Teningur - 01.04.1986, Síða 27

Teningur - 01.04.1986, Síða 27
Atvik í eilífðinni Talað við Tuma Magnússon Tumi Magnússon er fæddur árið 1957 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá MH 1976 og stundaði nám í MHÍ á árunum 1976—78 en í Enschede í Hollandi frá 1978—1980. Þá tók hann á sig krók og fór til Spánar að læra spænsku og dvald- ist í Granada um eins árs skeið. Undan- farin ár hefur hann búið á Englandi. Tumi sýndi fyrst árið 1978, en síðan hef- ur hann sýnt oft, einn og með öðrum, heima og erlendis. Meðal annars sýndi hann ásamt öðrum íslendingum í Fodor safninu í Amsterdam 1983 og einnig í Malmö konsthall sama ár. Og í Basel í Sviss 1984. í Nýlistasafninu í Reykjavík sýndi hann 1985 og vakti sú sýning nokkra athygli meðal áhugamanna um myndlist og hlaut auk þess góða dóma hjá gagnrýnendum. Skömmu eftir sýn- inguna var Tumi tekinn tali og krafinn skýringa á framferði sínu. Kaflar úr því samtali fara hér á eftir. Viðmælendur, auk Tuma sjálfs, voru: Gunnar Harðarson, Ingólfur Amars- son, Kristinn G. Harðarson og Sólveig Aðalsteinsdóttir. /ngólfur: Við skulum bara byrja á byrj- uninni: Af hverju gerirðu svona myndir? Tumi: Ja, náttúrlega, ef maður er með pensil og blað, þá kemur eitthvað úr penslinum. Krístinn: Hvað finnst þér um gagnrýnina sem þú fékkst hjá Guðbergi, að þetta væri hlutaheimur? Gunnar: Og að ef þetta væru bókmennt- if væru þær kallaðar á mörkum draums og veruleika? Tumi: Er þetta ekki bara klisja sem er alltaf sögð um bókmenntir? Gunnar: En nú segir hann þetta af því að þetta eru hversdagslegir hlutir sem eru málaðir í sterkum litum. Tumi: Ég hélt að þetta væri nú bara brandari hjá honum. Annars er voða erfitt að vita hvað er brandari hjá honum og hvað ekki. Ingólfur: En þessi meginhugmynd sem kom fram hjá honum, að þetta væri eins konar leikur með hlutveruleikann, eða eitthvað svoleiðis, er ekki svolítið til í því? Tumi: Mér fannst þetta nú bara skemmtileg krítík, sko. Kristinn: Maður sér nú það í myndun- um, að þessir hlutir koma á óvart þó að þetta séu venjulegir hlutir. Jafnvel þótt þeir séu ekki neitt teygðir til eða skrum- skældir, þá einhvern veginn, kannski lit- irnir, og bara hvernig þeir eru settir á myndflötinn. Ingólfur: Oft fannst mér þetta nálgast það sem mætti kalla bara einfalda upplif- un á hlutunum, eins og það sé verið að leika sér, án þess að það sé kannski saga eða brandari. Tumi: Mér finnst það ekki endilega þurfa að vera saga, eða ég hugsa það ekki þannig. Ég byrja yfirleitt bara á einhverjum einum hlut og yfirleitt verð- ur hann eitthvað öðruvísi en svoleiðis hlutir eru yfirleitt, af einhverjum ástæð- um. Mér finnst erfitt að láta svona hlut standa einan, en ég byrja yfirleitt ein- hvern veginn svoleiðis, teikna þarna einn hlut en svo spinn ég eitthvað í kring- um það. Gunnar: Vinnan umskapar hlutinn? Tumi: Ha? Ingólfur: Mér finnst titillinn á einni myndinni hjá þér eiga vel við ef maður hugsar hann ekki of alvarlega, það er “Atvik í eilífðinni". Mér finnst hann gæti vel verið nafn á sýningunni í heild, ef maður tekur “atvik“ í fleirtölu. Kristinn: Þegar þú ert að vinna myndim- ar og þú byrjar nteð einn hlut og svo seturðu hann í samband við eitthvað annað, bætir við öðrum hlut og svo framvegis, gerirðu það yfirvegað eða læturðu það bara ráðast af hendingu? Tumi: Ég geri það yfirvegað eða þannig, það er ekki sama hvað er málað. Kristinn: En með litina? Gunnar: Pað er einmitt eitt höfuðatriði við þessa sýningu, það er að segja hvað liturinn virðist skipta ntiklu máli. Tumi: Hann gerir það. Hann er, náttúr- lega, sko, ég tek kannski einhvern einn hlut, og mála hann, og liturinn er alveg jafn mikill þáttur í þessari umbreytingu á hlutnum eins og hvað annað, eins og til dæmis að taka hlut og setja í samhengi við annan hlut eða breyta laginu á hon- um. Ég nota litinn alveg jafn mikið til þess að breyta laginu á honum eða ekki endilega breyta honum, stundum kemur hann bara svona út úr myndinni. Kristinn: Reynirðu að balansera mynd- irnar eins og gömlu abstraktmálararnir gerðu? 25

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.