Teningur - 01.04.1986, Page 20

Teningur - 01.04.1986, Page 20
Marguerite Yourcenar Maríukirkja svalanna Munkurinn Þerapíon hafði í æsku verið dyggasti Iærisveinn Aþanasíosar hins mikla; hann var strangur, siðavandur, mildur aðeins þeim verum sem hann hafði ekki grunaðar um að vera haldnar óhreinum anda. í Egyptalandi hafði hann endurlífgað og kristnað múmíur; í Býsans hafði hann verið skriftafaðir keisara; til Grikklands var hann kominn vegna draums, í þeim tiigangi að upp- ræta ára í þessu landi sem ennþá var undir töfravaldi Pans. Hann upptendr- aðist af hatri þegar hann leit hin helgu tré þar sem sóttsjúkir bændur hengja fatagarma til að skjálfa í sinn stað við minnstu hræringu kvöldblæsins, reðrana sem reistir höfðu verið á ökrunum í því skyni að knýja jörðina til að bera ávöxt og leirguðina sem sátu í skotum veggja og skálum linda. Hann hafði með eigin höndum byggt sér h'tinn kofa á bökkum Kefisos og gætt þess vandlega að nota einungis vígðan efnivið. Bændumir deildu með honum fátæklegri fæðu sinni, en þó að fólk þetta væri magurt, guggið og beygt af hungursneyðum og styrjöldum sem á því höfðu dunið, tókst Þerapíoni ekki að fá það á himinsins band. Það dýrkaði Jesúm, son Maríu, gulli skrýddan sem rísandi sól, en þrá- kelkið h jarta þess var eftir sem áður trútt þeim guðlegu vemm sem eiga sér ból- stað í trjám eða stíga upp úr vellandi lindum; á hverju kvöldi setti það skál með mjólk úr einu geitinni sem það átti eftir undir hlyninn sem helgaður var skógardísunum; drengimir laumuðust inn í trjáþykknið um hádegisbil til að fylgjast á laun með þessum ónyxeygðu kvenverum sem nærðust á tímíani og hunangi. Það úði og grúði af þeim alls- staðar, dætrum þessarar hörðu og þurm jarðar þar sem líkamnast þegar í stað það er annarsstaðar leysist upp í móðu. Spor þeirra sáust í leir lindanna og hvítt hörund þeirra rann álengdar saman við leiftrandi björgin. Stundum henti það jafnvel að lemstruð skógardís lifði áfram í illa hefluðum þakbjálka, og um nætur mátti heyra ýmist harmakvein hennar eða söng. Á nánast hverjum degi villtist heillaður búpeningur í fjöllunum, og var ekkert annað af honum að finna en smá beinahrúgu mörgum mánuðum síðar. Þessar illu vættir tóku bömin sér við hönd og leiddu þau fram á gjárbarma til að stíga dans; léttstígir fætur þeirra snertu ekki jörð, en hyldýpið hremmdi þunga litla kroppana. Eða þá að ungur drengur, sem hafði hætt sér á slóð þeirra, kom með andköfum ofan úr fjall- inu, skjálfandi af hitasótt eftir að hafa bergt á dauðanum í vatni einhverrar lindar. Eftir sérhverja ógæfu sem yfir dundi steytti munkurinn Þerapíon hnef- ann í átt til skóganna þar sem bölvald- arnir duldust, en þorpsbúar héldu áfram að hampa þessum fersku hálfósýnilegu álfameyjum, og þeir fyrirgáfu þeim mis- gjörðir þeirra eins og menn fyrirgefa sól- inni sem sundrar heila vitskertra, tungl- inu sem sýgur mjólk sofandi mæðra og ástinni sem veldur svo miklum þjáning- um. Munkurinn óttaðist þær eins og úlfynju- stóð, og þær ollu honum áhyggjum eins og vændiskvennahjörð. Þessar duttl- ungafullu fegurðardísir létu hann aldrei í friði: á nóttunni kenndi hann heitan andardrátt þeirra á andliti sér eins og frá hálftömdu dýri sem snuðrar með varúð um herbergi. Ef hann hætti sér yfir sveit- ina til að veita sjúkum sakramenti, heyrðihann duttlungafullt og slitrótt brokk þeirra óma á hæla sér, eins og færu þar ungar geitur; ef það henti hann, þrátt fyrir góðan vilja, að dotta á bæna- stund, komu þær og toguðu sakleys- islega í skeggið á honum. Þær reyndu ekki að fá hann til lags við sig, því þeim fannst hann óásjálegur, broslegur og afskaplega gamall í þykku brúnu vað- málsklæðunum sínum, og þó að þær væru undur fagrar kveiktu þær ekki í honum neina ósiðsamlega löngun, því honum þótti nekt þeirra álíka ógeðfelld og litlaust hold kálormsins eða rennislétt hörund snákanna. Þær Ieiddu hann þó í freistni, því þar kom að hann tók að efast um visku Guðs fyrir að hafa skapað slíkan fjölda ónytsamra og skaðlegra vera, rétt eins og sköpunin væri ekki annað en óheillavænlegur leikur sem Hann gamnaði sér við. Morgun einn komu þorpsbúar að munkinum sínum þar sem hann var í óða önn að saga í sundur hlyninn dísanna, og þeir fylltust tvíþættri örvæntingu, því annars vegar óttuðust þeir hefnd dísanna, sem tækju lindimar á brott með sér, og hins vegar veitti hlynur þessi skugga á torgið þar 18

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.