SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 18
18 31. október 2010 G uðmundur Jörundsson hefur hannað herrafatalínu fyrir Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar, sem kemur í búðina í nóvember. Guðmundur er jafnframt starfsmaður verslunarinnar og fatahönn- unarnemi við Listaháskóla Íslands og út- skrifast þaðan komandi vor. Hann byrj- aði að vinna í Kormáki & Skildi áður en hann hóf námið. „Ég byrjaði hér [í versl- uninni í Kjörgarði] þegar búðin var að- eins búin að vera opin í um tvo mánuði. Þá var ég búinn að ákveða að læra þetta en vinnan ýtti enn frekar undir áhug- ann,“ segir Guðmundur en viðtalið fór einmitt fram í umræddri herrafataversl- un á föstudegi og mikið um að vera. Líflegur föstudagur Búðin hreinlega iðaði af lífi enda var ekki um neinn venjulegan föstudag að ræða, heldur Airwaves-föstudag og hljóðfæri búin að koma sér fyrir bakatil í versl- uninni á milli fatanna. Mátti sjá tónlist- armenn fata sig upp og aðra undirbúa sig fyrir tónleika í búðinni, sem hafði breyst í skemmtiklúbb, síðdegis. Guðmundur segir vinnuna hafa verið góðan skóla. „Það var gamall lager af breskum, klæðskerasaumuðum fötum hérna þegar ég byrjaði og ég gat skoðað hann vel.“ Grunnurinn í búðinni var þá kominn úr bresku versluninni Bertie Wooster en gamall lager fylgdi með í kaupunum. Núna er búðin hins vegar byggð upp á nýjum, en ekki notuðum fatnaði. Nauðsynlegt að þekkja hefðina Hann segist líka hafa lært heilmikið af Þorláki, þáverandi verslunarstjóra og sagnfræðingi, sem lánaði honum þætti og bækur um herratísku. Hann segir mjög góðan grunn að þekkja hefðina og söguna og vita hvaðan þessi form koma og frá hvaða tímabilum. Hann hefur unnið lengi með Kormáki og Skildi og hefur samstarfið verið gott. „Við vorum lengi búnir að tala um það að gera línu og núna er bara komið að því. Kormákur og Skjöldur eru til í allt sem er spennandi og gera allt fyrir mann og ég allt fyrir þá,“ segir Guðmundur, sem er greinilega mikilvægur starfsmaður versl- unarinnar en á meðan á viðtalinu stóð leituðu margir til hans með spurningar og álitamál til að skera úr um enda að mörgu að huga í stórri búð. Þörf fyrir nútímaleg jakkaföt úr tvíd „Við töluðum um þetta fyrst eftir að við stækkuðum búðina mikið fyrir tveimur árum en fórum að ræða þetta af alvöru fyrir um ári. Ég er búinn að vinna hérna svo lengi, þannig að ég veit hvað okkur vantar í búðina og hvað selst,“ segir Guð- mundur, sem komst að þeirri niðurstöðu að það væri virkileg þörf fyrir falleg jakkaföt með vesti úr tvídefni. „Sniðin eru oft svo kallaleg og það er mjög erfitt að finna falleg vesti.“ Línan samanstendur af jakka, tveimur gerðum af vestum og buxum. Jakkinn kemur í fjórum litum og vestið og bux- urnar í fjórum mismunandi litum svo samsetningarmöguleikarnir eru all- margir. Línan verður framleidd í stærð- um 46-58 og ætti því að henta breiðum hópi karlmanna. Svo er aldrei að vita nema einhverjar konur prófi fötin en samstæðar buxur, vesti og jakki komu fyrir í vetrarlínum margra kvenfata- Buxurnar er líka hægt að nota sem hnébuxur og þá við háa sokka. Heimsókn til herra- manns Breski herramaðurinn er end- urfæddur á norðurslóðum í ís- lenskri mynd í nýrri jakkafa- talínu Guðmundar Jörundssonar fyrir Herrafata- verzlun Kormáks & Skjaldar. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Fyrirsætan heitir Georg Kári Hilmarsson, þekktur úr hljómsveitinni Sprengjuhöllinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.