Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Side 43

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Side 43
SNJÓKÚLAN. 169 Snjóknlan. Eftir Ivar Rfng. \ >Hans gamli er á leiðinni! Hans gamli er á leiðinni!* barst mann frá manni, og kven- fólkið fór að skygnast upp eftir fjallveginum til að fá að sjá hann, því að hann kom sér vel hjá því. Hans gamli var orðinn fjörutíu ára, en hárið var orðið grátt og göngulagið þreytulegt. Sorgin hafði verið húsmóðir hans á lífsleiðinni, og hörð hafði hún verið og þung í skauti á æsku-árunum, og hún hafði hrakið gleðina burt af lífsleið hans. Hann var blindur og heilsan biluð, en fyrir lífinu varð hann samt að sjá. Og þar sem hann hafði ekki getu til að vinna þau verk, sem jafnvel léttadrengir voru færir um, ferðaðist hann bygð úr bygð, og dróg fram lífið á því, að brýna skæri og hnffa. Trúfasti hundurinn hans^ Sámur, dróg litla sleðann eða vagninn, sem hann geymdi verkfærin í. En hann var ekki einn að staulast eftir tor- færum fjallveginum; mas og glaðlegur hlátur skvaldraði sífelt við hlið hans; dálítil dökkhærð telpa leiddi hann, og jafnframt því sem hún söng glaðlega, gætti hún þess vandlega, að faðir hennar, blindur og þreyttur, hrasaði ekki um stein eða aðra hindrun á veginum. Ragna var honum það sem hönd er fæti, þó olli hún honum mikill'ar sorgar. — Hvað mundi verða fcf henni, þegar hann yrði ekki lengur fær ti! að brýua Viitur fuglsungi óolir ekki að vera lokað- ur inn í þröngu búii, hann veslast upp. og deyr. og fátækrahæbð var þröngt búr fyrir þann, sem er lífsglaður og vanur óheftu frelsii það vissi hann vel. En Ragna bekti ekkert annað en björtu hliðina, lífið var í augum hennar eins og góð- viðrisdagar, — hún vissi, að á bak ,við jafn- vel dimmustu skýin, falst sólin í öllum sínum ljóma, og þegar snjórinn þakti bygðina og fjöll- in, hugsaði hún aðeins um, hve notalegt væri að sitja inn í hlýju herbergi, þar sem eld- urinn blossaði glaðlega í arninum. — — Og iitli fóturinn hennar trítlaði fjörlega niður óþjál- an veginn, hún hlakkaði til að koma ofan í / bygðina, því að hvar sem Hans og Ragna komu, var tekið vel á móti þeim. Hans sökk djúpt niður í snjóinn við hvert fótmál, og þreytan óx og hugrekkið þvarr. Honum fanst að hann gæti eygt langt í burtu daufan Ijósboða, og hann langaði svo mikið til að leggja sig niður í mjúkan snjóinn og — sofna, sofa þar til alt yrði bjart umhverfis hann. En svo hvarflaði hugurinn til litlu stúlk- unnar, sem gekk við hlið hans, og honum fanst að lífið og hamingjan stæði í skuld við barnið, skuld, sem hann yrði að heimta, hann vissi að kaldur snjór lífsins gat ekki efnt það, sem hin bjarta og hlýja vonarsól lofaði æsk- unni. Hann stundi þungan og staulaðist áfram. Sámur dró þungan sleðann gegnum lausamjöll- ina, með auknum kröftum, og við og við horfði hann á Rögnu, það var eins og hann hefði skilið hugrenningar húsbónda síns. Jólin voru í nánd. Rau dvöldu ætíð að Argarði um jólin; hvergi var betra að vera, hvort heldur var ungum eða gömlum. Ingi- björg var ekkja, sonur hennar, sem var ein- birni, stýrði búinu fyrir hana. Hún hafði átt tvær stúlkur, en mist þær fyrir mörgum árum síðan; því var það, að henni þótti eins vænt um Rögnu og hún hefði verið dóttir hennar, og tregaði hana ætíð, þegar hún fór þaðan og hlakkaði til, þegar hennar var von þangað. Hans dvaldi aldrei á sama stað, því að hann var stórlátur á sína vísu. Hann brýndi 22

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.