Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Side 39

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Side 39
ÞAR skyldu hafa verið rósir. 165 Hér mætti hugsa sér smáleik. Sviðið mundi vera vel til þess fallið. Veggurinn þarna með svöiunum óbreyttur, en vegurinn yrði að vera breiðari, breikka að hringsviði, og í miðjunni yrði að vera hæg- látur gosbrunnur, gerður af gulleitu túffi, með vatnsþró af sprungum porfyr. Brunnlíki — höfrungur, sem sporðurinn er brotinn af og önnur nösin blind, en úr hinni kæmi hin mjóa buna. Öðrumegin við brunninn skeifulagaður bekkur af túffi og brendum steini. Hið lausa, hvítgráa götuduft, rauðleitur, steyptur steinninn í bekknum, höggið, holótt, gulleitt túffið, hinn dökki, fágaði, bleytugljái porfyr, og hin Iitla silfurstreyma, lifandi buna: líki og litir fara ágætlega. Leikendurnir: tveir riddarasveinar. Ekki frá neinni sérstakri öld sögunnar, því í verunni hafa riddarasveinarnir aldrei náð ridd- arasveinshugmyndinni. Þessir riddarasveinar eru sveinarnir sem dreymir og elska í söngum og sögum. Það er þá klæðnaðurinn einn, sem dálítið sögu-snið er á. Sú leikmærin, sem leika skal yngri sveininn er klædd þunnu silki, sem fellur þétt að Iíkaman- um, bleikblátt, ofið bjartgullnum skjaldsnekkju- rósum. Það, og svo kniplingar, sem mest verð- ur við komið, einkennir helst þennan búning, sem fremur er sniðinn svo, að hinn æskuítri vöxtur, hið dýrðlega bjarta hár og blæfegurð hörundsins fái notið sín, en að hætti nokkurr- ar sérstakrar aldar. Hún er gift, en það Ieið ekki nema hálft annað ár. þar til er hún skildi við bóndann, og það er sagl að hún hafi hreint ekki reynst honum vel. Og það má vel vera: en ekki getur sakleysislegra að líta. Það er að segja — það er ekki þetta einkar prýðilega alsakleysi, sem að vísu laðar á sinn hátt. Aftur á móti er þetta hið prúða þroskaða sakleysi, sem enginn viltist á, sem gengur manni til hjartans og hríf- ur mann öllum þeim krafti, sem eitt sinn er gefinn hinu algjörva. Hin leikmærin er í smáleiknum hinn grann- vaxni, þunglyndi sveinn. Hún er ógift, á sér ekkert æfintýri, hreint ekkert. Enginn veit nokk- urn hlut, og þó er svo margt til frásögu í þessum grönnu næstum mögru Iimum, þessu fagurgjörva, rafbleika andliti — yfirskyggt eins og það er af hrafnsvörtum lokkum, borið af þessum sterkbygða, karhnánnlega hálsi, stork- andi með sitt háðslega og þó þreyandi bros, dulrætt, sökum þessara augna með mýkt í Ijóma dökkvans, sem hins myrka blaðs í blómi hinn- ar þrílitu fjólu. Klæðin eru fölgul með brynjusniði, með röndum af breiðum langleggingum, hörðum standkraga og hnöppum af tópus. Ofurlítil rykkt ræma gægist með kragaiíningunni og eins með handmálinn á hinum aðskornu erm- um. Gráir hásokkar. — Blái sveinninn hefir vitanlega mjallhvíta sokka. — Báðir hafa þeir Iágar kollhúfur. Þannig eru þeir. Og nú stendur hinn guli sveinn uppi á veggsvölunum og hallast fram á grindarbrún- ina, en blái sveinninn situr niðri á bekknum við gosbrunninn, hallast letilega aftur og spenn- ir greipar um kné sér gullbúnum höndum. I draumleiðslu horfir hann út á vellina. \ Svo tekur hann til máls: »Nei . . . ekkert er það í heimi sem jafn- ast við konur! — eg botna ekkert í því . . . það hljóta að búa töfrar í því líki, sem þær eru skapaðar, því sjái eg þær aðeins ganga hjá: ísidóru, Rósamundu, donnu Lísu og þær hinar, sjái eg aðeins hversu klæðin falla að líkama þeirra, sveiflast eftir göngulaginu, þá er sem hjarta mitt drekki blóðið úr öllum mínum æðum, láti höfuð mitt tómt og hugs- unarlaust, limi mína titrandi og lémagna, alla mína verandi sameinaða í einni, sterkri, titr- andi, kvíðandi þrá. Hverju sætir þetta? Hvað getur það verið? Það er líkt og hamingjan gengi ósýnileg hjá dyrum mínum, og eg skyldi grípa hana og halda henni fast, og hún skyldi / vera mín svo yndislega — og eg get ekki * gripið, því augu mín sjá ekki!* Og hinn sveinninn talar af veggsvölunum;

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.