Ný saga - 01.01.2000, Side 24

Ný saga - 01.01.2000, Side 24
Gunnar Karlsson Björn heitinn Þorsteinsson ögraði stundum kollegum sínum og nemendum með þvíað segja að kirkjusaga Finns Jónsson- ar biskups, sem kom út í fjórum bindum á latínu á árunum 1772-78, væri langmesta heila sagnfræðiverk þjóðarinnar. Nú erum við að minnsta kosti komin upp að hlið Finns biskups AF BÓKUM FINNI JOHANNÆI EPISCOPI DIOECESEOS SKALHOLTINÆ IN ÍSLANDIA, HISTORIA ECCLESIASTICA ISLANDIÆ, IIISTORIIS, ANNALIBUS, LECIBUS ECCLESIASTICIS, ALIISQVE RERUM SEP'rENTRlONALlUM MONUMENTIS CONGESTA, ET CONSTITUTIONIBUS REGUM, BULLIS PONTIFICUM ROMANOKUM, STATUTIS CONCILIORUM, NATIONALIUM ET SYNODORUM PROVINCIALIUM, NEC NON ARCHIEPISCOPORUM ET EPISCOPORUM EPISTOLIS, EDICTIS ET DECRETIS MAGISTRATUUM, MUI.TISQVE PRIVATORUM LITTERIS ETINSTRUMENTIS WAXIMAM PARTEM HACfENUS INEDITIS, ILLUSTRATA. T O M u s I. <stai!etsisi8HS IUVNIÆ, Typis Ormiakotropiiii Regii Cxcudit Gerhardus G i e s e Salicath, MDCCLXXIL fleti er hún mestan part svarbrún á brún- bleikum grunni. Líklega er eins uni fleiri myndir af efnunr sem ég hef ekki horft eins mikið á. Jafnframt skartlegu úlliti helur kristnisagan allan venjulegan fræðilegan frá- gang, neðanmálsgreinar sem er komið einkar smekklega fyrir á spássíum, heimildaskrár og aðrar sjálfsagðar fræðiritaskrár. Hlutverk mitt hér og nú er nánast ekki annað en að gera þá játningu að verkið hefur tekist, ólíkt því sem ég gaf í skyn árið 1990. En úr því að farið er af stað er rétt að halda svolítið áfram umræðunni um kristnisöguna sem yfirlitsrit, hvað má læra af þessurn góða árangri hópsins sem vann hana og hverju hef- ur verið kostað til að ná honum. Allur á móti er ekki rúm hér til að ræða einstök álitamál um elni. Ég reyni að halda mig viö það sem einkennir verkið í heild eða stóra hlula þess. Yfirlitshöfundar og sérfræðingar Mér þætti auðvitað afar vænt um að mega hugsa að árangur kristnisöguhópsins stafaði aö einhverju leyti af heilræðum mínum, en líklega væri ég að gera mér of hátt undir höfði nreð því. Meginhluta verksins skrifa að vísu aðeins fimm höfundar. Ritstjórinn Hjalti Hugason skrifar fyrsta bindið, sem nær fram á tólltu öld, Gunnar F. Guðmundsson annað, til siðaskipla, Loftur Guttormsson hið þriðja, fram á 19. öld, Þórunn Valdimarsdóttir og Pétur Pétursson fjórða bindi, hún um 19. öld- ina en hann um hina 20. En inn í verk þessara fimm aðalhöfunda er blandað köllum eftir níu sérfræðinga á afmörkuöum sviðum. Flest- ir starfa þeir á einhverju sviði lista og skrifa um þær. Listfræðingarnir Guðbjörg Kristjáns- dóttir og Þóra Kristjánsdóttir skrila kafla um kirkjumyndlist og kirkjubyggingar. Tónlistar- mennirnir Njáll Sigurðsson og Hörður Ás- kelsson skrifa um tónlist. Bókmenntafræðing- arnir Ásdís Egilsdóttir og Margrét Eggerts- dóttir skrila um kristnar trúarbókmenntir, ásamt séra Gunnari Kristjánssyni, sem fjallar auk þess um lleiri gerðir táknrænu í kristilegu samhengi. Einar Sigurbjörnsson guðfræðipró- fessor skrifar sérfræði af öðru tagi, einkum trúfræði en líka um sálmabækur og handbæk- ur presta. Af enn annarri gerð er sérgrein Ingu Huldar Hákonardótlur; hún helur ann- ast það hlutverk að gæta að hlut kvenna í þessari sögu, sem heimildanna og venjunnar vegna hlýtur að sækja í að snúast nokkuð mikið um karla. Hlutdeildar Ingu Huldar gætir bæði í sérstökum köflum sem eru höf- undarmerktir henni og í umfjöllun annarra höfunda sem hafa tekið við ábendingum hennar. Auk þess lagði Inga Huld drög að og ritstýrði sérstakri bók sem er nokkurs konar fylgirit kristnisögunnar, þótt hún kæmi út fjórurn árum fyrr, og birtir árangur af hug- myndastefnu um konur og kristni vorið 1995.4 Loks hafa myndritstjórar unnið mikla sér- fræðivinnu, en þeir eru myndlislarfræðingar verksins, Guðbjörg Kristjánsdóttir og Þóra Kristjánsdóttir, auk Ingu Láru Baldvinsdóttur myndlistardeildarstjóra Þjóðminjasafns. Þann- ig má segja að málum hafi verið miðlað á milli þeirrar aðferðar sem ég varaði við árið 1990 og þeirrar sem ég mælti með. Þetta er auðvitað engan veginn gallalaus aðferð. Sérfræðingum hættir jalnan til að 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.