SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 41
31. október 2010 41 F ljótið Mósel er rúmlega 500 kílómetra langt þar sem það hlykkjast frá Vosg- es-fjöllunum í Norður-Frakklandi til Þýskalands þar sem það sameinast loks Rín við borgina Koblenz. Þýskalandsmegin er hún um 250 kílómetra löng en þó einungis um 100 kílómetrar ef miðað er við loftleiðina sökum þess hve bugðótt hún er. Í bröttum hlíð- unum upp af tignarlegu fljótinu er að finna eitt besta hvítvínshérað veraldar. Það er ekkert ýkja langt síðan Móselvínin þýsku voru með verðmætustu vínum heims og seldust fyrir hærri upphæðir en þekktustu vín Frakklands. Það er auðvitað liðin tíð og í dag eru margir sem hafa ekki hugmynd um að á þessum slóðum sé að finna jafnstórkostleg vín og raun ber vitni. Þetta víngerðarsvæði var til skamms tíma kennt við þrjú fljót, Mosel-Saar-Ruwer, en fyrir nokkrum árum var tekin sú róttæka ákvörðun að kenna það einungis við Mósel. Þetta er mjög íhaldssamt svæði, ramm- kaþólskt og fastheldið á hefðir, og eru margir enn að jafna sig á þessari breytingu. Það eru á þriðja þúsund ár síðan menn áttuðu sig fyrst á því að á þessum slóðum væri gott að rækta vínvið. Þarna við nyrstu mörk Rómarveldis var nefnilega hægt að rækta betri hvítvín en víðast hvar annars staðar. Eflaust myndu fæstir vilja leggja sér til munns hvítvín þeirra Rómverja en þau voru yfirleitt blönduð margvíslegum kryddjurtum s.s. salvíu, rósmaríni, dilli, myntu og basil og myndu eiga fátt sameig- inlegt með þeim vínum sem ræktuð eru í Mósel í dag. Mósel er fyrst og fremst Riesling-hérað og telja margir að sú þrúga njóti sín hvergi betur en í snarbröttum hlíðum Móseldalsins sem fljótið hefur sorfið út í aldanna rás. Mósel sjálf er hluti skýringarinnar en hún hefur mjög temprandi áhrif á loftslagið en flögubergið sem einkennir flestar bestu ekrurnar er annar hluti skýringarinnar. Vín- viðurinn þarf að teygja rætur sínar langt niður í jörðina til að sækja næringu og grjót- ið sýgur í sig hita á daginn sem streymir síðan út yfir nóttina. Það eru engu að síður skörp skil á milli dags og nætur hvað hitastig varðar sem tryggir að ferskleikinn í þrúgusafanum verður mikill. Besta svæðið er kallað Mittel Mosel í kringum þorpið Bernkastel-Kues. Þar og í þorpunum í kring er að finna flestar frægustu ekrur Móseldalsins. Nefna má Bern- kasteler Doktor, Wehlener Sonnenuhr, Wurziger Urzgarten og Piesporter Gold- tröpfchen. Þetta eru mögnuð og falleg nöfn. Doktorberg vísar til læknis sem eitt sinn bjó í Bernkastel, Sonnenuhr má rekja til sólklukku sem er að finna í hlíðunum upp af þorpinu Wehlen, Urzgarten er tilvísun í kryddjurtagarð Rómverjanna og Goldt- röpfchen lýsir auðvitað hinum gullnu dropum sem þrúgur Mósel gefa af sér. Móselvínin hafa töluverða sérstöðu. Þau eru mjög létt, oft ekki nema um 8% í áfengismagni talið, og nokkuð sæt, þar sem allur þrúgusykurinn hefur ekki verið látinn gerjast. Styrkur þeirra liggur hins vegar í ferskleika þeirra og mikilli bragðdýpt og -breidd. Góð Móselvín geta lifað áratugum saman þar sem sýran í þeim heldur þeim fersk- um og lifandi. Frægust eru sætvínin, Trockenbeerenauslese og Eiswein. Næst: Á slóðum Pattons Riesling án kryddjurta Vín 101 þrítugasti og fyrsti hluti Steingrímur Sigurgeirsson Góð Móselvín geta lifað í áratugi. „Það verður enn skemmtilegra að borða góða smurbrauðssmárétti ef maður er búinn að laga eigið „remúlaði“ með rauðsprettunni eða sólseljudressingu með laxinum, að ekki sé minnst á sparnaðinn,“ segir Hallgrímur á 1862, og hvetur fólk til að útbúa sjálft með- lætið og sósurnar með smurbrauðinu. Hann segir tilvalið að geyma alla brauð- enda, þurrka þá og gera sinn eigin brauðrasp fyrir rauðsprettuna í matvinnsluvélinni. Hér eru nokkrar uppskriftir úr smiðju Hall- gríms að nauðsynlegum fylgifiskum smur- brauðsins. Hann hefur orðið. Kryddmajónes „2 eggjarauður. Ekki henda hvítunum, við not- um þær að sjálfsögðu í annað! Hnífsoddur gott sjávarsalt. Hnífsoddur nýmalaður pipar. Sítrónusafi; væn sletta, sem er aðeins meira en örlítið! Einnig á gott hvítvínsedik vel við hér í staðinn fyrir sítrónusafann. 1 tsk. Dijon-sinnep. 3 dl góð grænmetisolía.“ Aðferð „Þeytið allt nema olíuna saman í hrærivél. Áður en olíunni er bætt rólega út í þarf að passa að eggjablandan og olían séu við sama hitastig, annars er aukin hætta á að þetta skilji sig. Blandan þykknar eftir því sem meiri olíu er bætt í og þannig má ráða þykktinni örlítið. Einnig er hægt að gera þetta í stórri skál, en þá verða menn að vera í fínni æfingu með pískinn eða jafnvel hafa aðstoðarmann til að hella olíunni rólega út í, eða til að skipta út af þegar menn þreytast! Smakkið til með salti og pipar. Hér er tilvalið að lauma svolitlu garða- blóðbergi eða jafnvel graslauk út í, sem er þurrkað inni í búri eftir sumarið. Ef blandan verður of þykk er sjálfsagt að bæta við örlitlu af sýrðum rjóma eða jafnvel súrmjólk. Oft er majónes grunnur að öðrum sósum og því gott að laga svolítið magn og eiga í krukku í kælinum þar sem það geymist þó- nokkuð.“ Tartarsósa 1862 (Remúlaði) „3 dl af nýlagaða kryddmajónesinu sem nefnt var að framan. 2 msk. kapers, saxað létt. 2 msk. súrar gúrkur, saxaðar. 1 msk. saxað fáfnisgras (estragon). 1 msk. söxuð steinselja. 1 tsk. grófkorna sinnep. 1 tsk. Worcestersósa. 1 saxaður skalottlaukur Hnífsoddur pipar. Hnífsoddur sjávarsalt.“ Aðferð „Öllu blandað vel saman, smakkað til og kælt. - Tartarsósan er tilvalin með steiktri rauð- sprettu í raspi þar sem „sprettunni“ er fyrst velt upp úr hveiti, síðan eggjahvítunni sem við geymdum við gerð majónessins og síðast en ekki síst brauðraspinum sem við gerðum úr brauðendunum. Hér var rauðsprettan nefnd en einnig eru nánast lög að bera sósuna fram með roast beef ásamt súrum gúrkum og steiktum lauk.“ Sólselju – eða hundasúrudressing „Tilvalin með gröfnum eða reyktum fiski 1 dl af kryddmajónesinu. 2 dl sýrður rjómi (18%). Handfylli fersk sólselja (dill), eða hunda- súra. Handfylli steinselja. Börkur af einni sítrónu og safinn. Börkur af einni appelsínu og safi af hálfri. Sletta af akasíuhunangi. Allt í matvinnsluvélina, smakkað til með salti og pipar, á krukkur og svo í kælinn fyrir næsta smurbrauðsboð.“ Skemmtilegt að búa til eigin sósur Reykt ýsa með blómkáli 2-3 reykt ýsuflök, beinlaus með roði 1 stórt blómkálshöfuð 3 dl rjómi 1 dl mjólk vatn 1 til 2 dl 50-100 g smjör salt og pipar ¼ dl góð jómfrúarólífuolía Hreinsið blómkálið og skerið í jafna bita sem síðan eru soðnir í 2 dl vatni til að byrja með. Þegar vatnið hefur gufað upp að hluta er 2 dl af rjóma og 1 dl af mjólk bætt saman við og soðið áfram þar til blómkálið er mauksoðið. Sigtið vökvann frá í gegn- um fínt sigti og maukið blómkálið í mat- vinnsluvél en það verður að gerast á með- an blómkálið er heitt. Sjóðið vökvann sem eftir er upp aftur og bætið afganginum af rjómanum út í ásamt 1-2 msk af ólífuolíu. Sigtið aftur og setjið í sprautuflösku. Lokið vel og þeytið með einu gashylki áður en flaskan er hrist mjög vel og látin standa á meðan maukið er smakkað til með salti og pipar og hugs- anlega örlitlu smjöri. Setjið fiskinn út í sjóðandi vatn, takið af hita og látið standa í 12 mínútur áður en þið berið hann fram. Leggið fiskinn ofan á blómkálsmaukið – munið að láta roðið snúa upp – sprautið froðunni í hring um fiskinn og látið afganginn af olíunni drjúpa ofan í froðuna. Til að kóróna verkið skreytum við fisk- inn með villimyntu eða kerfli. Höfum hugfast að fallega fram borinn matur gleður ekki aðeins augað heldur glæðir einnig matarlystina. Það vakti alls ekki fyrir Ernst Loosen að verða vínbóndi. Loosen- fjölskyldan hafði hins vegar rekið vínhús sitt í Bernkastel um aldarað- ir og það hreinlega dæmdist á hann að taka við fyrirtækinu á níunda áratugnum þrátt fyrir að hann hefði ætlað að skipuleggja líf sitt með öðrum hætti. Hann gerði róttækar breytingar á framleiðslu fjöl- skyldufyrirtækisins og er í dag einn öflugasti sendiherra Mósel- dalsins og Rieslingþrúgunnar í heiminum og hefur verið kosinn maður ársins af þekktum tímaritum á borð við Gault Millau og Decanter. Hægt er að njóta nokkurra vína Loosens hér á landi, meðal annars hins frábæra Bernkasteler Lay (2.295 krónur) og Villa Loosen (1.595 krónur). Hvers vegna í ósköpunum eru ekki góð þýsk vín vinsælli í heiminum en raun ber vitni spyr maður sig þegar maður smakkar hin frábæru vín Ernsts Loosens. En Íslendingar eiga líka sinn fulltrúa á þessum slóðum. Blind- flug (1.777 krónur) heitir vínið en nafnið mun hafa verið valið vegna þess að þetta er eitt af fáum orðum sem eru eins á ís- lensku og þýsku. Það eru hjónin Kári Guðbjörnsson og Anna Maria Langer sem framleiða Blindflug en þau hafa búið í Mósel síð- astliðinn áratug. Kári er flugstjóri hjá Cargolux og bauðst að leigja ekru sem gefur af sér um þúsund lítra á ári. Blindflug er Riesling Kabinett, ágætlega létt og snoturt vín. Vín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.