Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Qupperneq 12

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Qupperneq 12
138 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ráðanlegar, því hún strauk koll hans með þreytu- legri og kaldri hönd sinni um Ieið og hún spurði: »Heldurðu að við getum ekki gleymt þessu, barnið mitt, ef eg reyndi að segja þér eina sögu?« Siggi brosti gegnum tárin, og virtist strax verða sáttari við tilveruna. »En þá verðurðu að muna að fara fyr á fætur í fyrramálið en í morgun.« Pað þótti Sigga harðir kostir. En alt var vinnandi fyrir söguna, þó hann byggist ekki við, að hún yrði neitt afbragð hjá ömmu. »En má eg ekki kalla á krakkana?* spurði hann. Honum fanst hann nauðsynlega þurfa að láta okkur hin vita, að hann hefði útvegað söguna, og sú ánægjustundin var því algjör- lega honum að þakka. Amma gaf sitt Ieyfi til þess, ef okkur þætti það tilvinnandi. En Siggi hafði ekki beðið eftir svari. Hann var þotinn út fyrir bæ og hrópaði svo háttað að bergmálaði í fjárhúsunum: »Amma ætlar að segja mér sögu! Amma ætlar að segja mér sögu!« Við litum upp og stönsuðum við byggingu snjókarlsins. »Sögu, sögu,« tókum við upp hvert eftir annað. En Siggi var horfinn á auga- bragði inn aftur, og lét okkur ekki hafa meira af sér. Þetta voru vandræði. Annaðhvort varð að sitja á hakanum, ekki gátum við verið í báðum stöðunum í einu. En að fá sögu, núna um há- daginn, og aðra ef til vill, í rökkrinu, það var á við skemtilega útiveru. Pað reið baggamuninn. Og eftir andartak vorum við öll komin inn að rúmstokk ömmu, búin að draga þangað stóla, Icofort, fótskemla og kistla til þess að sitja á, meðan á sögunni stæði. »Um hvað á sagan að vera?« spurði amma, þegar við höfðum komið okkur þannig fyrir, að við þóttumst tilbúin að hlýða á hana. Sum vildu hafa hana um tröll, önnur um huldufólk og enn önnur um vofur, sem væru svo magnaðar, að þyrfti að skamta þeim og ætla þeim rúm eins og lifandi mönnum. Amma lét okkur ausa úr okkur öllum þess- um uppástungum. Svo spurði hún með ofur- litlum gletnisblæ í röddinni: »En má ekki sagan vera af mér?« »Um þig!« — »Um Tobbu gömlul* — »Um ömmu!« hrópuðum við svo forviða, að amma varð sjálf hissa á undrun okkar. En þegar við höfðum áttað okkur og mesta undrunaraldan lægt sig, þá urðum við ásátt um það, að hún segði sögu af sjálfri sér, þó okkur virtist óhugsandi, að hún segði nokkuð, sem vert væri að hlusfa á. Amma mældi sokkinn, sem hún var að prjóna á fingri sér, strauk hann nokkrum sinnum og lagaði í hendi sér, og byrjaði síðan á sögunni: »Pegar eg var um tvítugt, dóu foreldrar mínir. Fluttist eg þá að bæ einum, sem ekki þýðir að nafngreina. Var það mikið heimili og mannmargt. Hjónin á þessum bæ áttu son einan barna, er var nokkuð yngri en eg. Var það efnismað- ur á marga grein og mikið keppikefli ungu stúlknanna, því bæði var hann einbirni eins og eg gat um áður og foreldrar hans í góðum efnum, og hann sjálfur laglegasti og besti pilt- ur og hvers manns hugljúfi. Er eg var búin að vera þarna um eitt ár fann eg, að mér stóð ekki á sama um þennan pilt. Furðar ykkur, ef til vill, á því, börn mín, að mér skyldi koma slíkt til hugar, eftir útliti mínu nú. En þá var eg nú öðruvísi. Eg þótti heldur snotur stúlka og dugleg vel. Og ekki þurfti eg að bera niður þarna fyrir þær orsak- ir, að mér byðist ekkert af biðlum. Siður en svo! En hvað, sem um það var, þá fann eg það betur og betur, að eg unni þessuin nianni meira en svo, að eg ætti ávalt gott með að dylja það. En eg þorði ekki að láta slíkt uppi, því eg vissi, að eg stóð honum ekki jafnfætis í neinu. Og auk þess þóttist eg sannfærð um, að hugur hans væri annarstaðar. Hafði eg að vísu aldrei fengið neina beina sönnun þess í framkomu hans við mig. En svo mikið þóttist eg sjá, að honum væri ekki betur til mín en hinna vinnukonanna, þó allajafna væri hann rnér góður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.