Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 90

Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 90
Hús með sál - þjóðarsál En sagnfræði- legar rannsóknir eru ekki alltaf sérlega vel til þess fallnar að efla þjóðarein- ingu. Þvert á móti draga sagnfræðirann- sóknir stundum fram í dagsljósið atvik úr fortíð- inni sem kasta skugga á mynd- ina af fjölskyld- unni samhentu þetta yfirbragð í samhengi hússins. Þannig tengir maður ósjálfrátt „Kristni í 1000 ár“ og „Landnám og Vínlandsferðir“ við aðrar menningarveislur sljórnvalda al' sama tilefni, enda hafa bæði Kristnihátíðarnefnd og Landafundanefnd komið að sýningunum. Sýningarnar verða því eins og hluti af „há- tíðavæðingu" þessara sögulegu pakka sem kristnitakan og Vínlandsferðirnar eru. Með kanóníseringu ríkisins á þessunt atburðum gegnur saga þeirra í samband við sjálfsmynd ríkisins og verður að verkfæri í viðleitninni til að efla þjóðerniskennd landsmanna og hvetja til þjóðareiningar. Ríkið er að fjárfesta í kristnitökusögunni - í ímyndinni um fylking- arnar tvær sem standa gráar fyrir járnum en sættast svo á þá málamiðlun í nafni friðar að hafa ein lög og einn sið. Þegar höfða þarf lil þjóðarsamstöðu er mikilvægt að þjóðin „muni“ þessa atburði einmitt svona. Það er ekki ný saga að þjóðríkið leiti stuðnings í þjóðarsögunni. Þjóðríkið hefur þurft á þannig þjóðarsögu að halda sem skap- ar ímynd einingar andspænis þeim sem ekki teljast til hópsins, og til skamms tíma var slíka sögu að finna í afurðum sagnfræðinnar. Ótal dærni eru til vitnis um þetta samband allt frá því að leiðtogar sjálfstæðisbaráttunnar gripu söguna á lol'ti í stjórnmálabaráttu sinni. Al- þýðufyrirlestrar Jóns Aðils eru dæmi um texta sem reyndust notadrjúgir til að efla ætt- jarðarást í gegnum söguna. Þar er þjóðinni fylgt frá gullaldartímabilinu, í gegnum hnign- un og niðurlægingu erlendrar kúgunnar og til sjálfsstæðisbaráttu, þar sem þjóðin endur- heimtir sitt sanna eðli - verður aftur hún sjálf.12 I slíkri framsetningu er fólgin mark- hyggja þar sem sögulegri fullkomnun er náð með sköpun þjóðríkisins. En sagnl'ræöilegar rannsóknir eru ekki alllaf sérlega vel til þess fallnar að efla þjóð- areiningu. Þvert á móti draga sagnfræðirann- sóknir stundum l'ram í dagsljósið atvik úr for- tíðinni sem kasta skugga á ntyndina af fjöl- skyldunni samhentu. „Að gleyma,“ skrifaði Ernest Renan árið 1882, „að viðhafa sögu- legar rangfærslur, er nauðsynlegur þáttur í sköpun þjóðar, og það er þess vegna sem framfarir í sagnfræði hafa gjarnan í för með sér hættu fyrir þjóðernið."13 Hvað íslenskar sagnfræðirannsóknir áhrærir á þetta ekki síst við um sagnfræðiiðkun síðastliðna þrjá ára- tugi. Það er samdóma álit margra fræðimanna að skýrustu söguspekilegu þáttaskilin í ís- lenskum sagnfræðirannsóknum á undanförn- um árum felist í uppgjöri við þá þjóðern- issinnuðu söguskoðun sem tengdist sjálfstæð- isbaráttunni.14 Nú í aldarlok, þegar þessi endurskoðunin hefur allt að því verið kanóníseruð í sagn- fræðinni, virðast hafa orðið skil á milli fræði- greinarinnar sem fjallar unt fortíðina og þeirr- ar sögu sem stjórnvöld hal'a tekið að sér að miðla. A meðan sagnfræðin leitast við að draga úr þjóðhverfri nálgun sinni verður sag- an og þjóðartáknið eitt í meðförum stjórn- valda eins og birtist með afdráttarlausum hætti í orðræðunni um Þjóðmenningarhús og í táknum þess. Tilvísanir 1 Björn Bjarnason, „Ráðherraafmæli - Þjóðmenningarhús - Þjóðleikhús 23. 04. 00.“ hltn://www.cenlriim.is/hh/frell- ir/230400.html 2 „Bókasalurinn." [Kynningarspjald Þjóðmenningarhúss, 2000]. 3 Björn Bjarnason, „Þjóðmenningarhús opnað 20. apríl 2000.“ htlp://www.centrum.is/hh/raedur/200400.htinl. 4 Guðmundur Hálfdanarson, „Þingvellir. An Icelandic ‘Lieu dc Mémoire'." Hislory and Memory 12 (1, 2000), bls. 23. 5 „Hús með sál og góöa samvisku.“ Morgunblaðið 26. apríl 2000. bls. 32. [Ummæli Itöfð eftir Davíð Oddssyni, lorsæt- isráðherra]. 6 Hér úr: Finnbogi Guðmundsson, „Úr sögu Safnahússins við Hverfisgötu." Árbók - Landsbókasafn íslands. Nýr flokkur 6. ár (1980), bls. 23. 7 Aiþingistíðindi 1895 B, d. 1849. 8 Leiðsögn um íslenska byggingarlist. Ritstj. Dennis Jó- hannesson o.fl. (Reykjavík, 20(M)), bls. 69. 9 „Saga Þjóðmenningarhússins." [Kynningarspjald Þjóð- menningarhúss, 2000]. 10 „Hús með sál og góða samvisku.", bls. 32. 11 Guðmundur Hálfdanarson, „Þingvellir. An Icelandic ‘Lieu de Mémoire’.“, bls. 23. 12 Sjá t.d.: Sigríður Matthíasdóttir, „Réttlæting þjóðernis. Samanburður á alþýðufyrirlestrum Jóns Aðils og hug- myndum Johans Gottlieb Fichte.“ Sldrnir. Tímurit Hins íslenska bókmennafélags. 169. ár (vor 1995), bls. 55-59. 13 Ernest Renan, „Qu’esl-ce qu'une nation?“ „Œuvres Complétes de Ernest Remm. Tome 1. (París, 1947), bls. 891. 14 Sjá t.d.: Helgi Þorláksson, „Sagnfræði um íslandssögu 1300-1550.“ Saga, XXXVIII (2000), bls. 68-73 og Gunn- ar Karlsson, „Sagan af þjóðríkis-myndun íslendinga 1830-1944“, sama rit, bls. 126-29. 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.