Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Qupperneq 66

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Qupperneq 66
192 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Hetjan í Klondyke. Eftir /ack London. Síðari hluti. 1. KAFLI. Pað vakti enga eftirtekt eða aðdáun, þótt Elam Harnish öðru nafni Lofteldur, kæmi til San Francisco. Pað var ekki einasta að hann hefði gleymst þar, heldur og í Klondyke að mestu leyti. Heimurinn hafði nú hugann við annað, og æfintýra viðburðirnir í Alaska, voru nú orðnir gömul saga eins og spanska stríðið. Aðrir viðburðir fyltu hugi manna, því svo mátti að orði kveða að daglega kæmi eitthvað fyrir, sem hrifi til sín athygli fólksins, en koma Harn- ish til Francisco, var þó ekki eitt af því, og henni var enginn gaumur gefinn. Pað, að eng- inn virtist kannast við hann, varð þó eigi ann- að spori á metnaðargirni hans. Hann fann til þess, að hann hefði ekki verið neitt smámenni f spilinu, sem spilað var norður í heimskauta- löndunum og verið til flestra mála kvaddur þar norður frá, og nú hafði hann þó ráð á ellefu miljónum. Eigi að síður vakti koma hans til San Francisco ekkert athygli og það kom inn hjá honum þeirri hugsun, að hjer mundi hann verða að taka þátt í miklu stærra spili en áður. Hann fékk sér bústað í gistihöll hins heil- aga Francis og spurði einn af hótelþjónunum þar um hagi lians, sem hafði þær afleiðingar, að hans var getið í blöðunum daginn eftir. Elam Harnish var þó hinn spakasti og glotti aðeins að því, hve lítill gaumur honum var gefinn. Hann fór svo að reyna að kynnast fjár- málamönnum. borgarinnar og hinum ríkjandi stefnum og straumum þar, en fór að öllu hægt og gætilega. Það jók honum ei lítið þrek og áræði, að hann átti þessar ellefu miljónir, en auk þess var hann frá náttúrunnar hendi gædd- ur bæði þreki og sjálfstrausti. Alt skrautið, auð- urinn og valdið, sem hann fann að var utan um sig, gerði hann því ekkert undrandi. Hann líkti þessu við óbygðir, sem hann yrði að læra að komast í gegnum, yrði að taka eftir öllum sólmerkjum, torfærum og komast að því hvar helst væri fanga von, en forðast þá staði, þar sem ekkert væri að hafa. Eins og áður fyr, sneiddi hann sig fremur hjá kvenfólki, því honum stóð stöðugt beygur af þessum kvikulu verum, sem hann þó í krafti miljóna sinna, mundi hafa átt hægt með að hæna að sér. En eigi að síður fóru þó stúlkurnar að veita hon- um eftirtekt og þá aftraði karlmenskuhugurinn honum frá því að láta þær verða óttans varar, svo hann kom einarðlega og frjáls fram gagn- vart þeim. Pað var ekki einasta ríkidæmi hans, sem stúlkurnar komust brátt á snoðir um, sem dró þær að honum, heldur hitt miklu fremur, að hann var fríður sýnum og kempulegur á velli og átti fáa sína líka að líkams atgjörfi. Hann var enn unglegur, ekki meir en hálf fert- ugur að aldri, augun svört og gáfuleg, gang- urinn fjaðurléttur og allar hreyfingar snöggar og liðlegar. Alt þetta gaf til kynna, að hann væri af öðru sauðahúsi, en hin heimaöldu borgar börn og það vakti eftirtekt margrar andlitsfagrar yngismeyjar. Hann varð þessa var og glotti í kampinn, en hann hélt þó á móti þessari hættu með hugrekki og festu og var hún þó engu minni, en hættan af kuldanum, vatns- flóðunum og hungurshættunni norður frá. Erindi hans til Bandankjanna, var að taka þátt í því spili, sem menn spila þar, en ekki spili við kvenfólk. Pessa menn, sem hann ætlaði að spila við, þekti hann ekki. Fyrstu á- hrifin, sem þeir höfðu á hann, voru þau, að þeir væru líkamleg vesalmenni og honum fanst vera í þeim eitthvað kattaeðli. Hann hitti þá í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.