SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 36
36 31. október 2010 Í fræðslumiðstöð Enza verður skapandi starfsemi í boði, til að mynda perluskreytingar. ’ Ég vil ekki reyna að breyta samfélaginu sem konurnar búa í heldur einbeita mér að því að beina þeim á braut sjálfsbjargar og sjálf- stæðis. Fá þær til að spyrja sig hvernig þær geti breytt eigin lífi við þær aðstæður sem þær búa við Helgina 11. til 12. september mættu 119 sjálfboðaliðar á öllum aldri og unnu á vöktum frá morgni til kvölds við fræðslumiðstöð Enza, meðal annars við að setja upp innréttingar, mála, smíða, hreinsa og leggja rafmagn. Þá var gróðursettur matjurtargarður með trjám, en ætlunin er að kenna garðyrkju og ræktun matjurta í fræðslumiðstöðinni. Næsta sumar mun bandarískur háskóli, Williams College í Massachusetts, veita styrk fyrir ferðum og uppi- haldi nokkurra nemenda, sem koma sem sjálfboðaliðar og starfa fyrir Enza næsta sumar. Ekki er hægt að greina frá nöfnum þeirra sem Enza hefur skotið skjólshúsi yfir, en Ruth getur lýst aðstæðum nokk- urra af þeim konum sem þangað hafa leitað. Ung kona, sem er 21 árs, var sjö ára þegar móðir hennar og bróðir voru myrt. Hún ólst upp hjá föður sínum, sem var eiturlyfjasali, þau höfðu hvergi fasta búsetu og lifðu eins og flækingar. Formlegri skólagöngu hennar lauk við níu ára aldur en 16 ára varð hún ófrísk eftir kærasta sinn og þau eignuðust heilbrigðan dreng. Þegar drengurinn var tveggja ára, urðu þau þrjú fyrir árás þar sem drengurinn hennar og barnsfaðir voru bæði myrt, en hún slapp, alvarlega slösuð. Hún fór að neyta eiturlyfja og fékk vinnu sem súludansmær á nektarstað, til að sjá sér farborða. Eitt kvöld eftir vinnu var hún elt af hópi viðskiptavina staðarins, sem nauðguðu henni allir. Í kjölfarið varð hún þunguð og leitaði aðstoðar á sjúkrahúsi þar sem henni var vísað á félagsráðgjafa sem starfar með Enza. Hún gat ekki hugsað sér fóstureyðingu og valdi að gefa ófætt barnið til ættleiðingar. Hún þráir að mennta sig og komast út úr aðstæðum sínum. Hún mun fara í ABET-þjálfun þegar fræðslumiðstöðin verður opnuð, en það stendur fyrir grunnmenntun og þjálfun fullorðinna. Stúlka sem er 14 ára er ófrísk eftir nauðgun. Fjölskylda hennar er mjög fátæk og foreldrarnir báðir atvinnulausir, hún á sex yngri systkini. Móðir hennar er sú eina í fjölskyld- unni sem veit af þunguninni og hún skammast sín mikið fyrir að dóttir sín sé ófrísk utan hjónabands og ásakar hana fyrir það. Ekki kemur til greina að bæta við barni á heimilið þar sem þau eiga vart til hnífs og skeiðar. Hún hefur ákveð- ið að gefa barnið til ættleiðingar, og dvelur nú á heimili fyrir þungaðar stúlkur sem ákveðið hafa að gefa frá sér barn sitt. Hún hefur nú lært undirstöðuatriðin í tölvuvinnslu, þrá- ir að komast í skóla og mun Enza aðstoða hana við að láta þann draum rætast. Stúlka sem er 16 ára er ófrísk eftir sinn eigin föður. Hann hefur misnotað hana frá átta ára aldri. Stjúpmóðir hennar er henni afar reið og segir að hún hafi tælt manninn sinn. Hún hefur þegar gefið barnið til ættleiðingar og hefur verið í kennslu hjá Enza. Hún er 20 ára, móðir tveggja barna, fimm og þriggja ára, og formlegri skólagöngu hennar lauk þegar hún var 11 ára. Hún á ekki foreldra á lífi og hefur ekkert stuðningsnet. Mamma hennar, sem var með alnæmi, dó á meðan hún var á sjúkrahúsi að eiga fyrra barnið þar sem enginn var til staðar til að gefa henni lyfin á meðan, en það hafði verið hennar hlutverk. Hún er dugleg og ákvað að halda báðum börnum sínum, hún stundar illa launaða vinnu og bæði börnin eru í NorSA-skólanum. Hún býr við afar kröpp kjör í kofa án vatns og rafmagns. Hún er ákaflega vel gefin ung kona og þráir að rífa sig upp úr fátæktinni. Hún stundar nám í fræðslumiðstöð Enza. Kona sem er 29 ára, gift tveggja barna móðir. Eig- inmaður hennar stundar illa launaða stopula vinnu og þau búa við afar þröngan kost, í bárujárnskofa án rafmagns og rennandi vatns. Hún er mjög spennt fyrir fræðslumiðstöð Enza, sem er í hverfinu, og er ákveðin í að koma og læra eitthvað nytsamlegt svo hún geti öðlast fjárhagslegt sjálf- stæði. Kona sem er 35 ára einstæð móðir þriggja barna og býr í hverfinu. Hún er atvinnulaus og börnin hennar ganga í skól- ann sem NorSa rekur. Hún ætlar að læra að sauma í fræðslumiðstöð Enza. Nánari upplýsingar um starf Enza má nálgast á vefsíð- unum enza.is og enza.za.org. Konur sem sækja sér styrk sínu, þannig að þær geti orðið sáttir og nýtir þjóðfélagsþegnar án þess að flosna upp úr eigin samfélagi. Ég vil ekki reyna að breyta samfélaginu sem konurnar búa í, heldur einbeita mér að því að beina þeim á braut sjálfsbjargar og sjálf- stæðis. Fá þær til að spyrja sig hvernig þær geti breytt eigin lífi við þær að- stæður sem þær búa við,“ segir Ruth. Ruth segir að sér verði oft hugsað til orðtaksins að hjörtun slái eins í Súdan og Súðavík. Það eigi svo vel við í Enza- starfinu vegna þess að í grunninn séu allar manneskjur eins, þó að aðstæður þeirra séu ólíkar. „Suðurafrískt þjóð- félag er margbrotið og má segja að í landinu búi margar ólíkar þjóðir. Til að mynda eru hér ellefu opinber tungumál. Eins og allir þekkja á þetta fallega land sér sorglega sögu um aðskilnaðarstefnu kynþátta en nú eru tuttugu ár síðan sú stefna leið undir lok og ekki sanngjarnt að kenna henni um allt sem miður fer í samfélaginu í dag. Samt sem áður er það staðreynd að hún ól af sér menningu sem ýtti undir ýmis samfélagsmein, sem bitna ekki síst á lægst settu konunum í samfélaginu. Þessar konur sitja margar eftir og hafa ekki náð að byggja brú yfir í þau tækifæri sem þeim kunna að bjóð- ast. Ástæður þessa eru meðal annars djúpstæð samfélagsleg kvennakúgun og fátækt, sem standa eins og ljón í vegi þeirra til að ná að þroska sig og mennta,“ segir Ruth. Einu hjálparsamtök sinnar tegundar Enza eru einu samtökin sem vitað er um í heiminum sem markvisst hjálpa kon- um sem neyðst hafa til að gefa frá sér barn til ættleiðingar, sem er sér í sjálfu sér sérstakt. Einkum þegar haft er í huga hversu margir vilja ættleiða börn. Einhverra hluta vegna velta fæstir fyrir sér afdrifum móðurinnar og virðist hún oft alveg gleymast. Ruth segist vera óendanlega þakklát öllu því frábæra fólki sem hefur lagt sig fram við upp- byggingu Enza, bæði á Íslandi og í Suð- ur-Afríku. „Án þess hefðu þessi samtök ekki orðið að veruleika og vegna alls þessa góða fólks getur Enza haldið áfram að breyta lífi fátækra kvenna í Suður- Afríku og skapa þeim tækifæri til sjálfs- bjargar svo þær geti orðið fyrirmynd annarra kvenna í samfélagi sínu. Ég ber mikla virðingu fyrir suðurafrísku sam- félagi, fegurð þess, margbreytileika og ólíkum hefðum. Ég er afar þakklát fyrir að lífið hefur gefið mér tækifæri til að láta gott af mér leiða einmitt hér á þess- um stað. Það tækifæri vil ég nýta eins vel og mér er framast unnt,“ segir Ruth að lokum. Ruth Gylfadóttir og eiginmaður hennar Kolbeinn Kristinsson una sér vel í Suður-Afríku með synina Martein (t.v.) og Kristin Albert og hundinn Krúsa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.