Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Qupperneq 26

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Qupperneq 26
152 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. mannanna er vígin skyldu vÉrja gegn áhlaup- um énska hersins. Stálfiöturinn framan á skild- inum var spegilsléttur, svertinginn leitaðist við að fæja hann sem allra best, svo liann yrði skær sem kristall og var svo að sjá sem honum myndi hepnast það. Fyrir innan hann lá hinn stóri hundur sem hafði fylgt honum og lét.eigi á sér bæra. Hann sást eigi utan fyrir tjaldið. Varðmönnunum úti fyrir tjaldinu var kunn- ugt um að konungur var sokkinn ofan í að lesa bréf sín og höfðu því venju fremur hljótt um sig, en aðgæslu höfðu þeir ekki meiri en vant var, nema síður. Sumir spiluðu áhættu- spil með smásteina fyrir peninga. Aðrir töluðu í hljóði um herferðina, sem verið var að und- irbúa. Nokkrir sváfu með sínar grænu yfirhafn- ir vafðar um sig. Inn á milli þessara andvaralausu varðmauna skreið nú aldraður Tyrki. Hann var illa til fara álíka og tyrkneskur eyðimerkur munkar, sem þektir voru að því, að telja sér alla vegi færa og þar á meðal inn á milli herbúða krossfar- anna þótt flestir fyrirlitu þá og þeir yrðu ein- att fyrir misþyrmingum. Sukk og svall margra yfirmanna krossfaranna höfðu haft þær afleið- ingar, að samsafn af Ioddaralýð, lauslátum drósum, gyðingapröngurum, tyrkneskum land- eyðum og margskonar óþjóðalýður safnaðist að herbúðum þeirra. Vefjarhötturinn og tyrkneska skikkjan, sem sérkennilegur klæðaburður aust- urlandabúa, var því enganveginn sjaldgæf sýn meðal hermannanna, og vakti þar sjaldnast ótta eða tortrygni, enda þótí það væri látið í veðri vaka að það værí markmið krossfaranna að reka Tyrki og austurlanda skrílinn út úr Gyð- ingalandi. Jafnskjótt og hinn umgetni tyrkneski ræfill var kominn svo nærri varðmönnunum að hann átti á hættu að þeir myndu sjá hann og hefta för hans, þreif hann ofan sinn dökkgræna vefj- arhölt svo glögt sæist að skegg hans og brýr væri afrakað, eins og allir fjölkunnugir lodd- arar höfðu þá fyrir venju að láta gera. Hið flóttalega hrukkótta andlit hans og hvös^u æð- islégu augu, sem tindruðu eins og steinkol gáfu grun um, að hann mundi eitthvað rugl- aður í höfðinu. • Dansaðu fyrir okkur skottumunkur,* hróp- uðu varðmennirnir, sem könnuðust við þessar flökkukindur. »Dansaðu ellegar við. flengjum þig með bogastrengjum vorum,c og voru varð- mennirnir mjög ánægðir yfir því að hafa náð í þennan ræfil, til þess að skemta sér við og skopast að. Tyrkinn hoppaði nú á milli varðmannanna með sýnilegri æfingu og gerði við og við létti- leg loftstökk og virtist mjög glaður yfir að geta sýnt varðmönnunum listir sínar og dans- fimi. Varðmennirnir skemtu sér ágætlega við að sjá þennan apakattarlega Tyrkja, enda ham- aðist hann í loftköstum á meðal þeirra, og án þess þeir veittu því eftirtekt, færðist hann stöð- ugt nær og nær konungstjaldinu, svo að hann var eigi nema rúmar þrjálíu álnir frá þvf, þeg- ar hann að síðustu hneig uppgefinn og mátt- vana til jarðar. »Gefið honum eitthvað að drekka, svona piltar hafa ávalt þörf fyrir vatn, þegar þeir eru búnir að sýna apakatta listir sínar.c »Sagðir þú vatn, langi Alan,« hrópað ann- ar. »Nei sannarlega skal hann fá eitthvað sterk- ara. Við höfum þó getað kent þessum létt- fættu gömlu heiðingjum ,að drekka tunnuvín eins og kristnum mönnnum sæmir, og það skal hann hafa þqtt hann kunni að dýrka bind- inaiskreddur spámanns síns.« »Já, látum hann fá vín,« hrópaði sá þriðji, »og sýni hann nokkurn mótþróa hellum við því í hann gegnum opna stikilinr., sem við hellum meðulum gegnum í hesta vora.« Á svipstundu safnaðist flokkur af hermönn- um utan um hinn uppgefna Tyrkja. Rrekvax- inn varðmaður lyfti honum frá jórðu, og ann- ar otaði að honum fullri vínilösku. Tyrkinn hristi höfuðið og bandaði hendinni móti þess- utn drykk, sem spámaðurínn hafði bannað að að neyta, en það létu þessir böðlar hans sér ekki nægja. íRað veit sá heilagi Jörgen, að þið eruð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.