Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Qupperneq 14

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Qupperneq 14
140 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. að takmarka mig ekki við hann einan, heldur Iála umönnun mína ná einnig til þeirra, sem honum voru kærastir, konu hans og barna, ef þau yrðu nokkur. Mér fanst eg geta ekki tekið sólina betur til fyrirmyndar á annan hátt, en þennan, bless- aða sólina, sem eg hef unnað mest alls í náttúr- unni. Rví frá henni er það altsaman hitt.« Amma tók málhvíld. A meðan taldi hún á prjónunum, tók upp lykkju, sem hún hafði mist niður, og mældi hæð sokksins. Við krakkarnir sátum hljóðir og athugulir undir sögunni. Pó hún flytti ekki hug okkar út um heima og geima kynjasagna og æfintýra, þá fundum við, að hún var öðruvísi í insta kjarna sínum en hinar aðrar sögur er okkur voru tíðast sagðar. Við fundum, að við stóðum þarna frammi fyrir sannleikanum, frammi fyrir því, sem hafði gerst og haft sínar afleiðingar í Iífi þeirra manna, er enn lifðu. En við gátum altaf búist við því, um hinar sögurnar, að það kæmi upp úr kafinu hjá sögumönnunum, að þetta væri alt saman tilbúningur, eða mjög hæpið, að hefði nokkurntíma átt sér stað. Og það þótti okkur altaf lakara. Við vildum hafa fullar sannanir fyrir því, að það væri ekki hug- smíð eins eða annars, þó það kynni að hafa einhvern hulinn sannleik að geyma. En nú vor- um við orðin þyrst í framhald sögunnar hjá ömmu, og vildum óðfús fá að heyra, hvernig hún hefði farið að því, að líkja eftir starfi sól- arinnar, því það skildum við ekki til fulls enn. Amma byrjaði því von bráðar aftur: »Pað fór sem mig grunaði, að unnusta þessa manns kom á heimilið stuttum tíma eftir að þau settu upp hringana. Var það góð og falleg stúlka, og þótti mér það gott, að hann hafði verið svo heppinn í kvonfangi sínu. En brátt var eg vör við það, að henni var fremur kalt til mín. Réttlætti eg hana fyrir sjálfri mér á þann hátt, að hún mundi hafa heyrt einhvern orðasveim um það, að eg hefði viljað ná í kærasta hennar og spilt fyrir henni með því. En þetta aukið og aflagað mér í óhag eins og oft vill verða, er þesskonar fer að ber- ast mann frá manni. En eg lét sem eg sæi ekki kulda hennar. En reyndi að vinna vináttu hennar með góðu og auðsærri velvild í henn- ar garð, hvenær sem eg gat. Hún kom um haustið snemma. Svo leið veturinn tíðindalaust á allan hátt. En um vorið vildi svo til dag einn, að fátt manna var heima á bænum. Voru hvorki þau hjón heima né sonur þeirra, og sumir vinnu- manna voru fjarverandi en aðrir einhversstaðar úti við. Nokkra undanfarna daga höfðu gengið hlák- ur og þýður. Voru menn því hræddir um, að ís væri farinn að þynnast á ánni. Hafði því um nokkra daga enginn samgangur verið á milli þessa heimilis, er eg átti heima á, og bæjar, sem stóð hinumeginn árinnar, og mikil vinátta var á milli. Er fram á daginn kom, var eg eitthvað að bjástra frammi í bæjardyrum. Kemur þá stúlk- an fram og er í ferðafötum. Eg spurði hana hvert hún ætlaði. Hún svaraði mér fálega, og kvaðst ætla að ganga yfir að bænum, handan við ána. Eg bað hana að fresta þeirri för, því áin mundi vera ófær eftir þessar hlákur. Hún sagðist hafa brýnt erindi, og ekki hafa tíma til þess að bíða eftir því, að áin yrði hestgeng. t Mér fanst þetta stórlátlega mælt. En bað hana að fara varlega og bauð að Ijá henni staf. Hún taldi það óþarfa. Áin yrði ekkert sterk- ari, þó hún hefði staf að burðast með. Pað var auðséð, að ekki tjáði að letja hana. Hætti eg því frekari tilraunum í þá átt. Kastaði hún því á mig kveðju og gekk hratt niður að ánui. Eg stóð í dyrunum og horfði óttaslegin á eftir henni. Eftir fáar mínútur var hún komin niður á árbakka og lagði hiklaust út á hana spegilglæra og flughála. Eg stóð á öndinni heima í dyrunum. Eg átti á hverju augnabiki von á, að sjá hana hverfa niður í ána. En henni reiddi vel af. Hún var komin nær því út á miðja ána, og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.