Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Qupperneq 33

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Qupperneq 33
KYNJALYFIÐ. 159 með krosslagða handleggi, og fórað reyna að hughreysta hann, og tók svo til máls: >Vinur minn, vertu hughraustur og mundu eftir orðum skáldsins: Það er manninum betra að vera þjónn hjá mildum húsbónda, heldur en vera þræll sinna eigin girnda, Vertu því hughraustur og athugaðu, að þó Jósep Jakobs- son væri af bræðrum sínuin seldur til Faraós konungs í Egyptalandi, þá hefir konungur þinn afhent þig manni, sem vill og mun reynast þér eins og bróðir.* Kcnneth riddari reyndi að bæla niður harma sína og þakka lækninum fyrir vinsemd hanS en hann var svo harmþrunginn, að hann kom eigi upp nema orði og orði á stangli, svo hinn góði læknir uppgafst við það í bráðina, að hughreysta hann, því hann sá að það var of snemt. Hann lét því þennan nýja þjón sinn hvílast í næði, og hélt áfram að undirbúa brott- förina næsta morgun. Matur var riddaranum boðinn nokkru síðar, en hann neytti einkis, en drakk aðeins dálítinn vatnssopa. Hann lá lengi vakandi eftir að læknirinn hafði tekið á sig náðir, og um miðja nótt varð hann þess var, að þjónarnir fóru á kreik til þess að klyfja úlfaldana og nokkru síðar kom hestasveinn læknisins og bað hann að rísa upp og búast til ferðar. Kenneth hlýddi því þegjandi og kom brátt út úr tjaldinu, stóðu allir úlfaldarnir þar klyfjaðir. Veður var stilt og skært tunglskin. Fáa faðma frá úlföldunum stóðu nokkrir hestar beislaðir og söðlaðir. Hakim, sem beið þar ferðbúinn, sté á bak einúm þeirra og lét leiða annar. hest fram handa Kenneth riddara, sem hann og sté á bak. Enskur foringi var kominn þar, til þess að fylgja lækninum og föruneyti hans út fyrir herbúðirnar, og sjá um að engar tálmanir yrðu þar lagðar á leið þeirra. Hið. yfirgefna tjald var nú skyndilega tekið nið- ur og það og tjaldsúlurnar bundið í bagga og látið upp á þann eina úlfalda, sem beið laus eftir þessum böggum. Læknirinn fór með grein úr Kornninuin (biblíu Muhamedsmanna): »Guð stýri ferð vorri og Múhamed gæti vor gegnum eyðimerkur og votlendar vatna- sléttur.® Síðan lagði öll lestin af stað. Á ferðinni gegnum herbúðirnar var við og við hrópað til þeirra af nætur varðliðinu, en enski foringinn svaraði ávalt, svo för þeirra var hvergi heft, en stöku æstur krossfari gat þó eigi á sér setið nema að formæla falsspá- manninum Muhamed, þegar þeir sáu að Tyrk- ir voru þar á íerðinni. Þegar kom út fyrir herbúðirnar, sneri enski foringinn aftur, en læknirinn fyrirskipaði þá ýmsar varúðarreglur viðvíkjandi ferðinni, sem báru vott um, að honum þótti leiðin eigi sem tryggilegust. Tveir menn vorú látnir ríða spölkorn á undan, sem áttu að gera aðvart, ef nokkur hætta væri fram- undan. Einn maður reið nokkra faðma á eftir, til þess að gera aðvart ef á eftir þeim yrði sótt, og þar sem landslagið var eigi til fyrir- stöðu, reið sinn maður hvoru megin til hliðar við lestína, til þess að veita því eftirtekt, hvort þaðan mundi nokkur hætta stafa. Þannig hélt læknirinn og menn hans áleiðis. Kenneth riddari leit aftur og horfði yfir herbúðir krossfaranna, sem hylti undir í tungls- ' ljósinu eins og drungalegar klettaborgir. Hon- um fanst nú ástand sitt vera svipað bannfærðs manns. Á fáum stundum var hann sviftur sæmd og frelsi. Og ófærar torfærur virtust nú hafa reist sig milli hans og fána þess, í hvers fylgd hann hafði gert sér von um að vinna sér frægð og heiður. Ókleyfir múrveggir fanst honum verá að vísu milli sín og krossfaraherbúðanna, riddarafrægðarinnar þar og meyjaljómans þar, Edithar Plantagenet. Hakim læknir reið samsíða honum, reyndi að hughreysta hann og hafa af honum með því að lesa upp fyrir honum nokkra máls- hætti, sem hann virtist hafa ótæmandi nægtir af. »Það er eigi skynsamlegt að líta um öxl, þegar vegurinn liggur greiður framundan.c Hann hafði naumast slept orðinu þegar hest- ur riddarans hnaut illa, svo að aðvörun lækn- isins virtist orð í tíma talað. Kenneth riddari gætti betur taumhaldsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.