Ný saga - 01.01.2000, Side 47

Ný saga - 01.01.2000, Side 47
Islendingar í Alsír drengurinn liafi verið ungur. í grein frá 1997 eftir alsírska sagnfræðinginn Moulay Belhamissi, „Captifs musulmans et chrétiens aux XVI-XVIIP s : le cas des l'emmes et des enfants“ (Múlimskir og kristnir fangar á 16.-18. öld - örlög kvenna og barna), segir að börn hafi ekki verið tekin af mæðrum sínum fyrr en á aldursbilinu frá því þau misstu barnatennurnar og fram að kynþroskaaldri. Það kemur heim við reynslu Olafs Egilssonar: 11 ára sonur hans og Ástu var strax tekinn af þeim hjónum á meðan litlu börnin, það eldra veturgamalt og hitt, sonurinn sem fæddist um borð í ræningjaskipinu og skírður var Jón, l'ylgdu móður sinni. Sonur Guðríðar er varla eldri en sex til níu ára þegar hún skrifar bréf- ið (1630-31?) og hún telur bæði neyð og háska hanga yfir honum, sem gæti þýtt að brátt yrði hann af henni tekinn. Eyjólfur þarl' því að -hafa hraðar hendur el' honum á að takast að frelsa þau bæði. Seinasta varðveitta setningin er að hún gleðjist í guði og í því nokkurn part ... Grafið undan Stóradómi Guðríður finnur sem sagt eitthvað þakkarvert í sínum kringumstæðum. En hún hefur ekki hugmynd um hvers konar vanda hún bakar sínum ástkæra ektamanni með skrifi sínu. Bréf hennar gerir hann nefnilega beran að hórdómi eftir laganna hljóðan. Þegar bréfin bárust til íslands vorið 1634 voru sjö ár liðin frá ráninu og Eyjólfur var búinn að taka sér nýja konu og eignast með henni barn, líkl og margt af því fólki sem komst undan og hóf að byggja líf sitt úr rústum með nýjum mökum, eignast ný börn. Þannig er bréfið skýrasta og persónulegasta dæmið um hinn almenna sið- ferðisvanda sem ránið olli. Það klauf fjöl- skyldur þvers og kruss og setti dómskerfið í uppnám. Það má segja að enginn einn atburð- ur hal'i jafn augljóslega orðið til þess að grafa undan Stóradómi og Tyrkjaránið. Af samfé- lagslegum ástæðum var ekki unnt að beita honum af fullri hörku gegn fólki sem hafði verið rænt mökum sínum. Úr því skar kon- ungur sama vor og bréfin bárust til Islands. Enginn var dæmdur til dauða og margir synd- arar sluppu með skrekkinn. En Eyjóll' var ekki hægt að leysa úr sinni klípu. Ektakvinna hans og sonur voru sannanlega á lífi, haldandi við sína rétlu trú, hann var því ekki ekkju- maður í reynd heldur hórkarl og gat ekki með nokkru móti fengið viðurkenningu kirkjunn- ar á sambúð sinni og nýju konunnar. Það hefði þýtt tvíkvæni. Ástarbréf Guðríðar til Eyjólfs hefur því orðið honum til blendinnar gleði um leið og það staðfesti hrösun hans. I þeim tilgangi var það áreiðanlega ekki skrifað. Yegir og gildi bréfa Það var heldur ekki skrifað til þess að einhver óviðkomandi kona tæki sér ferð á hendur (il Alsírborgar um 370 árum l'rá ritun þess til þess að skoða vettvang og freisla þess að komast að því hver hinn tyrkneski húsbóndi hennar Ali dey hefði verið og kona hans, ekkjan sem lét hana lausa 12. júní 1636 gegn háu gjaldi. Brél' Guðríðar Símonardóttur, sem vafalítið kostaði hana bæði svita og tár, hefur því fengið önnur hlutverk en því voru ætluð í upphafi. Vegir bréfa eru oft ófyrirsjáanlegir. Eftir ferð mína til Alsír tel ég raunar að öll þau bréf og bréfabrot sem við íslendingar eig- um til vitnis um Tyrkjaránið eigi erindi við þá þjóð sem þrátt fyrir blóðug innanlandsá- tök og gífurlega efnahagsörðugleika, atvinnu- leysi og ólæsi er að fást við að móta sjálfs- mynd sína á eigin forsendum. Fást við að skrá sína eigin sögu. Það er niðurstaða mín af við- ræðum við nokkra háttsetta sérfræðinga í sagnfræði, skjala- og fornminjavörslu. Okkar íslensku myndbrot má í þýðingum nota sem skiptimynl í samskiptum við alsírska sagn- fræðinga sem skortir frumgögn. í staðinn get- um við fengið möguleika á að átta okkur bet- ur á ævikjörum og endalokum meira en þrjú hundruð Islendinga sem báru beinin í Alsír á 17. öld. Fæstir íslendinganna sem fluttir voru nauðugir til landsins áttu afturkvæmt til ís- lands, meirihlutinn rann inn í þá fjölskrúðugu þjóðablöndu sem þar lifði ýmist sem frjálsir menn eða fangar. Kannski liafa nöfn ein- hverra varðveist í skjölum. Tyrkjaránið tengir okkur saman. Barbararnir þarna suðurfrá eru ofur-ofur-ofurlítið íslenskir. Mynd 4. Patrimoine Universal, Gamla virkið. Mosku- turn í viðgerð. Á bakvið sér í púður- geymsluna sem sprengd var i loft upp í uppreisn árið 1632 og getið er i islenskum heimildum. 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.