Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Síða 42
m
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
Pað dróg nú skugga yfir Esjuna, og urðu
hríðarjelin að mér virtist úlfúðarleg á svipinn,
þar sem þau teygðust út á flóann.----------Mig
sveið í þann vangann sem að Reykjavík sneri,
og reyndi eg þó til að bera hönd fyrir höfuð
mér á leiðinni. En það var eins og höndin
Iefði máttlaus og sló kuldanum — að mér
fanst — inn að hjarta.--------
Pegar eg var háttaður um kvöldið, varð
eg andvaka, eitthvað fram eftir nóttunni. Hljóð-
ið í storminum var einhvernveginn svo ámátt-
arlegt úti fyrir glugganum, — líkast því að
verið væri að blása í ílustrá — og voru sum
hljóðin hvell og skerandi, eins og sagt var að
útburðarhljóðin hefðu verið í fyrri daga.-------
Og svo datt mér Pormóður í hug, og hvern-
ig atvikin og baráttan fyrir lífinu, hefðu á nokkr-
um árum, kreist úr honum þróttinn — og
gjört hann þjóf. Pað var nú líkast því, að all-
ar illar »nornir« hefðu þulið yfir honum galdra
og verið að villa honum sjónir, — í nokkur
ár. — Hann var orðinn að útburði, í hinni
seiðrömmu gjörningahríð — og engrar hjálp-
ar von. — —
Við Þormóður höfðum róið saman á bát,
part úr sumri. Pað hafði þá stundum slegið í
brýnur á milli okkar út af ýmiskonar málefn-
um og bókum, sem þá voru að korna út.
Þormóður var þá maður bjartsýnn, og bar
fult traust til framtíðarinnar, hann var þá hraust-
ur að heilsú og snyrtimenni að allri framkomu
með fangið fult af vonum. — Arið eftir giftist
hann bláfátækri stúlku, og fluttu þau í hús-
mensku veslur á strönd í V-hreppi. Par hlóðst
á þau ómegð og Ientu þau í hinni sárustu ör-
birgð sem hugsast getur — eftir nokkur ár.
Pá fréttist það, að Þormóður var borinn
8auðaþjófnaði, — og hafði hann orðið uppvís
að því að hafa stolið 2 kindum frá ríkisbónda
nokkrum þar í nágrenninu — sér til hjálpar
og börnunum. — — Svo beið þá tukthúsið
hans og úrskurður sýslumannsins í H sýslu —
— allra mildilegast!!!
Tvær sagnir um lækna.
Einu sinni spurði kona mokkur hinn heims-
fræga doktor Hunt um, hvers u mikið hún ætti
að borga honum í aukaþóknun, en hann kvaðst
aldrei ákveða það sjálfur, en léti sjúklinga
sína ráða því.
»Agætt,« var hið fljóta svar konunnar, »ef
þér ákveðið það ekki, þá get eg þail miklu
síður,« og til mikillar undrunar fyrir doktor-
inn, fór hún í burtu án þess að borga honutn
einn grænan eyri.
Ólíku hepnari var doktor Astley Cooper,
þegar hann gerði skurð á miljónamæringnum,
hr. Hyan að nafni frá Vestur-Indlandi. Eftir að
hann hafði gefið aðstoðarmönnum læknisins
5,000 kr. hverjum, sneri hann sér að Cooper
og mælti: »Hvað yður viðvíkur, skuluð þér fá
ennþá betra. Takið þetta hérna,« hrópaði hann,
í sama bili kastaði hann nátthúfunni til hins
heimsfræga læknis.
»Eg leyfi mér að stinga móðgun yðar í
vasann,« svaraði læknirinn, um leið og hann
stakk húfunni á sig, en þegar hann kom heim,
fann hann ávísun upp á 20,000 kr., er faldist
í nátthúfunni.
Pú ert fölleit.
«
Pú ert fölleit, fóstra mfn,
fönnum krýnd er bráin.
Blessuð sumar blómin þín
björtu, horfin, dáin.
Heyri’ eg engan hörpuslátt
á hreimblítt vorið minna.
Sárt eg vina sakna þrátt
sumar gesta þinna.
En eg á von sem ekki deyr,
yljar mínu hjarta:
að sendi vorið síðar meir
söngva’ og geisla bjarta.
A. A. ].