„Þetta var algert
burst.“
Ásdís Guðmunds-
dóttir einn Evr-
ópumeistara Gerplu
í hópfimleikum.
„Þessum við-
burði er lokið.“
Ármann Höskuldsson
eldfjallafræðingur um
gosið í Eyjafjallajökli.
„Ég get ekki lagt næga áherslu á að
mín stærstu mistök í lífinu voru að
byrja að drekka áfengi.
Jónína Benediktsdóttir.
„Stuðlasetning hefur haldist
óbreytt frá því að Bragi Boddason var
að yrkja fyrir 1200 árum. […] Það
held ég að megi segja að sé heims-
met í menningarvarðveislu.“
Ragnar Ingi Aðalsteinsson, verðandi doktor,
um rannsókn sína á íslenskri stuðla-
setningu.
„Og alls ekki að staldra við til
að spjalla við hlaðborðið, og tína
upp í sig milli setninga. Það þurfa
jú allir að komast
að!“
Bergþór Pálsson gefur
góð ráð fyrir jólahlað-
borð í heimahúsum.
„Lífið [hefur]
gefið mér ýmislegt
fleira en ístru og
myntkörfulán.“
Séra Svavar Alfreð Jónsson.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
forystumenn þeirra vilja ganga í Evrópusam-
bandið og ófrávíkjanlegt skilyrði Evrópusam-
bandsins er, sem þeir árétta hreinskilnislega, að þá
fari fram aðlögunarviðræður en ekki samninga-
viðræður. Þetta liggur fyrir. Af hverju er það ekki
viðurkennt? Sé óhjákvæmilegt að afbaka slíkar
grunvallarforsendur alls málsins af þeirri ástæðu
einni að samþykki Alþingis var illa fengið, getur þá
nokkurn tímann farið fram „upplýst umræða“?
Er það ekki hluti af blekkingaleiknum að utan-
ríkisráðherra skipar „aðalsamningamann“ til að
stjórna leiknum fyrir Ísland. Hefur ESB skipað
sinn „aðalsamningamann“ til að fara með gagn-
hlutverkið gagnvart Íslandi? Nei. Þeirra maður
heitir „stækkunarstjórinn.“ Hann á að sjá um að
Íslendingar lúti öllum aðlögunarskilyrðum. Eng-
inn blekkingaleikur þar.
Þeir verða dregnir fram í dagsljósið
Hingað til hafa allir tilburðir forystumanna Sam-
fylkingarinnar miðast við að sveipa aðild-
arumsóknina og þá meðferð sem hún fær blekk-
ingahulu. Því skal ekki haldið fram að það geri
þessir menn að gamni sínu. Þeir hljóta að vita að
þeir verða fyrr eða síðar afhjúpaðir. En þeir telja
sig sennilega ekki komast hjá því að bera sig þann-
ig að eins lengi og kostur er vegna þess hve um-
sóknin var illa fengin. Þeir sveipa málið hulu hve-
nær sem þeir geta, jafnt í stóru sem smáu. Þeir
vilja ekki horfast í augu við þá staðreynd, frekar en
aðrar, að umræða sem fram fer við myrkvaðar að-
stæður mun aldrei verða „upplýst.“ En samfylk-
ingarmenn eru því miður ekki einir um að teyma
þjóðina út í ófæruna. Eins og Hjörleifur Guttorms-
son, fyrrverandi ráðherra, vék að í grein í Morg-
unblaðinu ber VG „óskoraða pólitíska ábyrgð“ á
málinu. Sá flokkur er að þramma með þjóðina í
taumi fram og aftur blindgötuna. Og sjálfur er
hann í taumi Samfylkingarinnar. Sumt er svo ein-
falt og klárt að það ætti ekki að þurfa að segja það.
Eitt af því er það sem Hjörleifur Guttormsson segir
um VG í lok greinar sinnar: „Flokkur sem lýst hef-
ur yfir andstöðu við ESB-aðild getur hvorki sóma
síns vegna né siðferðilega leikið áfram tveim
skjöldum eins og hann nú gerir.“
Morgunblaðið/Ómar
tri umræðu