Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Qupperneq 30

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Qupperneq 30
156 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. leyndardómum, nú vil eg reyna á kunnáttu þína og bjóða þér þinn eigin þunga af gulli, ef þú getur bent mér á þjófinn, sem svívirti sæmd mína með því að stela ríkisfána mín- um, hvort heldur þú gerir það með því að særa einhvern fram, sem er enn svarfari en þú eða á einhvern annan hátt, er þér þykir hent- ugra. Hvernig líst þér á þetta ?« Rað var svo að sjá, sem málleysingjann langaði til að segja eitthvað, en hann gat ein- ungis rekið upp ámátlegt hljóð eins og mál- leysingjar oft geta gert. Svo krosslagði hann hendurnar, horfði á konunginn með svip, sem bar þess vott, að hann skyldi hvað hann ætti við og kinkaði svo kolli. »Sjáið til!« hrópaði konungur undrandi og óþolinmóður. »Getur þú gefið oss leiðbeining- ar í þessu máli?« Rjónninn kinkaði aftur kolli. »Látið hann fá ritáhöld,« skipaði konung- urinn, »og þótt hér í tjaldi voru séu ekkl iðk- aðar skriftir, er þó Jíklega hægt að fá ritáhöld hér i nágrenninu, sé alt blek eigi þornað upp í þessum steikjandi hita. Ressi piltur er sannar- lega svartur gimsteinn, Neville.« »Herra konungur,« svaraði Neville, »ef þér leyfið, að eg Iáti í Ijós mína skoðun, þá er hún sú, að þéSsi maður verði yður aldrei að gagni. Hann er vafalaust galdramaður, og þeir hafa flestir gert samninga við djöfulinn, sem sækist eftir að sá til illgresis meðal hveitis og kveikja ósamlyndi milli krossfarahöfðingjanna, og —« »Nóg komið, Neville,« hrópaði konungur. »Ef einhver af veiðihundum þínum væri rétt við það að ná í hjört og þá hrópaði til hans: hættu, kynnir þú ef til vill að geta stöðvað hann, en þú stöðvar engan af Plantagenet-ætt- inni, sem hefir von um að vinna aftur mistan heiður.« Sveitinginn, sem virtist vel að sér í ritstörfum, ritaði af kappi meðari á umræðum þessum stóð. Nú stóð hann á fætur og rétti konungi blaðið, þegar harin hafði hneigt sig djúpt fyrir honum. Bréfið var ritað á frakkn- eska tungu og hljóðaði þannig:. »Til hins sigursæla og óvinnandi Ríkarðar Englandskonungs, frá hinum allra lítilmótleg- asta af þjónum hans. Leyndarmálin eru í him- insins innsigluðu geymslu, eft spekin getur oft fundið ráð til að opna innsiglið. Ef þinn lítil- mótlegasti þjónn yrði hafður á þeim stað við hersýningu, þar sem foringjarnir fara fram hjá með sveitir sínar, þá verið viss um, að ef hinn seki fánaræningi er meðal þeirra, skal það verða upplýst, enda þótt hann á allan hátt reyni að dylja glæp sinn.« »Pað veit sá heilagi Georg!« hrópaði kon- ungur, »að þessar upplýsingar koma á hent- ugum tíma, því eins og þú veist, Neville, hef- ir herráðið fallist á að foringjarnir, við hersýn- inguna á morgun, skuli fara fram hjá okkar nýja fána, sem nú blaktir endurreistur á Ge- orgshæðinni, og heilsa honum með viðeigandi virðingu. Á þann hátt hyggjast þeir að bæta fyrir þá hneisu, sem England varð fyrir með fánaráninu, og gefa til kynna, að þeir enga hluttöku hafi haft í því ódáðaverki sem fram- ið var gegn Englandi. Pú mátt vera viss um, að sökudólgurinn þorir eigi að láta sig vanta við þetta tækifæri, svo grunur falli eigi á hann. Pví skal nú tækifærið gripið, og vor svarti ráðunautur skal fá á morgun að standa í nánd við fánann. Geti hann bent oss á þann seka, mun- um vér taka að okkur að útkljá það mál á eftir.« »Yðar hátign skyldi hafa það hugfast, að eiijdrægni í voru helga sambandi er nýlega á dásamlegan hátt endurreist,* sagði Neville, með þeirri einurð og hreinskilni, sem enskum aðals- mönnum er lagið. »Því finst mér varhugavert að rífa upp gömul illa gróin sár fyrir það, þótt svartur þjónn fengi grun á einhverjum af samherjum vorum. Yður er ef til vill eigi kunn- ugt, að krossfararhöfðingjarnir hafa fundið úpp á þessari hátíðlegu skrúðgöngu fram hjá fána vorum, til þess að sýna yður sæmd og fulla viðreisn heiðurs og virðingar, og tryggja ein- ingarsambandið innbyrðis. Og svo er það nú áform yðar, að nota þetta tækifæri til þess að reyna að fá grun um sekt einhvers, ef til vill mikilsmetins samherja, og troða við hann ill-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.