SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Side 27

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Side 27
31. október 2010 27 K atla Margrét Þorgeirsdóttir er fædd 15. desember 1970 og uppalin í Hlíðunum í Reykjavík hjá móður sinni, Jóhönnu Andreu Lúðvígs- dóttur og þremur hálfsystkinum, þeim Herdísi, Lúðvíg Árna og Sveini Andra Sveinsbörnum. Faðir Kötlu Margrétar er Þorgeir Þor- steinsson og systkini hennar samfeðra eru Herdís, Sigríður, Ófeigur og Þor- steinn. Katla Margrét gekk í Hlíðaskóla sem barn en flutti í Kópavoginn að honum loknum og prófaði sig áfram í hinu og þessu. Hún fann ekki fjölina sína fyrr en hún sótti um að komast í Leiklistarskólann 22 ára og komst inn. Þaðan útskrifaðist hún 1997 og starfaði eftir það í Borgarleikhúsinu og Þjóð- leikhúsinu um átta ára skeið. Hún er m.a. í leikkvennahljómsveitinni Heim- ilistónum, var einn handritshöfunda og leikara í þáttunum „Stelpurnar“ sem sýndir voru á Stöð 2, skrifaði ásamt öðrum þættina Ástríði fyrir sömu sjón- varpsstöð og hefur leikið í áramótaskaupum Sjónvarpsins svo eitthvað sé nefnt. Þessa dagana kemur hún fyrir sjónir landsmanna sem aðstoðarkona Góa, Guðjóns Karlssonar, í skemmtiþættinum Hringekjunni sem er þáttagerð Björns Emilssonar. Framundan er svo einleikurinn Ótuktin, leikgerð Valgeirs Skag- fjörð á samnefndri bók sem Anna Pálína Árnadóttir tónlistarkona reit um bar- áttu sína við krabbamein. Sambýlismaður Kötlu Margrétar er Jón Ragnar Jónsson og eiga þau saman synina Berg Hrafn sem verður 13 ára á árinu og Egil Árna sem er tveggja ára. ben@mbl.is Pínulítil á skírnardaginn ásamt mömmu og syst- kinunum, Sveini Andra, Lúðvíg Árna og Herdísi. Ásamt föðurfjölskyldunni. Katla með son sinn Egil Árna nýfæddan og Bergur sonur hennar er fyrir fram- an. Á myndinni má m.a. sjá pabba hennar, Þorgeir Þorsteinsson og systkinin Herdísi, Sigríði og Ófeig. Systkinin fjögur á náttfötunum í stofunni heima. F.v. Herdís og Sveinn Andri en Lúðvíg Árni situr með örverpið Kötlu tæplega tveggja ára í fanginu. „Þarna er ég ásamt Bergi syni mínum, sem þá var um fjögurra ára, í heimsókn hjá ömmu minni heitinni, Margréti Þorkelsdóttur, á Egilsstöðum.“ Með bekkjarsystrunum úr Leiklistarskólanum, Ingu Maríu Valdi- marsdóttur, Þrúði Vilhjálmsdóttur og Hildigunni Þráinsdóttur. Hefur komið víða við á ferlinum Katla Margrét Þorgeirsdóttir er landanum kunn sem leikkona, söngkona, handrits- höfundur og þáttastjórnandi í sjónvarpi. Heimilistónar á veitingastað í Öxnadal 2007, á tónleikaferðalagi um landið í kjölfar útgáfu disks sem útgáfufyrirtækið Sögur gaf út. „Þarna er ég komin sjö mánuði á leið að leika Möddumömmu í Skilaboðaskjóðunni 2007 – 2008, með úlfinum Baldri Trausta baksviðs.“ Við útskrift frá Leiklistarskólanum ásamt kenn- urunum Gunnari Eyjólfssyni og Kristbjörgu Kjeld. Glöð, níu ára afmælisstelpa ásamt Jóhönnu Dögg Pét- ursdóttur, vinkonu sinni, rétt fyrir jólin 1979. Augnablikskórinn sem er skipaður „nokkrum leikurum og öðru góðu fólki“ hélt upp á afmæli sitt í Humarhúsinu á Stokkseyri. „Við troðum aðeins einu sinni á ári upp og það er á aðfangadag fyrir sjúklinga á Borgarspítalanum,“ segir Katla. Myndaalbúmið Synirnir Bergur Hrafn og Egill Árni njóta blíð- unnar í guðsgrænni náttúrunni í sumar. Ásamt manninum sínum, Jóni Ragnari Jóns- syni, en myndin er tekin í fríi í Danmörku.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.