Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Síða 28
154
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
ur aftur og mun hafa þótst viss um að eng-
inn tæki eftir þessari hreyfingu sinni. Svo fór
hann að mjaka sér smátt og smátt nær tjald-
inu, en lá þess á milli hreyfingarlaus. Var
þetta háttalag líkt kongulóarinnar, þegar hún
er að læðast að bráð sinni og liggur hreyf-
ingarlaus á milli. Svarta þjóninum þótti þettaund-
arlegt háttalag og hugsaði sér að vera viðbú-
inn ef Tyrkinn sýndi sig í nokkrum vélráðum.
Tyrkinn hélt áfram við og við að mjaka sér
að tjaldinu þar til hann var eigi Iengra frá
Rfkarði konungi en í kringum 10 álnir. Pá
reis hann skyndilega á fætur og tók undir sig
stökk Iíkt og tígrisdýr og var eins skjótt og
auga eygði kominn að baki konungi með
morðkuta á lofti, sem hann hafði falið uppi í
erminni á hempuræfli sínum. Allur Englands-
her mundi eigi hafa getað frelsað Ríkarð kon-
ung, þótt hann hefði verið nálægur, en svert-
inginn var við þessu búinn og greip um hönd
morðingjans, þegar hann lyfti kutanum til lags
og kom þannig í veg fyrir að hann gæti veitt
konunginum banatilræði. Karegitin — því þetta
var hann — sá sami er stórmeistari Templara-
riddaranna hafði sagt Konráði greifa frá, og
nú hafði búið sig sem tyrkneskur förumunkur,
snerist nú í bræði gegn þeim, sem svo óvænt
hafði ónýtt morðráð hans og reyndi að leggja
til hans með hm'fnum. Ur því varð þó eigi
annað en jjjónninn fékk litla skeinu á hand-
legginn, því í sömu svifum hafði hann varp-
að Tyrkjanum óþyrmilega til jarðar, enda átti
í öllum höndum við hann sakir afls og snar-
ræðis.
Þegar Tyrkjanum var varpað til jarðar fyrir
fætur konungi, tók hann fyrst eftir því, sem
var að gerast. Rótt honum yrði þegar Ijóst
hvað um var að vera, bar þá hvorki á meiri
undrun eða réiði hjá honum heldur en algengt
er hjá mönnum þá skorkvikindi ónáða þá og
þeim verður að merja þau sundur til að vera
laus við þau. Konunginum varð það og á, að
hann greip stólinn, sem hann hafði setið á
og mölvaði með honum haukúpuna á morð-
ingjanum um leið og hann hrópaði: »Þinn
armi hundur!«
Hinn deyjandi Tyrki hrópaði tvívegis: »A1-
lah úthlutar sigril* og gaf síðan upp öndina
fyrir fótum konungs.
Vaktir upp af hávaðanum brutust bogaskytt-
urnar lafhræddir inn í tjaldið. »Pið hafið góða
gætur á flækingunum hérna eða hitt þó held-
ur,« sagði konungurinn með spottandi en um
leið með ásakandi raust. »Rið eruð árvakrir
varðmenn þar sem þið látið mig framkvæma
slíkt böðulsverk með eigin hendi. Pegið þið
nú allir saman, og hættið þessari vesældar
suðu, eða hafið þið aldrei fyr séð dauðan
Tyrkja. Svona nú takið hræ hans og kastið
því út fyrir herbúðirnar, en höggvið hausinn
frá skrokknum og festið hann á stöng en munið
eftir að snúa því þannig að andlitið- viti í átt-
ina til Mekka, svo hinn armi skálkur, sem
sendi hann hingað fái séð hver erindislok hans
hafi orðið. Og þú, minn svarti mállausi vin-
ur,« sagði hann um Ieið og hann snéri sér að
svertingjanum, — »en hvað er þetta? F*ú ert
særður og ef að líkindum Iætur með eitruðu
vopni, því varla hefir þetta afskúm getað bú-
ist við að ná lengra með kuta sínum en rúm-
lega inn úr ljónshúðinni. Sjúgið þegar eitrið úr
sári hans, einhver ykkar, eitrið sakar eigi var-
ir ykkar það hefir eigi áhrif nema þegar það
nær inn í blóðið.*
Dátarnir horfðu óttaslegnir og ráðalausir
hver til annars. Ressi skipun skelfdi þá, þótt
þeir óttuðust fátt.
»Hvað bagar ykkur, slæpingjar?* spurði
konungur, »eruð þið lífhræddir og huglausir?*
»Ekki óttumst við að deyja eins og kristn-
um mönnum sómir,* svaraði langi Alan, sem
konungur helst hafði beinst að. »En eg er eigi
hrifinn af því að drepast eins og rotta, sem
eitrað hefir verið fyrir og það fyrir þýborinn
svartan þjón, sem gengur kaupum og sölum
eins og kvikfé manna.*
»Hans hátign talar um að fólk sjúgi í sig
eitur, eins og það væri eigi meira en að eta