Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 60
17. desember 2011 LAUGARDAGUR60 Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík – Lifið heil www.lyfja.is Jólin eru tími til að gefa. Í Lyfju finnurðu úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra sem þér þykir vænst um. Við erum aldrei langt undan. Mundu eftir jólahandbók Lyfju. Kannski er jólagjöfin í Lyfju L ífið er stutt og á meðan það varir könnum við aðeins brot af alheimi. En mennirnir eru forvitnar verur. Við undrumst og leitum svara. Í veröld sem skiptist á að vera mild og grimm hefur fólk spurt sig ótal spurninga, horf- andi á óravíddir himingeimsins: Hvernig getum við skilið veröldina í kringum okkur? Hvernig hagar alheimurinn sér? Hvert er eðli raunveruleikans? Hvaðan kemur þetta allt? Þarfnaðist alheimurinn skapara? Flest okkar verja ekki miklum tíma í áhyggjur af þessum spurningum, en næstum allir velta þeim stundum fyrir sér. Samkvæmt hefð heyra þessar spurning- ar undir heimspeki, en heimspekin er dauð. Hún hefur ekki haldið í við þróun nútíma- vísinda, einkum eðlisfræðinnar. Raun- vísindamenn eru orðnir kyndilberar upp- götvana í þekkingarleit okkar. Svör byggð á nýjustu kenningum Markmið þessa verks er að veita svör sem byggð eru á nýjustu kenningum og uppgötv- unum. Þau leiða okkur að nýrri mynd af alheimi og er staða okkar í henni mjög frá- brugðin því sem áður var talið. Hún er jafn- vel ólík myndinni sem við gátum gert okkur í hugarlund fyrir aðeins einum eða tveimur áratugum. Þrátt fyrir það má rekja rætur hinnar nýju myndar næstum því öld aftur í tímann. Samkvæmt hinni hefðbundnu heimsmynd hreyfast hlutir eftir vel skilgreindum braut- um og eiga að baki ákveðna sögu. Við getum tilgreint nákvæma staðsetningu þeirra á sérhverju andartaki. Þótt sú lýsing dugi vel til daglegra nota kom í ljós á þriðja áratug síðustu aldar að þessi „sígilda“ mynd gat ekki gert grein fyrir þeirri, að því er virð- ist, furðulegu hegðun sem sjá má hjá atóm- um og öreindum. Þess í stað var nauðsynlegt að innleiða nýjan hugtakaramma, skammta- fræðina. Kenningar skammtafræðinnar hafa reynst merkilega nákvæmar við spár um atburði á þessum smásæja kvarða, jafn- framt því sem þær gefa sömu niðurstöður og spár gömlu sígildu kenninganna þegar þeim er beitt á hinn stórgerða heim daglegs lífs. En skammtafræðin og sígild eðlisfræði byggja á mjög ólíkum hugmyndum um efnisheiminn. Kenningar skammtafræðinnar má setja fram á ólíka vegu, en sú lýsing sem senni- lega byggir á mestu innsæi var sett fram af Richard (Dick) Feynman, litríkum persónu- leika sem starfaði við Tækniháskóla Kali- forníu og lék á bongótrommur á nektarstað skammt frá. Samkvæmt hugmyndum Feynmans á til- tekið kerfi í eðlisfræði sér ekki aðeins eina sögu heldur allar mögulegar sögur. Þegar við leitum svara í því sem á eftir fer munum við útskýra aðferð Feynmans í smáatriðum og notfæra okkur hana til að kanna þá hug- mynd að alheimurinn sjálfur eigi sér enga eina sögu og ekki einu sinni sjálfstæða til- veru. Það virðist róttæk hugmynd, jafnvel í augum margra eðlisfræðinga. Líkt og svo margar hugmyndir í nútímavísindum virðist hún einmitt brjóta í bága við heilbrigða skyn- semi. En heilbrigð skynsemi er byggð á dag- legri reynslu, ekki alheiminum eins og hann opinberast í undrum tækninnar, sem gerir okkur kleift að skyggnast djúpt inn í atómið eða aftur til árdaga alheimsins. Raunveruleikinn samrýmist ekki nútímaeðlisfræði Áður en nútímaeðlisfræði kom til sögunnar var almennt álitið að afla mætti allrar þekk- ingar um heiminn með beinum athugunum; að hlutir séu það sem þeir sýnast vera, eins og við greinum þá með skynfærum okkar. En hinn stórbrotni árangur nútímaeðlis- fræði, sem byggist á hugtökum vísinda- manna á borð við Feynman og stangast á við daglega reynslu okkar, hefur sýnt að sú er ekki raunin. Hin einfalda mynd af raunveru- leikanum samrýmist því ekki nútímaeðlis- fræði. Til að takast á við slíkar þversagnir munum við tileinka okkur nálgun sem við köllum líkanaháða raunhyggju. Hún byggist á þeirri hugmynd að heilinn túlki það sem skynfærin taka á móti með því að gera sér líkan af heiminum. Þegar slíkt líkan gagnast við útskýringu atburða höfum við tilhneigingu til að eigna því, og þeim þáttum og hugmyndum sem það samanstendur af, eiginleika raunveruleikans eða hins algilda sannleika. En til eru ólík- ar leiðir til að smíða líkön um sama fyrir- bærið, þar sem sérhvert þeirra felur í sér mismunandi grundvallarþætti og hugtök. Ef tvær slíkar eðlisfræðikenningar eða líkön spá með nákvæmni fyrir um sömu atburði er ekki hægt að halda því fram að annað sé raunverulegra en hitt: Okkur er frjálst að nota það líkan sem okkur þykir hentugra. Saga vísindanna greinir frá röð sífellt betri kenninga eða líkana, allt frá Platón til hinna sígildu kenninga Newtons og nútíma- kenninga í skammtafræði. Sú spurning vakn- ar eðlilega hvort þessi þróun muni að lokum taka enda með hinni endanlegu kenningu um alheiminn sem felur í sér alla grunnkrafta og spáir fyrir um niðurstöður allra hugsan- legra athugana. Eða munum við halda áfram um alla eilífð að finna betri kenningar, en aldrei þá sem verður ekki betrumbætt? Enn sem komið er höfum við ekki afdráttarlaust svar við þessari spurningu, en um þessar mundir er til kenning sem gæti hugsanlega verið hin endanlega kenning um allt sem er, ef hún er þá yfirleitt til. Hún er kölluð M- kenningin ... Spurningunni um sköpun svarað Við munum lýsa því hvernig M-kenning- in kann að veita svör við spurningunni um sköpunina. Samkvæmt M-kenningunni er alheimurinn okkar ekki sá eini. Þess í stað spáir hún því að mikill fjöldi alheima hafi orðið til úr engu. Sköpun þeirra krefst ekki íhlutunar yfirnáttúrulegrar veru eða guðs. Þvert á móti er þessi fjöldi alheima eðlileg afleiðing náttúrulögmálanna. Vísindin spá fyrir um þá. Sérhver alheimur á sér margar mögulegar sögur og mörg möguleg framtíð- arástönd, til dæmis á þessari stundu, löngu eftir að hann varð til. Flest þessara ástanda eru býsna ólík alheiminum okkar og skilyrð- in fjandsamleg hvers kyns lífi. Aðeins örfá þeirra myndu gera verum eins og okkur kleift að þrífast. Úr þessum aragrúa alheima velur tilvist okkar þannig aðeins þá alheima sem leyfa verum eins og okkur að vera til. Þótt við séum smá og lítilvæg á mælikvarða alheimsins gerir þetta okkur að vissu leyti að lávörðum sköpunarinnar. Til að skilja innsta eðli alheimsins þurfum við ekki aðeins að vita hvernig hann hagar sér heldur hvers vegna. Hvers vegna er eitthvað til frekar en ekkert? Hvers vegna erum við til? Hvers vegna þessi náttúrulögmál en ekki einhver önnur? Þetta er hin endanlega spurning um lífið, alheiminn og allt sem er. Við munum leita svara við henni í þessari bók. Ólíkt svarinu í Leiðarvísi puttaferðalangsins um Vetrar- brautina verður það ekki einfaldlega „42“. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Hin endanlega kenning um allt sem er Hinn 8. janúar næstkomandi verður breski stjarneðlisfræðingurinn Stephen Hawking sjötugur. Hawking þarf vart að kynna enda er hann án efa þekktasti vísindamaður heims síðan Albert Einstein var og hét. Fyrir nokkrum vikum kom nýjasta verk Hawkings, The Grand Design, út á íslensku sem Skipulag alheimsins. Fréttablaðið grípur hér niður í fyrsta kafla bókarinnar. Skipulag tímans er nýjasta bók vísindamannsins kunna Stephen Hawking. Hann skrifaði bókina, sem heitir á ensku The Grand Design, í félagi við eðlisfræðinginn Leondar Mlodinow. Í bókinni er því meðal annars haldið fram að Stóri hvellur eigi sér eðlisfræðilegar skýringar, guð hafi ekki komið við sögu við upphaf heimsins. „Ekki er hægt að sanna að guð sé ekki til, en vísindi gera hann óþarfan,“ hefur verið svar Hawkings við gagnrýni á veraldlegar útskýringar á tilurð heimsins. Breski stjarneðlisfræðingurinn Stephen Hawking er einn þekktasti vísindamaður heims síðan Albert Einstein var og hét. Á námsárunum greindist hann með hreyfitaugungahrörnun og sögðu læknar honum að búast ekki við langlífi. Annað kom á daginn en Hawking nálgast nú sjötugt. Þýðendur bókarinnar, Baldur Arnarson og Einar H. Guðmundsson prófessor, hafa boðið Mlodinow til Íslands í vor til að fjalla um nýjustu kenningar heimsfræðinnar. Það er nýtt forlag þýðenda, Tifstjarnan, sem gefur verkið út. VÍSINDI GERÐU GUÐ ÓÞARFA STEPHEN HAWKING Markmið bókarinnar Skipulag alheimsins „er að veita svör sem byggð eru á nýjustu kenn- ingum og uppgötvunum”. Hawking er annar tveggja höfunda bókarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.