SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Síða 16

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Síða 16
16 31. október 2010 L ið Íslands í hópfimleikum vann glæstan sigur á Evrópumótinu sem haldið var í Malmö um síðustu helgi. Sunnudagsmogginn fékk að fylgjast með fyrstu æfingunni á æfingasvæði Gerplu í Kópavoginum eftir að heim var komið frá Sví- þjóð með gullið. Í hópfimleikum er keppt í þremur greinum, gólfæfingum, dýnustökki og trampolínstökki. Miklar æfingar liggja að baki sigrinum en liðið æfir sex sinnum í viku. Kvöldæfingar eru fjórum sinnum í viku og standa frá 19-22. Morgunæfingar eru tvisvar í viku og eru í klukkutíma. Hver kvöldæfing hefst með um 50 mínútna upphitun áður en tekið er til við æfingar á keppnisáhöldum. Á undirbúningstímabili er lögð áhersla á grunn- og styrktaræfingar. Mikilvægt er að tæknin í stökkunum sé full- komin til að ekki sé hægt að draga frá fyrir út- færslu. Stökkin eru brotin niður og æfð í mjúkri gryfju. Fyrir keppni er meiri áhersla á beinar keppnisæfingar og þá æfir liðið lend- ingar á keppnisdýnu. Á morgunæfingunum er síðan verið að efla grunninn, sem alltaf þarf að vera til staðar. Fyrir gólfæfingarnar fékk liðið hjálp frá danshöfundinum Stellu Rósenkranz Hilm- arsdóttur við að semja sigurdansinn en gólfæf- ingarnar þarf að æfa vel og mikil samhæfing nauðsynleg. Flestar í hópnum hafa keppt í áhaldafim- leikum og eru þrír Íslandsmeistarar í liðinu og enn fleiri sem hafa verið í landsliðinu. Núna stendur yfir undirbúningur fyrir ís- lensku mótaröðina sem hefst eftir áramót en Íslandsmeistaramótið verður haldið í apríl. Þar ræðst hvaða lið taka þátt í Norðurlandamótinu sem haldið verður í Noregi eftir ár. Hjá Gerplu er það engin spurning, liðið hefur sett sér það takmark að hampa Norðurlandameistaratitl- inum árið 2011. Fríða Rún stendur á Ásdísi en þær eru að æfa gólfæfingar. Það er gaman að fá gull. Ásdís og Íris Mist eru glaðar og grínast með því að bíta í peninginn. Kristjana Sæunn, Ásdís, Sigrún Dís og Rakel slaka á eftir æfingu og hvíldin er góð enda búnar að vera að í þrjá tíma. Íris Mist leggur af stað í trampólínstökk Hér er Karen Sif í loftinu en Björn Björnsson þjálfari stendur við. Aðrir þjálfara liðsins eru Ása Inga Þorsteinsdóttir, Bjarni Gíslason og Sólveig Jónsdóttir. Meistaraæfing Sunnudagsmogginn fékk að fylgjast með fyrstu æfingu nýkrýndra Evrópumeistara Gerplu í hópfim- leikum eftir að heim var komið frá Svíþjóð. Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Bak við tjöldin

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.