Teningur - 01.04.1986, Síða 34

Teningur - 01.04.1986, Síða 34
eins væmnari liti, þá gæti það alveg gjör- breytt, það er svo stutt á milli, er það ekki? Kristinn: Breyta litunum á þessu, það er ekki víst að það þyrfti mikið meira. Ingólfur: Og góð list er oft á mörkunum, öskutunnujafnvægilist. En mér dettur í hug ein spurning. Ef við segjum að myndirnar séu tiltölulega einfaldar í rauninni, en mundir þú vera hræddur um að fólk gæti misskilið myndirnar á ákveðinn veg, eitthvað sem þú myndir vera hræddur um að kæmist ekki til skila, að þú yrðir misskilinn út frá ein- hverju ákveðnu í myndunum? Kristinn: Hefurðu verið spurður um hvort þetta tákni eitthvað eða? Tumi: Fólk hefur oft verið að tala um einhvem symbólisma, að þetta væru einhverskonar symbólískar myndir, sem ég hef alltaf reynt að forðast, eða ég held þær séu það ábyggilega ekki. Tumi: Fólk hefur oft verið að tala um einhvern symbólisma, að þetta væm ein- hvers konar symbólískar myndir, sem ég hef alltaf reynt að forðast, eða ég held þær séu það ábyggilega ekki. Ingólfur: Að það væri það einna helst, að fólk myndi reyna að leita að einhverri symbóh'skri merkingu. Tumi: Já, mér finnst það ómögulegt, sko. Gunnar: En hvað um hluti eins og myndhverfingar og þess háttar, hluti sem breytast úr einu í annað eins og sólarlagið sem breytist í læk eða... Tumi: Hvað með það? Gunnar: Og gaffall sem varð að hendi? Tumi: Skugginn af honum já. Ég hugsa það bara eins og abstrakt eitthvað... Gunnar: En hvað þá um að menn fari að kategórísera þig sem myndhverfinga- málara? Tumi: Myndhverfingamálara? Gunnar: Fantastískan súrrealískan myndhverfingamálara með symbólska yfirtóna? Kristinn: Sjónhverfingamálara! Ingólfur: Pað er voðalega vinsælt að tala um súrrealisma. Gunnar: Ertu súrrealisti? Tumi: Nei. Gunnar: Af hverju ekki? Tumi: Ég bara geng út frá öðrum for- sendum, ég er ekki súrrealisti, eins og þeir voru að vinna að í rauninni. Égheld það sé hægt að sjá súrrealisma í mynd- unum mínum, en ég vinn ekki út frá því. Ég lít ekki á mig sem súrrealista. Þá mundi ég gefa mér svo þröngan ramma. Krstinn: Súrrealisminn hefur líka á sér svona intellektúal yfirbragð - kafa í und- irmeðvitundina, leita í draumum... Gunnar: Og þú ert hvorugt að gera? Tumi: Sjálfsagt nota ég undirmeðvit- undina... Gunnar: Súrrealistar notuðu undirmeð- vitundina meðvitað. En draumar? Kristinn: Nú sér maður Ustamenn sem nota undirmeðvitundina og drauma al- veg mjög meðvitað, en eru samt mjög langt frá því að vera súrrealistar. Svo það verður eiginlega að vera eitthvað annað sem gerir þá súrrealista. Gunnar: Er það þá þessi tenging gjör- óh'kra hluta? Er það hún sem gerir það að verkum að þínar myndir verka að einhverju leyti súrreahskar? Ingólfur: Meira kaffi? Gunnar: Það er viss óhugnaður í súrrealismanum, það enginn óhugnaður í þínum myndum. Tumi: Manstu eftir mynd eftir Magritte, af konu sem er hálfur fiskur og hálfur maður, það gæti verið eitthvað svipað. Ingólfur: En það er allt önnur tilfinning. Kristinn: Allt önnur tilfinning. Mér finnst þú ekkert eiga sameiginlegt með súrrealismanum. Tumi: Nei, er það ekki? Kristinn: Ekki neinn skyldleika. Tumi: En súrrealisminn er svo breiður. Ef það er Dali og Magritte sem eru dæmi um súrrealista, þá er það mjög sérstætt. En svo er svo stutt yfir í Dada. Það eru vissir hlutir í þessu hjá mér sem er hægt að kalla súrrealisma ef maður vill. Gunnar: Vissir hlutir segirðu? Tumi: Lækurinn sem rennur undir brúna. Gunnar: Er það ekki frekar myndhverf- ing? Tengist þetta ekki meira skáldskap og lýrík heldur en erlendum ismum? Tumi: Það er náttúrulega hægt að segja allt um myndirnar mínar. Það er hægt að kalla þær súrreahskar að einhverju leyti, ljóðrænar, konseftlegar. /ngólfur: Þú ert sem sagt ekkert mikið gefinn fyrir skilgreiningar á þessu? Tumi: Nei, ég... Kristinn: Ef það væru einhver tengsl við súrrealismann, þá væri það kannski De Chirico einna helst. Ingólfur: I andrúmslofti, já, kannski, en það sem ég finn kannski svohtið er flúx- us tilfinning í sumu og ákveðna fágaðri tegund flúxus sem byggir kannski ekki alveg eins augljóslega á hefðbundnum leikjum. Ég gæti þess vegna, sem dæmi, séð alveg ákveðna hliðstæðu milli sumra assemblage verka hjá George Brecht og hluta úr þínum myndum, eitthvað órætt samband á milli hlutanna, bara að það skuli vera, á svipaðan hátt, þó að mynd- irnar séu gerólíkar. Kristinn: Líka viss tegund af konseftúal list, að byggja verkin upp á því að stilla ljósmyndum eða hlutum inn í herbergi, stilla þeim upp. Það er ekkert rökrænt samhengi á milli þeirra, myndimar mynda svona spennu sín á milli, ekki beinlínis andstæður, en það er einhver... Ingólfur: Díalógur, samband... Gunnar: Ef við víkjum nú að öðm: því sem er að gerast í listalífinu á Englandi. Geturðu sagt okkur eitthvað frá því? Tumi: Það sem ég hef séð af listinni í Englandi? Ég hef séð aðallega tvenns konar list, sem er annars vegar konseft, t. d. Richard Long og kringum það svona náttúrukonseft. Og svo finnst mér líka vera Tony Cragg línan. Kristinn: Breski nýi skúlptúrinn. Tumi: Skúlptúr sem er t.d. relíeff og alls konar uppstillingar á hlutum, málaðir o.s.frv. Gunnar: Eru Bretar þá meira í því sem tengist skúlptúr en málverki? Tumi: Ég hafði svo htil tækifæri til að fara á sýningar, ég hafði t.d. ekkert séð af ýmsu yngra fólki. Kristinn: Það er þessi nýi enski skúlptúr sem hefur tröllriðið heiminum. Tumi: Já, já. Kristinn: Bill Woodrow Tumi: Julian Opie, nýja stjaman þama. Ingólfur: Finnurðu einhvem skyldleika með þessu liði? Tumi: Nei. 32

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.