Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Síða 64

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Síða 64
190 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. treysti þér ekki framar, far þú þína leið eg fer mína.« Hákon stóð litla stund og horfði niður fyrir fætur sér. Svo leit hann. upp hóf aug- un mót himni og varð litið á svolítinn lieið- ríkan blett beint upp yfir honum, er hvarf óð- ara aftur. Það hafði birt sem snöggvast, og sú birta hafði einnig lýst upp hjarta Hákonar. »Vindurinn heldur í þá átt, er drottinn vísar honum,* sagði hann við sjálfan sig, »sama vil eg gjöra. Guð mun vísa mér rétta leið og hjálpa mér að finna þá, er eg leitaað.* Hann bað stuíta bæn og hélt svo rólegur áfram, þetta var í fyrsta skifti, er hann hafði ákallað Guð sér til hjálpar, og hann þóttist viss um.'að nú mundi fara að rætast úr fyrir sér. Fannkoman óx með geysihraða. Rað var orðið svo dimt, að eigi sáust handaskil. Hákon vissi eigi hvort hann gekk enn eftir veginum, eða hann færi yfir vegleysur. En þótt dimt væri í veðri var bjart í hjarla hans, — og hann hélt vonglaður áfram með vissu um sigur. Alt í einu heyrði hann hljóð, líkast og í viðarhöggi. Hann gekk á hljóðið og nam svo staðar fyrir framan dyrnar á útihúsi nokkru. Daufa Ijósglætu lagði út um dyrnar. Hákon opnaði þær og gekk inn. Maður stóð þar inni og klauf brenni og söng jafnframt með harmblíðum og angurvær- um róm. »Gott kvöld,« sagði Hákon. »Eg má vera hamingjunni þakklátur fyrir að eg heyrði högg þín, ella hefði eg að líkindum mátt liggja úti.« Maðurinn, er brennið klauf, hrökk við, er hann heyrði rödd Hákonar, svo hann misti niður öxina. Hann gekk hratt í áttina til Há- kons, en nam svo staðar á miðri leið og sagði með annarlegri röddu: »Vertu velkominn, ókunni maður, til húsa vorra, heill af húfi úr óveðri þessu.« Pessa rödd þekti Hákon vel, hann gekk nær manninum og virti hann fyrir sér við Ijósglætuna frá Ijóskerinu, en þá sá hann í brún augu, er horfðu djarflega á hann. Hákon stundi þungan. »Gjörðu svo vel og koma inn í bæinn, brenniskemman er ekki ætluð lianda Iangferða- mönnum.« Hákon fylgi manninum eftir inn í bæinn, Hjarta hans sló ört af eftirvæntingu. Hann var óstyrkur á fótunum. Óljóst hugboð hafði gripið hann. Rað var niðamyrkur í herbergi því, er þeir komu inn í, en það brast og gnast í brenn- inu í arininum og varpaði daufum Ijósgeislum á ofurlítinn blett af gólfinu, þangað gekk Há- kon inn. »Gott kvöld,« sagði hann. »Gott kvöld,« svöruðu tvær raddir í einu, lágt óp heyrðist. Svo varð þögn. »Hvaðan kemur þú í þessu voða veðri?« spurði gamall maður, er sat í hægindastól hjá arininum. »Veðrið er fullgott handa þeim, sem eigi á betra skilíð. — Eg kom eiginlega með vind- inum,« svaraði Hákon. »Með vindinum? Eg skil þig ekki,« sagði gamli maðurinn og stóð upp af stólnum. »Pví get eg trúað! — Eg skil mig stund- um ekki sjálfur,« svaraði hann. Meyjan, er sat í arinkróknum, dró skýluna niður á andlit sér og færði sig lengra inn í dimmuna. »Hafi vindurinn leitt þig hingað þá vertu velkominn,« sagði nú Hans. Hákon settist einnig við arininn og geisl- arnir, er eldurinn varpaði frá sér, féllu á hann og Iýstu upp andlit hans. Hann sneri sér að manr.inum, sem fylgt hafði honum inn í her- bergið og mælti: »Þ.ú munt eiga bróður, sem er blindur?« »Hans svaraði með óstyrk í rómnum: »Eg er eini sonurinn hér á bænum.« Ragna beygði sig áfram til að geta séð framan í andlit aðkomumanns. Hún var svo köld og róleg að ætla mætti að hjarta hennar væri aðeins ísklumpur. Naumast þekti hún sjálfa sig. Hún óþhaði varirnar eins og hana

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.