Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Page 37

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Page 37
KYNJALYFIÐ. 163 líkt því jafnmikinn flýti og þessir arabisku gæð- ingar. Peir spyrnlu sandinum í háa loft aftur undan sér, — geysuðu gegnum eyðimörkina eins og fuglinn fljugandi, og þutu hverja míl- una af annari á fáum mínútum. Og var eigi laust við að Kenneth fyndi til óþæginda af því að ná naumast andanum fyrir þessari miklu ferð. Hakim linaði eigi á sprettinum fyr en eftir fulla klukkustund og voru þá Norðurálfuher- mennirnir orðnir svo langt á eftir, að af þeim gat engin hætta stafað. Læknirinn hélt samt ferðinni áfram á hægu brokki og fór með mestu rósemi, eins og ekk- ert hefði í skorist, að tala um hina ágætu eig- inleika gæðinga sinna, sem varla blésu úr nös eftir sprettinn. Skotinn var hálfblindur af sandrykinu, rugl- aður í höfði af hinni miklu ferð og tók því naumast eftir orðum læknisins. »Pessir hestar,« sagði Iæknirinn, »eru af hinu ágæta kyni, sem nefnist »flugfákar«' og aldurinn sviftir þá ekki flýtinum. Ýmsir kon- ungar hafa boðið stór landflæmi fyrir flugfák- ana og eigi fengið, og enginn, sem ekki hefir haft hina réttu trú, hefir á undan þér fengið að koma þeim á bak. Tímans þunga hönd hefir lagst svo létt á þessa Iéttfæru gæðinga, að t. d. hesturinn er þú situr á, er 25 vetra og þó hefir hann enn fulla ferð og fult þrek, einkum ef æfðari hönd en þín hefir taumhald- ið. Spámanninum sé !of og dýrð fyrir að hafa gefið hinum rétttrúuðu slíka ágæta farskjóta til að bregða fyrir sig bæði á flótta og í hern- aðarframsókn, enda eru brynjuðu hestar þess- ara templarahunda svo seinfærir hér í 1 eyði- mörkunum, að hægt er að fara allra sinna ferða fyrir þeim.« Skotinn kom nú brátt til sjálfs síns eftir sprettinn og hann varð að viðurkenna, að austurlanda hersveitirnar hefðu þó nokkra yfir- burði yfir Norðurálfuhermennina fyrir hve vel þeir væru ríðandi. Pessari skoðun vildi hatin þó eigi flíka við lækninn, til þess að ala ekki á drambi hans og þagði því, svo samtalið fcll niður. Hann fór nú að litast um og sá brátt, að þeir voru komnir á þær slóðir, sem honum vor'! eigi með öllu ókunnugar. Hann sá rönd af Dauðahafinu, og hann sá á öllu landslagi, að þeir voru í nánd við lindina frægu, er hann hafði komið til fyrir nokkru á ferð sinni lil einsetumannsins og hitt þar höfðingjann Ilderim, enda bar þá brátt að lindinni. Par kvaðst læknirinn mundi á, og tók fram nesti og bað Kenneth riddara að matast með sér. »Et og drekk og ver hress,« sagði hann. »Fyrir oss dauðlegum mönnum skiftist lán og ólán; en vitringurinn og hermaðurinn eiga að vera hafnir yfir að láta slík umskifti fá á sig.« Skotinn reyndi að borða, en lystin var lít- il. Hann gat eigi rekið frá sér þunglyndið og ömurlegar hugsanir, og. svo var hann líka dauðþreyttur á sál á líkama og hafði snert af hitaveiki. Læknirinn sá hvað honum leið, rannsakaði æðaslátt hans og sagði að hann þyrfti að sofa. Hann tók upp hjá sér Iyf, sem hann blandaði með vatni og lét Skotann drekka og bauð honum svo að leggjast til svefns. Riddarinn hlýddi ráðum hans með fullu trausti, og kvað hann áður svo áþreifanlega hafa sýnt læknisiist sína, að hann efaðist eigi um, að hann vissi hvað sér væri fyrir bestu. Hann sveipaði sig inn í arabiska kápu, er spent hafði verið við söðulboga hans og lagðist til svefns í forsælu við eitt pálmatréð. Hann sofnaði eigi strax, en yfir hann kom þegar einhver þægileg draumró, sem eins og lyfti honum frá hinum raunalegu viðburðum og gat fengið hann til að líta á þá beiskjulaust. Rað var eigi einasta, að viðburðir liðna tíinans liðu fram hjá hugskotsaugum hans sársaukalaust, heldur fanst honum hylla undir framtíðina í Ijósum og glæstum myndum, sem engar líkur voru til að numdu rætast. Ut frá þessum frið- sælu framtíðarmynduin sofnaði svo riddarinn, og svaf iengi og vært. 21*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.