Teningur - 01.04.1986, Page 17

Teningur - 01.04.1986, Page 17
EPILOGUE Árin líða og maður byggir lönd, uppfyllir heim sinn. Hann dregur upp myndir, af hjálendum, konungsríkjum, fjöllum, flóum, skipum, eyjum, herbergjum, tólum, stjörnum, hestum og fólki. Skömmu fyrir andlátið verður honum ljóst að allt það völundarhús sem hann af slíkri elju hefur fullkomnað, er í sérhverju smáatriði línanna nákvæm eftirmynd af andliti hans sjálfs. SJÁLFSMORÐIÐ Síðasta stjarnan hverfur úr nóttinni. Nóttin hverfur líka. Eg dey og með mér þungi hins óþolandi alheims. Ég afmái píramíðana, heiðursmerkin, meginlöndin og andlitin. Ég afmái samanlagða fortíðina. Ég myl gervalla söguna í duft, duftið í fínna. Núna virði ég fyrir mér síðasta sólsetrið. Hlusta á hinsta kvak fuglsins. Ég ætla ekki að arfleiða neinn að neindinni. ASTERION Undanbragðalaust er mér árlega fært mennskt fóðrið og í þrónni er gnægð vatns. Það er í mér sem steinlagðir stígarnir mætast. Get ég þá yfir einhverju kvartað? Þegar degi hallar til kvölds finn ég hversu örðugt það getur orðið að valda nautshöfði á herðum sér svo vel fari. Þýðing: Sigfiís Bjartmarsson 15

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.