SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 20
20 31. október 2010 úr að bjóða allar stærðir en framleiðum kannski ekki mikið strax. Við ætlum að eiga góðan grunn og sjáum svo til því ekki eigum við endalaust af efni,“ segir hann en efnið er að sjálfsögðu keypt frá Bretlandi. „Þetta er rosalega fínt efni, þétt en létt, ekki þetta hnausþykka ullar- efni,“ útskýrir hann. Línan er saumuð á saumastofu herra- fataverslunarinnar. „Það er klæðskeri sem gerir jakkana en þeir eru flóknir í framleiðslu. Það er ekkert flóknara en herrajakkar, það er mjög erfitt að gera þá,“ segir hann. Hannaði út frá efnunum „Ég hannaði í raun línuna út frá efn- unum. Við byrjuðum á því að finna þau en venjulega hefur þetta ferli verið öfugt hjá mér. Það var í raun mjög þægilegt að gera þetta svona. Ég vissi samt alveg hvað ég var með í huga áður en við leituðum að efnunum.“ En hvað finnst Guðmundi um herra- tísku í dag? Eða kannski nánar til tekið hverju íslenskir herramenn klæðast því ekki er víst að það sé endilega allt í tísku. „Þeir eru að vakna. Frá því að ég byrj- aði að vinna hérna [í Kormáki & Skildi] hefur mikið verið að gerast. Um leið og það er til verslun eins og þessi, sem getur sinnt þeim, þá eru þeir til í að klæða sig betur. Mér finnst vera mikil gróska í þessu núna og áhugi karlmanna hefur aukist mikið síðustu tvö, þrjú ár. Fyrst var þetta skrýtna búðin,“ segir hann en nú hafi það breyst. „Hér er áhersla á að bjóða upp á breitt úrval. Það kostar mikla vinnu að halda í breiddina en það er skemmtilegt,“ segir Guðmundur, sem óneitanlega verður dálítið vandræðalegur á svipinn þegar rætt er um flíspeysur, án þess að hann vilji sérstaklega tala illa um þær. „Ég er hættur að vera neikvæður því maður getur alltaf pirrað sig á einhverju. En það er vissulega vakning í gangi,“ segir Guðmundur á jákvæðu nótunum. Byrja á slaufunum og axlaböndunum „Margir sem fara að venja komur sínar hingað byrja í slaufunum og axlabönd- unum, eins og búið er að vera í tísku undanfarið,“ segir hann og bendir á að breytingar í herratísku gerist hægar en í kventískunni. Hann segir að ef karlmenn hugsuðu eins vel um fatastíl sinn og bíl- ana sína yrði útkoman eflaust betri. Vel er hægt að öfunda herrana af jakkafötum, á einn veg má segja þau heftandi en á hinn bóginn eru þau frels- andi því það er búið að skapa svo gott kerfi fyrir menn til að fara eftir; buxur, vesti, brók og skór og svo auðvitað jakki og skyrta. Guðmundur bendir á á móti að konur geti valið úr fallegum kjólum. Önnur lína undir mongólskum áhrifum Hann hefur einbeitt sér að mestu að herrafatnaði í náminu þar til í haust en hann hefur aðeins verið að prófa sig áfram með kvenfatnað. Guðmundur sýndi skemmtilega herralínu síðasta vor á sýn- ingu annars árs nema í Listaháskólanum. „Ég var ánægður með hvernig til tókst með hana. Hún var undir mongólskum áhrifum. Ég hélt í herrahefðina, þetta voru háar buxur í bland við mongólskan fata- stíl. Svo voru þetta karlmannlegir menn, stórir strákar, sem tóku þátt í sýning- unni,“ segir hann og viðurkennir að það hafi verið ákveðin yfirlýsing í því. „Tíska er ekki bara fyrir einhverja litla stráka. Mig hefur alltaf langað að vera stór og stæðilegur maður, gráhærður með skegg. Það kemur kannski einhvern daginn.“ Ástæða fyrir öllu í herrafatnaði Hvað með nýju jakkafatalínuna, er hún hugsuð aðeins til sparinota? „Alls ekki því það er alltaf gott að vera í ullarbuxum á þessu landi. Það er það góða við að vera með buxur, vesti og jakka, það er hægt að leika sér dálítið með þetta,“ segir hann og því hægt að klæða jakkafötin bæði upp, til dæmis með að nota stífpress- aða skyrtu og slaufu við, og niður, með því að klæðast mýkri skyrtu og sleppa kannski jakkanum eða blanda saman litum. Hann bendir á að það sé ástæða fyrir öllu í herrafatnaði. „Þetta er aldrei bara eitthvað, það er það sem er svo skemmti- legt. Eins og bindi er upprunalega smekkur,“ segir hann um þessa skreyti- flík karlmanna. Breskættaði karlmaðurinn sem finnst í kjallaranum í Kjörgarði er samt sem áður séríslenskur. Bretarnir eru með svo mik- ið af reglum, sem Guðmundur hefur bara gaman af að brjóta. „Það er gaman að leika sér að þessu og rugla aðeins í Bret- unum, sem eru svo íhaldssamir,“ segir hann og veit sem er, að það er auðvitað nauðsynlegt að þekkja reglurnar til þess að geta brotið þær. Samstarf þremenninganna hefur verið gott. Hér eru verslunarrekendurnir Skjöldur Sigurjónsson og Kormákur Geirharðsson og hönnuður nýju jakkafatalínunnar, Guðmundur Jörundsson, saman komnir á gleðistundu á barnum á þriðju hæð veitingastaðarins Einars Ben, þar sem myndatakan á nýju herralínunni fór fram. Morgunblaðið/Golli ’ Það er gaman að leika sér að þessu og rugla aðeins í Bretunum, sem eru svo íhaldssamir. Myndirnar eru allar teknar á sýningu annars árs nema í fatahönnun við LHÍ síðasta vor. Guðmundur var með herralínu sem var undir mongólskum áhrifum og ekta karlmenn sýndu fötin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.