Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Qupperneq 57

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Qupperneq 57
SNJÓKÚLAN. 183 »Hérna, hitti hún! HérnaU sagði hún hátt, og var röddin líkust niðurbældu kvalaópi. Hákon stóð eitt andartak eins og þrutnu- lostinn yfir gjörðum sínum. Svo þaut hann í áttina til hennar, en hún bandaði honum frá sér með hendinni, eins og hún væri hrædd við hann, og hljóp niður brekkuna og ofan að klettinum, eins og hún ætlaði að steypa sér fram af honum. í sama bili heyrðist rödd föður hennar, er gengið hafði út með Hall- varði, til að kalla á unga fólkið heim. »Ragna hvar ertu?» »Rödd hans vakti hana tii veruleikans aftur. Hún nam staðar, leit aftur fyrir sig, og kom þá auga á Hákon rétt hjá sér, náfölan, með skelfingarsvip. Hann gekk nær henni. • Hún hörfaði undan og sagði með titrandi röddu.« >Eg elskaði þig svo heitt, Hákon, að hefði klelturinri hrunið um leið og við rendum okk- ur fram af honum, skyldi eg glöð hafa látið hann merja mig í sundur og þolað fagnandi allar kvalir þvf samfara, hefði eg aðeins getað frelsað þig með því, — Pín vegnn Iá við, að eg hætti að hugsa um vesalings föður minn blindan. — Nú er sá tími liðinn. — Snjókúl- an áðan helmarði hjarta mitt, það var dauða- skot ástar minnar og allra hlýrra tilfinninga.«— Hún dró hringinn af fingri sér. — »Hérna er hringurinn hennar móður þinnar. Jafnvíst og það er, að eg sé þennan hring aldrei framar, svo er og það, að hér skiljast vegir okkar að fullu og öllu. Og þótt þú lægir á hnjánum fyrir framan mig, og bæðir mig grátandi um fyrirgefningu, og að verða konan þín, mundi það ekki breyta ákvörðun minni.« Hún þeytti hringnum langt út á ána og gekk svo brott. Hákon stóó eins og steingjörfingur og starði út á ána náfölur í framan. Ragna tók í hönd föður síns og hálfdró hann á brott með sér. Fólkið starði á effir þeim, uns þau hurfu sjónum þess. lnga varpaði önd- inni léttilega, er þau voru komin á hvarf, og fleygði fram gamanyrói, en enginn tók Undir. Gleðin var horfin, og þögull og hljóður eins og líkfylgd gekk allur hópurinn heim í Birki- dal. Ragna leiddi blindingjann og hraðaði sér sem \ mest hún mátti. Hún skýrði honum frá sorg sinni og öllum atburðum. Honum var það ljóst, að óumflýjanlegt væri að þau færu alfarin frá Argarði sama dag. Hann stundi þungan.^Hann var farinn að venjast rólega lífinu og þægind- unum, og hann kveið sárt fyrir því að lenda aftur í helklóm hrakninganna, og verða á ný að flækjast um sveitirnar sem fyrirlitlegur hús- gangur. Þegar heim kom, fór Ragna úr sparifötum Ingibjargar og för í fatagarrna, sem hún átti sjálf og hafði unnið fyrir. Hún lét alla hluti á sinn stað. Hún skildi jafnvel eftir sálmabókina — fermingargjöfina frá Hákoni, sem nafn hennar var letrað á. Hún ætlaðist til að bókin minti hann á eigandann, sem þá yrði fjærverandi. Hún fór að leita að gamla sieðanum þeirra, og fann hann loks út í eldiviðarkofanum; en Sámur var orðinn of gamali og slitinn til þess að hann gæti dregið hann lengur. Hún ók honum sjálf og leiddi föður sinn. Sámur lötr- aði á eftir. — Hún sneri sér við og leit með harmþrungnu augnaráði gamla heimilið sitt í síðasta sinn. Hákon fylgdist með hinu fólkinu heim að Birkidal. Hann gekk eins og í leiðslu, eins og hann hvorki heyrði né sæi. Það varaðeins iíkaminn, sem gekk þar áfram, en sálin hafði farið burt með Rögnu. Inga hnipti í hann. »Þúvarst, svei mcr, hitt- inn, Hákon.« »Og svo fylgir þú kúlunum svo vel eftir!« bætti önnur við. Það var sem Hákon vaknaði af draumi og hann svaraði stygglega: »Þú ættir að skammast þín fyrir aðgjörðir þínar, Inga, því að af þínum völdum lleygði eg kúlunni.« Hann sneri sér snúðuglega f’á þeim og gekk hratl aftur þangað, sem hann hafði kastað snjókúlunni og út á ísinn á ánni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.