Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Síða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Síða 44
170 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ■illa, eins og búast mátti við af blindingja, en að lifa á algjörðu náðarbrauði vildi hann alls ekki, og þótt brýningin væri slæm, þá bætti hann það margfalt upp með því að segja sög- ur og æfintýri. A skammdegiskvöldum, þegar eldurinn skíðalogaði á arininum og brast og gnast í brenninu, þyrptust bæði ungir og gaml- ir umhverfis hann, og svo byrjaði hann að segja hvert æfintýrið á fætur öðru með þýðri, angurværri röddu. Allir söknuðu hans, þegar hann fór, og hvar sem hann kom, var hrópað fagnandi á móti honum: »Vertu velkominn! Velkominnl* Sumir þóttust hafa heyrt, að haun væri kominn af góðum ættum, og hefði átt betri daga í æsku, en lágt fór sú saga, því að eng- inn vissi á henni sönnur. Ef eitthvað var tal- að í þá átt í nálægð hans, varð hann, sem annars var svo hógvær, gramur og órólegur, og flýtti sér ætíð af stað þaðan, sem um þetta efni hafði verið rætt. Ragna var bæði óstýrilát og ofsafengin. Þeg- ar faðir hennar var ekki við, klifraði hún upp í öll tré og þaut upp um öll fjöll og firnindi og kleyf ógöngur, sem engir aðrir treystu sér. Hún reifst við stúlkurnar og flaugst á við strák- ana. Hún svaraði ónotum, ef einhverjir ókunn- ugir yrtu á hana, og talaði einhver til hennar skipandi, varð hún öldungis hamslaus og líkust skrímsli, með flögrandi hárið og logandi aug- um. En strax og faðir hennar kom og talaði til hennar blítt og alvarlega, Iægðist óveðrið( og hún hlóp til hans blóðrjóð og undirleit og fal höfuðið við brjóst hans. Hún lék sér aldrei með öðrum þörnum, en var ein sér og liljóp stökk og dansaði, eins og hún væri trylt, en þegar hún leiddi föður sinn, var hún róleg og aðeins einstaka ærsla- kippur gaf til kynna, að villieðlið væri ekki horfið, en aðeins haldið í skefjum af sterkum viljakrafti. Sámur var henni tryggur og naut allra blíðuatlota hennar og margoft vætti hún hann ineð tárum sínum. Regar hann var ekki fastur við sleðann, fylgdi hann henni eins og skugg- inn. Sámur var Ijótur, óhreinn flókabendill eins og Ragna. Ef einhver kom nálægt honum, urr- aði hann og gjörði sig líklegan til að bíta. Og þegar Ragna var ekki við, fékk hann skammir og högg, en ef hún sá það, mátti guð hjálpa gerningsmönnunum, — blóðugar rispur á andliti og höndum sýndu ætíð að Ragna hafði verið sigurvegarinn. Þó þótti öll- um vænt um Rögnu, þrátt fyrir ósiðsemi henn- ar og ofsa, utan Hákoni syni Ingibjargar, sem fyrirleit hana. Ragna fann þetta og vék ætíð úr vegi fyrir honum; hún fann að þar átti hún við ofurefli að etja. Hann fyrirleit blíðuatlot hennar og hló að henni, þegar hún var reið. Hákon var sextán ára gamall, en stjórnaði þó búinu eins og fulltíða maður, og beygði sig undir einkis vilja, nema sinn eiginn, jafn- vel ekki móður sinnar. Strax sem barn vildi hann stjórna sér sjálfur og þoldi ekki að neinn hefti frelsi hans, og sem unglingur var hann algerlega einráður. Rrátt fyrir aldur hans litu stúlkurnar í bygð- arlaginu hýru auga til hans, en hann gaf því engan gaum, hann slóst í félag með mestu óróaseggjunum í sveitinni, þeim sem voru hug- rakkir og duglegir og tók þátt í öllum verstu strákapörum, ef það útheimti hugrekki og hreysti, hann tók þátt í allskonar félagsskap, en aldrei dreypti hann á flösku né snerti spil eða teningskast. Árgarður var umkringdur af háum greni- trjám og í þau hengdi Hákon á hverjum jól- um kornbindi handa fuglunum 6em áttu þar hreiður. Pað var aðeins eitt kornbindi eftir — en það stærsta — og það ætlaði hann að setja í elsta tréð, það tré var æskuvinur hans, hon- um hafði þótt vænt um það frá því hann var svo lítill hnokki. f*ar höfðu tveir hrafnar átt hreiður frá alda öðli, og oft þegar, vont var veður og ilt að ná í æti, hafði hann fært þeim korn og fleira. Hvert ár sem Ieið, tók með sér hluta af tign og fegurð gamla trésins; liver greinin féll eftir aðra, nú var aðeins eftir efsti toppurinn, og þar var hreiðrið, en það var autt.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.