Teningur - 01.04.1986, Page 26

Teningur - 01.04.1986, Page 26
þitt meö skuggum óhamingjunnar. Og ekki er vafi á að augu þín sem eru svo nærri því að bresta munu uppgötva sam- hengi á mörkum þess sem menn skynja. Þetta er ætlun mín, gamii Wang Fo, og ég get neytt þig til að framkvæma hana. Ef þú neitar mun ég brenna öll verk þín áður en ég blinda þig og þú verður líkast- ur föður sem hefur misst alla syni sína og á því engar framtíðarvonir. En h'ttu frek- ar á þessa síðustu ákvörðun sem ávöxt gæsku minnar því ég veit að striginn er það eina sem þú hefur nokkru sinni gælt við, og að bjóða þér pensla, liti og blek síðustu stundir lífsins er eins og að bjóða dauðadæmdum manni gleðikonu. Þegar keisarinn gaf merki báru tveir geldingar með lotningu fram ólokna málverkið þar sem Wang Fo hafði dreg- ið upp mynd af hafi og himni. Wang Fo þurrkaði af sér tárin og brosti því þessi litli uppdráttur rifjaði upp fyrir honum æsku hans. Þar bar allt merki hreinleika sálar sem Wang Fo hafði ekki lengur til að bera, en hinsvegar vantaði líka eitthvað því þá hafði Wang Fo hvorki virt nægilega fyrir sér fjöllin eða klettana sem baða í sjónum naktar lend- ar sínar né látið sorg rökkursins ná tök- um á sér. Wang Fo valdi einn penslanna sem þræll bauð honum og hóf að breiða út á sjónum bláar öldur. Geldingur kraup við fætur hans og blandaði litina, honum fórst verkið illa úr hendi og frem- ur en nokkru sinni áður saknaði Wang Fo Lings lærisveins síns. Wang Fo byrjaði að roða skýjaslæðuna við fjallstind. Síðan bætti hann við gár- um á yfirborð sjávarins sem gerði hann trúverðugri. Jaðególfið varð undarlega vott en Wang Fo var svo niöursokkinn í málverkið að hann tók ekki eftir því að hann stóð í vatni í ökla. Kænan sem hafði stækkað undir pensli Wang Fos fyllti nú út forgrunn verksins á silkistranganum. Snögglega tók taktfast áraglamur að heyrast í fjarlægð, hratt eins og vængjaþytur. Hljóðið nálgaðist, fyllti mjúklega salinn en hætti síðan, titr- andi dropar héngu á ár bátverjans. Járn- in sem ætluð voru augum Wang Fos voru löngu köld á eldstæði bööulsins. í vatni upp að öxlum stóð hirðin á tá óhaggan- lega trú hirðsiðunum. Að lokum náði vatnið keisaranum í hjartastað. Þögnin var svo djúp að heyra hefði mátt tár falla. Þetta var reyndar Ling. Hann var í hversdagsskikkjunni sinni og hægri erm- in var enn rifin þar sem hann hafði ekki haft tíma til að gera við hana um morg- uninn, áður en hermennimir komu. En hann hafði um hálsinn undarlegan rauð- an trefil. Wang Fo sagði blíðlega um leið og hann hélt áfram að mála: Eg hélt þú værir dáinn. Meðan þú lifir, sagði Ling lotningarfull- ur, hvernig gæti ég þá dáið. Og hann hjálpaði meistaranum um borð í bátinn. Jaðeloftið speglaðist í vatninu þannig að Ling virtist sigla í helli. Fléttur hirðmannanna sem voru í kafi bylgjuð- ust í yfirborðinu eins og snákar og fölt höfuð keisarans bærðist eins og lótus- blóm. Sjáðu, lærisveinninn minn, sagði Wang Fo sorgmæddur. Þetta fólk mun allt far- ast ef það er ekki látið nú þegar. Mig grunaði ekki að það væri nóg vatn í sjón- um til að drekkja keisara. Hvað eigum við að gera? Ottastu eigi, meistari, hvíslaði læri- sveinninn. Þau verða brátt komin á þurrt og munu ekki einu sinni minnast þess að hafa bleytt ermi. Einungis keisarinn mun geyma í hjarta sínu dálítið af seltu sjávarins. Þetta er ekki fólk sem týnir sjálfu sér inn í málverk. Og hann bætti við: Hafið er fagurt, byrinn góður og sjófugl- arnir eru að byggja sér hreiður. Förum, meistari minn, til landsins handan vatn- anna. Förum, sagði gamli málarinn. Wang Fo greip stýrisárina en Ling lagð- ist á áramar. Araglamrið fyllti aftur all- an salinn, ákveðið og reglulegt eins og hjartsláttur. Vatnið sjatnaði smám sam- an kringum þverhnípta klettana sem urðu aftur að súlum. Brátt vom aðeins fáir pollar á mishæðóttu jaðególfinu. Skikkjur hirðmannanna vom þurrar, en við fald keisarakápunnar loddi dálítið sjávarlöður. Frágengin mynd Wang Fos hallaðist upp að trönum. í forgmnni var bátur. Hann fjarlægðist smám saman og skildi eftir sig mjótt kjölfar sem dó út á kyrrum sjónum sem bærðist ekki. Og nú var ekki lengur hægt að greina andlit mann- anna í bátnum. Þó mátti enn sjá rauðan trefil Lings og skegg Wangs Fos sem bærðist í golunni. Araglamrið minnkaði og dó síðan út í fjarlægð. Keisarinn beygði sig fram, bar hönd fyrir augu og horfði á bát Wangs sem var nú orðin að ósýnilegum punkti í Ijósu rökkrinu. Gulllitað mistur steig upp úr sjónum. Að lokum beygði bátur- inn fyrir klettanef sem skagaði út í fló- ann og skuggi klettaveggjarins féll á hann. Kjölfarið máðist út á hreinum vatnsfletinum og málarinn Wang Fo og lærisveinn hans Ling hurfu að eilífu út á þetta jaðebláa haf sem Wang hafði búið til. Guðrún Eyjólfsdóttir þýddi 24

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.