SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Page 9

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Page 9
31. október 2010 9 B andarísk auglýsingaherferð hvetur feður til að taka ríkari þátt í lífi barna sinna en hingað til. Herferðin kemur í kjölfar bandarískra rann- sókna sem sýna að níu af hverjum tíu að- spurðra telja að fjarvera feðra frá börnum sín- um sé verulegt vandamál. Sagt er frá herferðinni í grein í New York Times, en í raun er um að ræða framhald her- ferðar sem ráðist var í árið 2008. Í bæði skipt- in hefur bandaríska auglýsingastofan Camp- bell-Ewald gefið vinnu og hönnun auglýsinganna, sem unnar eru fyrir opinberar fjölskyldustofnanir og samtök. Að þessu sinni er athyglinni beint að feðrum sem eru af as- ískum og rómönskum uppruna eða afkom- endur bandarískra indíána. Fyrri herferð sýndi m.a. blökkumann aðstoða dóttur sína við klappstýruæfingar, auk rómanskra og hvítra feðra. Skilaboð auglýsinganna eru m.a. að „hinar smæstu stundir geta haft stærstu áhrifin í lífi barns“, og feður eru hvattir til að „taka sér tíma til að vera pabbi í dag“. Ný rannsókn staðfestir að feður í Banda- ríkjunum eigi í tilvistarkreppu. Samkvæmt henni telja níu af hverjum tíu bandarískum foreldrum það jaðra við „hættumörk“ hversu fjarverandi feður eru börnum sínum. Þá benda samtök ábyrgra feðra á að börn, sem njóti ekki samvista við feður sína, séu að meðaltali tvisvar til þrisvar sinnum líklegri til að eiga við heilsu- farsleg vandamál að etja, ganga illa í skóla, verða fórnarlömb ofbeldis eða ánetjast glæpum en jafnaldrar þeirra sem búa með báðum for- eldrum sínum. Á hinn bóginn séu börn, sem eigi kærleiksríka feður sem taki þátt í uppeldi þeirra, mun líklegri til að mennta sig, hafa heil- brigða sjálfsmynd og forðast áhættusama hegð- un. Um 24 milljónir bandarískra barna, eða einn þriðji allra þarlendra barna, búa ekki með líf- fræðilegum föður og hjá nærri 20 milljónum þeirra er móðirin einstæð. Nýja herferðin samanstendur af sjónvarps- auglýsingum, auglýsingaskiltum, vefauglýs- ingum og símaauglýsingum. Ein sjónvarps- auglýsingin sýnir föður sem tekur hljómsveitarglamur með syni sínum fram yfir að horfa á fótboltaleik í sjónvarpinu ásamt fé- lögum sínum. Önnur sýnir föður og dóttur með læknagrímur fyrir vitum sem eru að fram- kvæma skurðaðgerð, og dóttirin réttir föður sínum hvert skurðtólið á fætur öðru. Í ljós kem- ur að sjúklingurinn er bangsi þeirrar stuttu. Það er leikarinn Tom Selleck sem les inn á auglýsingarnar en hönnuðir þeirra segja mark- mið auglýsinganna að sýna fram á að feður þurfi ekki að vera hetjur til að sinna pabbahlutverk- inu – aðeins að eyða svolítlum tíma með börn- unum sínum. ben@mbl.is Engan hetjuskap – bara svolítinn tíma Feður eru í auglýsingunum hvattir til að áætla tíma í pabbahlutverkið. Auglýsingaherferð hvetur feður til að taka ríkari þátt í uppeldi barna sinna

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.