Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Side 25
KYNjALYFIÐ.
151
Hinn mállausi hristi höfuðið rétti vísifingur-
inn til himins og lagði hann því næst á varir
sér.
»Eg skii þig,« sagði konungur. iFyrir vilja
guðs hefír þú mist málið, en eigi fyrir grimd
mannanna. Kant þú að fara með herklæði og
veita manni aðstoð að íklæðast þeim þegar á
liggur ?«
Svertinginn kinkaði kolli og tók hjálm,
brynju og skjöld er héngu þar á snaga og
fór að laga þau til og taka þau sundur. Gerði
hann það með svo mikilli kunnáttu að auð-
sætt var að hann var æfður í að fara með
herklæði.
»Þú ert höndugur piltur, og getur vafa-
laust orðið mér til mikils gagns,« sagði kon-
ungur ánægjulegur. »Eg tek þig fyrir þjón í
tjaidi mínu og vil með því sýna hve mikils
eg met' hina konunglegu gjöf Saladíns. Og
þar sem þú ert mállaus geturðu eigi farið með
óþarfa þrátting milli þjónanrta og varðmann-
anna" hér eða æst mig og gramið, með ótil-
hlýðilegum svörum.«
Svertinginn hneigði sig svo djúpt, að enni
hans snerti jörðina og staðnæmdist síðan tein-
réttur eins qg hermaður í hæfilegri fjarlægð
frá konungi, eins og hann biði eflir að sér
væru falin einhvör störf.
»Þú getur þegar tekið til starfa,« sagði
konungur. »Eg sé riðbletti á skildinum þarna,
þegar eg ber hann gegn Saladín má hann eigi
sjá neina skugga eða bletti á honum.«
Nú heyrðist hornablástur fyrir utan og
herra Henrik af Neville kom þegar á eftir inn
í tjáldið með bunka af bréfum. »Bréf frá Eng-
Iandi, herra konungur,« sagði hann um leið
og hann 'rétti honum bunkann.
»Frá Englandi, voru kæra landi,« hrópaði
* ^
konungurinn með angurværri raust. »Ojá, þeir
vita líklega lítið um það þar heima hve mjög
konungur þeirra hefir í vök að verjast og Wef-
ir verið þjakaður af sorg og sjúkdómi, ótrygg-
um vinum og harðsnúnum óvinum!«
Þegar hann hafði opnað bréfin mælti hann:
»SannarIega eru þá einnig heima þrætur og
sundrung á ferðínni og alt að verða þar í upp-
námi. Lofaðu mér að vera einum um stund,
Neville, svo eg geti í næði hugsað um þau
tíðindi, sem þessi bréf færa mér.«
NeviIIe skundaði á brott og konungurinn
sökti sér ofan í áð hugsa um þau ömurlegu
tíðindi, sem bréfin færðu honum frá Englandi.
Þau skýrðu frá flokkadráttunum, sem voru að
liða sundur ríki hans og ósamkomulaginu milli
bræðra hans Jóhanns og Gottfreðs og um
deilur þeirra við hinn valdamikla kanslara, bisk-
upinn af Ely. Hvernig aðallinn undirokaði al-
múgann, svo liann var farinn að gera upp-
reisn, sem víða hafði haft blóðsúthellingar í
för með sér. Margt af því sem honum var
ritað um þetta særði metnað hans og miðaði
til þess að brjóta niður konungsvald 'hans.
Þessum tíðindum fylgdu alvarlegar áskoranir
frá hans trúlyndustu og vitrustu embættismönn-
um um að hverfa tafarlaust heim aftur til
Englands, því það eitt mundi geta bjargað ríki
hans undan hörmungum borgarastríðsins, en
bæði Frakkland og Skotland myndu reyna að
færa sér það í nyt. Með angurværri gremju
las konungur þessi bréf aftur og aftur og bar
saman frásögn nokkurra þeirra um sömu við-
burðina. Hann var svo niðursokkin í þær hugs-
anir er bréfin vöktu hjá honum, að hann gaf
því engan gaum, sem gerðist í kriugum hann
og sat hann þó mjög nærri dyrunum í tjaldi
sínu til þess að geta notið. sem best kvöld-
kulsins. Tjalddyrnar stóðu opnar, svo hann gat
séð varðmennina og þeir hann, og eins gátu
allir, sem fram hjá gengu, séð konunginn.
Svarti þjónninn var að -fást við að fægja
skjöldinn, sem konungur hafði vísað honum
á og sneri sér frá konunginum. Þetta var helj-
armikill skjöldur, sem konungur var vanur að
bera þegar víggirtir staðir skyldu takast með
áhlaupi, því hann hlífði betur fyrir skotvopn-
um en hinir smáu þríhyrndu skildir, sem ridd-
arar þá voru vanir að bera er þeir sóttu fram
á hestum sfnum. A þessum stóra skildi var
hvorki hermerki (Ljónið) Englands eða annað
krotað,' sem gæti vakið eítirtekt þeirra her-