Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Qupperneq 46
172
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Næsta dag, þegar Hákon var að fara í
lcirkju með móður sinni, heyrði hann ólæti
út í bakgarðinum og fór þangað. Ragna var
þar að fljúgast á við einn heimapiltinn, hún
reif hann og beit. Sátnur urraði og var albú-
inn til að stökkva á manninn. Og heimafólkið
stóð hjá og skellihló. Ragna sá ekki Hákon,
en stökk upp til að reyna að klóra mótstöðu-
mann sinn í andlitið, en hann þreif í axlirnar
á henni, hóf hana upp og hélt henni út frá
sér, fólkið hló enn meira og Ragna spriklaði
hamstola af bræði.
Blóðið steig til höfuðsins á Hákoni, honj
um líkaði þetta illa en gat þó ekkí annað en
brósað. Regar Ragna kom auga á hann rann
af henni ofsinn og hún lét hendurnar síga og
hætti að spriklg, það var eins og hún hefði
mist máttinn alt í einu. Hákon gekk rólega að
piltinum og tók Rögnu af honum. »Pið ætt-
uð að skammast ykkar að fara svona með
stelpuna, eg vil ekki hafa það oftar á mínu
heimili,« sagði hann stuttlega og sneri sér við
og fór. Ragna læddist á eftir honum eins og
tryggur hundur á eftir húsbónda sínum, en
hann leit ekki við henni. »Hákon!« sagði hún
með grátstaf í kverkunum.
Hann sneri sér við og leit á hana: »Eg
hefi skömm á köttum,* sagði hann og hélt
áfram.
»Ertu reiður við mig, Hákon?» sagði hún
biðjandi.
»Þú ættir heldur að fara í kirkju eins og
aðrar smástúlkur, heldur en að klóra og bíta,«
sagði hann virigjarnlega. Hún leit framan í
hann og síðan á rifna og óhreina > kjólinn og
fór að gráta, svo varð hún blóðrjóð upp und-
ir hársrætur, — það var sársaukatilfinning fá-
tæktarinnar sem kom henni til að roðna, og
tárin streymdu niður kinnarnar í sífellu. Hákon
fór til móður. sinnar en Ragna hljóp inn til
föður síns og stakk höfðinu undir vanga hans.
»Hvenpr getum við farið héðan?* spurði hún.
Hann horfði hissa á hana, — hingað til
hafði henni hvergi þótt eins gott að vera eins
og í Argerði. »Hefir einhver gjört þér eitthvað
mein, barnið mitt,« spurði hann blíðlega. »Rér
hefir altaf þótt svo gott að vera hérna.«
Hún svaraði ekki en Ieit niður fyrir sig.
Eftir örlitla stund Ieit hún upp og horfði fram-
an í föður sinn, og spurði hálf vandræðaleg;
»Kostar nýr kjóll afarmikla peninga?* »Meira
en við eigum, barnið mitt,« sagði hann hrygg-
ur og siundi við. Hljómurinn í rödd hans
snerti hjarta hennar, hún strauk dökka hárið
frá enninu og leit djarflega framan f hann.
»Rað gerir ekkert, pabbi, þessi er fullgóður,*
og hún brosti í gegnum tárin. Pegar Hákon
kom heim með móður sinni, hljóp hún fram
í eldhús og faldi sig fyrir honum. Svo heyrði
hún Ingibjörgu kalla á sig, en hún tróð sér
lengra inn í dimt skot, svo hún sæist ekki.
Skömmu á eftir voru eldhúsdyrnar opnaðar
og hún heyrði að faðir hennar kom. »Ragna,
barnið mitt, hvar ertu?« Hún hafði ætfð hlýtt
föður sínum, en nú mátti hún lengi berjast
við sjálfa sig áður en hún kom hljóðlega og
seinlega fram úr skotinu.
»Komdu barnið mitt, Ingibjörg mun hafa
eitthvað til að gleðja þig með, og ef eg get
rétt til. þá mun það ekki vera svo lítið. Flýttu
þér, telpan mín, sorgin heimsækir mann vana-
lega nóg snemma, maður má ekki láta gleð.
ina bíða.«
»Gleði! Hvað var það, sem gat glatt hana
þegar hún var í þessum tatatötrum?* hugsaði
hún. Pað var fyrsti sorgarskugginn, sem hafði
heimsótt hana, og hann vildi ekki fara aftur,
hann gjörði henni þungt um sporin inn í stof-
una, þar sem lngibjörg beið hennar. Hið fyrsta
sem hún kom auga á var fatabunki á borð-
inu.
»Eg ímynda mér að þessi föt séu mátuleg
á þig. Helga mín sáluga var á þfnu reki þeg-
ar hún lést. En hún var gotl barn, sem hvorki
reif eða beit og prílaði ékki upp í hvert tré,
sem hún sá, þessvegna eru kjólarnir hennar
óskemdir. Eg vona að þú verðir nú stiltari og
betri stúlka hér eftir, Ragna mín. Ef mér þætti
ekki eins vænt um þig eins og mér þykir,
þrátt fyrir alt, fengir þú ekki að ganga í föt-