Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Side 59

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Side 59
SNJÓKÚLAN. 185 alt, en traðkar ástina fótum með drambsem- inni,« sagði hún við sjálfa sig. Mánuður leið eftir mánuð. Sumarið var komið, skrúðgrænt og faguríega skreytt með marglitum blómum. Olaðlegt fugiakvak og angandi blómaylman fylti loftið. Hans og Ragna ferðuðust bygð úr bygð, eins og forðum. Ragna gaf engan gaum fram- ar að fegurð náttúrunnar, eða veitti því eftir- tekt, að heilsa föður hennar var á förum. Líf hennar var hulið dimmri sorgarþoku, er varn- aði henni að sjá það, er fagurt var, eða gerð- ist umhverfis hana, Hans gamli elskaði dóttur sína svo heitt, að hann vildi eigi þyngja þá byrði, sem hún hafði að bera, með því að skýra henni frá lasleika sínum og duldi hana því þess eftir megni. Göngulag hans varð þreytulegra dag frá degi, en Ragna varð þess eigi vör að heldur. Einn morgun var hann svo> lasinn, að hann með herkjum gat risið upp í rúminu og klætt sig. Samt sem áður bjó hann sig til farar og hélt af stað. Höfuð hans var brennheilt og hönd- in skalf, en þrátt fyrir það lét hann á engu bera, en drógst þögull áfram. Alt í einu hné hann aflvana niður á jörðina og megnaði eigi að standa á fætur aftur. Nú varð Rögnu fyrst Ijóst hvernig sakir stóðu. Hún hljóðaði upp yfir sig og kraup niður við hlið föður síns. Hún þrýsti saman höndunum í dauðans angist. »Eg hefi gleymt þér aum- ingja pabbi. Eg hefi aðeins hugsað um rnlna sorg og mina líðan. Retta er hegning guðs yfir mig. Ó! — Engin efn hugsun má hel- taka hugann, það stríðir á móti vilja guðs og lætur mann gleyma bæði ást og skyldu. Hún hjálpaði föður sínum á fæturnar og studdi hann að stórum steini við götuna, þar sem hann gat hvílt sig. Hann dróg andann léttara og brosti við henni. Hún vafði hand- leggjunum um háls hans og fal höfuð sitt við brjóst hans, eins og í gamla daga, og stundi með grátekka. »Q'.iði sé lof íyrir að hafa vakið hjarta mitt úr dvala þess. Pótt það blæði af sorg það sem eftir er æfinnar, skal það aldrei — aldrei sofna aftur. í sama bili kom vagn eftir veginum. Öku- maðurinn lét smella í svipunni og söng fjör- ugt þjóðlag. Hann þekkir ekki sorgina, hver sem hann er,« tautaði Ragna og gekk svo að vagninum með blindingjann í fanginu. Ökumaðurinn stansaði óðara hestana og stökk ofan úr vagn- sætinu niður til Rögnu. Hann var góðlegur og áhyggjulaus á svip. Auðséð að engin kvalafull hngsun hélt huga hans f járngreip- um sínum. Hann lyfti sjúklingnum upp í vaginn, og Ragna settist við hlið föðurins og Iét hið þreytta höfuð hans hvíla í kjöltu sinni. Pánnig óku þau litla stund, Alt í einu benti ökumaðurinn þeim á tígulegan herragarð, er var á alla veg- u girtur af fagurgrænum engjum. »Hér á eg heima, fór í kaupstaðinn til að sækja meðöl handa húsbónda mínum, sem Iigg- ur veikur. Við höfum lækni hérna á heimil- inu,« — svo ók hann í hlaðið. Um leið og hestarnir námu staðar, kom út fjörlegur maður, á að giska 40—50 ára gam- all. Ljósbláu, hreinskilnislegu augun hans báru vott um gott hjartalag, og góðmenskan og kát- ínan skein út úr svip hans. Maður þessi var læknir frá Kristjaníu, er hafði brugðið sér upp til fjallanna, til að létta af sér, svo sem mánaðartíma, hinu ábyrgðarmikla og þreytandi lífsstarfi sínu. Pað var sein einhvert óþekt afl hefði leitt hann hingað, þar sem hann kom mátulega til að geta frelsað tvö mannslíf. Hann hjálpaði ökumanninum til að ber Hans inn og hughreysti Rögnu samtímis. Hann horfði vingjarnlege á hana, og orð hans juku sál hennar þrótt og glæddu vonina í hjarta hennar. í sama bili kom gömul kona jnn í herbergið, sem Hans hafði verið borinn inn í. Hún laut niður að sjúklingnum og virti hann iyrir sér örlitla stund. Hún hljóðaði upp yfir sig, svo var sem færðist nýtt líf í gömlu konuna. Blóðið 24

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.