Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Síða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Síða 45
SNJÓKÚLAN. 171 Fuglarnir höfðu valið skemtilegri bústaði í ungu trjánum, með grænu laufþaki fyrir ofan höfuðið. í mörg ár hafði Hákon fylgt dæmi fuglanna og skilið eftir gainla tréið með ves- ölu greinarnar, þegar hann úthlutaði kornbind- unum, en þetta jólakvöld, þegar öll nálæg tré voru skreytt með kornbindum, gat hann ekki lengur gengið fram hjá gamla vininum sínum, en ætlaði að leggja í þá hættuferð að klifra upp í veiku greinarnar þess með stærsta bindið. Hann ætlaði að sækja kornbindið, sem hann vissi nákvæmlega hvar var, en þegar hann kom þangað var það horfið. Hann Iitaðist um, en sá ekkert. Hann stóð nú undir trénu, og myrkr- ið var að skella á, þá heyrði hann eitthvert hljóð, líkast niðurbældum hlátri. »Álfarnir geta þó varla verið á kreiki, á sjálfa jólanóttina,* tautaði hann og leit upp í tréð, og sá þá hvar kornbindið vaggaði í trjágreinunum bak við hreiðrið. Hann vissi að enginn piltanna hafði hugrekki til að klifra upp í þetta veika tré. Hvernig gat þá bindið verið komið þangað upp. Hann gat ekki svarað því. Svo heyrði hann grein brotna og andartaki síðar lá hún fyrir fótunr hans og hann heyrði hlegið upp í trénu. Hann þekti þennan hlátur og nú vissi hann hver álfurinn var, það fór að síga í hann. Svo fór hver greinin að hrynja á fætur annari, — hreinasta greinaregn, — hon- um fanst við hverja grein, sem hrundi, að hann fá sting í hjartað, það voru alt gamlir vinir og gamlar minningar. Reiðin óx, og loks gat hann ekki stilt sig lengur en þreif í tréð og hristi það af alefli, þá gall við hljóð og Ragna féll úr hinum trygga felustað sínum bak við hreiðrið og hoppaði grein af grein uns hún skall niður á jörðina. Hákon stóð sem steini lostinn og starði náfölur út í loftið, snjórinn kringum hann var ekki hvítari en hann það augnablikið. Svo lokaði hann augunum, honum fanst hann ekki hafa hugrekki til að sjá afleiðingarnar af verki sínu. Svo heyrði hann alt í einu sagt blíðlega f bænarrómi við hlið sér: »Vertu ekki reiður við mig, Hákon, eg skal aldrei gjöra þetta oftar,« og lítil hönd var lögð léttilega á hand- legg hans. Hann opnaði augun og sá að Ragna stóð ómeidd fyrir framan hann, en dálítið fölari en hún átti vanda til, og horfði á hann með biðj- andi augnaráði og angurværu brosi. Hann greip hönd hennar og þrýsti henni innilega. »Guði sé lof,« sagði hann skjálfandi röddu og sneri sér svo frá henni og fór inn. Ragna horfði á eftir honum þangað til dyrnár Iokuðust, þá varð henni litið upp í tréð; þar var ein hliðin alveg greinalaus, því hver grein, sem hún hafði komið við á fall- inu, hafði hrunið með henni. Hún dró þungt andann. — En fuglarnir höfðu séð kornbindið og voru farnir að gæða sér á því og kvök- uðu glaðlega. Glaðlega fuglakvakið feykti síðustu sorgar- arskýjum hennar á brott. Litlu, vængjuðu vin- irnir sátu ekki ólundarfullir á trjánum, en fögn- uðu syngjandi hverjum sólargeisla, sem skein á þá eins og hún var vön að gera. Hún fór að halda heim, fyrst gekk hún hægt, en svo kom gamla fjörið yfir hana og hún þaut í einum spretti inn í herbergið, þar sem faðir hennar sat í arinkróknum og spjallaði við Ingi- björgu. En Hákon sat við gluggann, sem vissi að gamla trénu, og starði út um hann. »Hvað er að sjá þig, Ijóta telpan þín, hvaða strákapör hefirðu nú verið að fremja? Kjóllinn þinn hangir í druslum utan á þér, ætlarðu al- drei að læra að verða eins og önnur börn?« sagði Ingibjörg og tók í handlegginn á henni. Hákon stóð upp og sagði byrstur: »Ávít- aðu hana ekki, eg vil ekki hafa það.« Móðir hans horfði undrandi á hann. Hákon hafði aldrei áður skift sér hið minsta af Rögnu. Hvað gat gengið að drengnum í kvöld. Hún svaraði honum engu en fór að kveikja jóla- ljósin, breiddi hvítan dúk á borðið og bar inn góðgætið, Svo hagræddi Hans gamli sér í hlýja skotinu og Ingibjörg tók biblíuna ofan af hill- unni, — það voru komin jól í herberginu hjá þeim, 22'

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.