Ný saga - 01.01.2000, Qupperneq 88

Ný saga - 01.01.2000, Qupperneq 88
Ólafur Rastrick Mynd 10. Líkan sem ætlað er að sýna Kristnitökuna á Þingvöllum. Mynd 11. I Þjóðmenningar- húsinu má einnig sjá fáikaorðuna, heiðursmerki þeirra sem hafa staðið sig óvenju vel í að vinna þjóðinni gagn. hin fátæka þjóð myndi láta drauma sína ræt- ast þegar hún fengi loks sjálf ráðið sínum málum.“5 Það var ekki í upphafi 20. aldar heldur er það í lok hennar sem verið er að marka hús- inu sess í orðræðunni sem táknmynd um þjóðarandann. Það er núna en ekki þá sem húsið er tákngert með þeim hætti sem lorsæt- isráðherra nefnir. Vissulega talaði Hannes Hafstein um „varð-kastal[aj og forðabúr þjóðernistilfinningarinnar“6 við opnun Safna- hússins árið 1909 en þá átti hann við bóka- safnið sem þar var hýst en ekki húsið sem slíkt. Öndvert við mynd forsætisráðherra má alveg eins segja að húsið hafi í upphafi aldar staðið fyrir eflingu miðsljórnarvalds rík- isins og sem tákn borgarsamfélags. Sú starf- semi sem þar fór fram tengir húsið fyrst og fremst minningu embættismanna og mennta- elítu fremur en þjóðinni allri sem heild. Raddir sem töldu bygginguna til marks um „egipzk[aj byggingarsýki“7 eru fremur til vitnis um umdeilda eflingu ríkisvaldsins á tíma sjálfstæðisbaráttunnar en tákngervingu drauma fátæklinga. Líklega er það þó hönnun hússins sem sýn- ir hvað best þann vanda sem er í vegi þess að húsið geti orðið að sannfærandi þjóðartákni. í nýútkomnu riti Arkiteklafélags íslands segir: Bygging Safnahússins við Hverfisgötu markaði tímamót í íslenskri byggingar- sögu, þar sem það er síðasta stórbyggingin sem Danir hönnuðu og höfðu eftirlit með. ... Johannes Magdal-Nielsen, danskur húsameistari, var fenginn til að hanna bygginguna. Hann sótti gjarnan fyrir- myndir sínar til miðaldabygginga og eru áhrif þeirra auðsjáanleg í Safnahúsinu, t.d. í gluggalögun og afar sérstökum dyra- umbúnaði. Einnig verður vart áhril'a frá dönsku Konungsbókhlöðunni í Kaup- mannahöfn, en arkitektinn hafði unnið við hönnun hennar.8 Síðasta stórvirki hjálenduherranna á bygging- arsviðinu er nú orðið að opinberu þjóðar- tákni íslendinga! Raunar eru hindranirnar í vegi ímyndar- hönnuða Þjóðmenningarhússins til vitnis um snilld þeirra. Vandinn við að gera húsið að þjóðartákni er að telja l'ólk á að það tilheyri allri þjóðinni og að það sé á einhvern hátt alveg sérstaklega íslenskt. Á kynningarspjaldi um sögu hússins er (reyndar) tekið fram að arkitekt þess hafi verið danskur en það er þegar í stað bætt upp með því að benda á að það voru „íslenskir iðnaðarmenn sem önnuð- ust smíðina“.9 Skilaboðin eru þau að Þjóð- menningarhúsið sé til vitnis um handbragð aldamótakynslóðar íslenskra iðnaðarmanna og sé því í reynd minnisvarði sem iðnaðar- menn íslands, ekki síður en aðrir íslendingar, geta tengt sig við. Máttug orðræða ímyndarhönnuðanna hef- ur miðað að því að afmá takmörk hússins sem einingartákns og skorða hugmyndina um Þjóðmenningarhús sem þjóðartákn í al- mennri umræðu. Með því að fjárfesta í glæsi- leika útlitshönnunar hjálenduherranna hefur orðræðan um þjóðartáknið snúið mögulegu táknrænu gildi síðustu stórbyggingarinnar sem Danir hönnuðu og höfðu eftirlit með, til þess að þjóna sem táknmynd þess, hvernig hin fátæka þjóð lét drauma sína rætast þegar hún fékk loks sjáll' ráðið sínum málum. Sögulegum vanköntum á að gera þetta hús að þjóðartákni er einfaldlega skákað með listilegri markaðssetningu. Þjóðarsálinni, sem er í senn alþýðleg og heilög, er nú boðin bústaður í þessu húsi embætlis- og mennta- manna. „Hin íslenska þjóðarsál“, var haft eftir forsætisráðherra við opnun Þjóðmenn- 86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.